Fréttablaðið - 22.01.2007, Side 4
Meirihluti svar-
enda, eða 62,1 prósent, í nýrri
skoðanakönnun Fréttablaðsins
segir að Ríkisútvarpið eigi ekki
að keppa við einkarekin fyrir-
tæki á auglýsingamarkaði. 37,9
prósent svara því til að Ríkis-
útvarpið eigi að vera áfram á
auglýsingamarkaði.
Konur eru frekar á því en karl-
ar að Ríkisútvarpið eigi ekki að
keppa á auglýsingamarkaði við
einkarekin fyrirtæki. 63,9 pró-
sent kvenna segjast ekki vilja að
Ríkisútvarpið sé í þessari sam-
keppni, en 60,4 prósent karla.
Lítill munur er á skoðunum fólks
eftir búsetu, 62,5 prósent þeirra
íbúa sem búa á höfuðborgar-
svæðinu og tóku afstöðu til spurn-
ingarinnar sögðust ekki vilja að
Ríkisútvarpið væri í samkeppni
við einkarekin fyrirtæki um aug-
lýsingar, en 61,6 prósent íbúa
utan höfuðborgarsvæðisins.
Ef litið er til afstöðu fólks eftir
því hvaða stjórnmálaflokk það
segist myndu kjósa ef boðað væri
til kosninga nú, er stuðningur
framsóknarfólks mestur við að
Ríkisútvarpið sé á auglýsinga-
markaði. Meirihluti stuðnings-
manna Framsóknarflokksins, eða
55,9 prósent, vill að Ríkisútvarp-
ið sé á auglýsingamarkaði, en
44,1 prósent vill það ekki.
Stuðningsfólk Frjálslynda
flokksins skiptist í tvær jafnar
fylkingar í afstöðu sinni til spurn-
ingarinnar. 50,0 prósent þess
segjast vilja að Ríkisútvarpið sé
áfram í samkeppni á auglýsinga-
markaði og 50,0 prósent eru því
mótfallin.
61,6 prósent stuðningsfólks
Sjálfstæðisflokksins vilja ekki að
Ríkisútvarpið sé á auglýsinga-
markaði, en 38,4 prósent segjast
vilja að Ríkisútvarpið keppi við
einkarekin fyrirtæki á auglýs-
ingamarkaði.
Tæplega tveir þriðju þeirra
sem segjast myndu kjósa Vinstri
græn vilja Ríkisútvarpið af aug-
lýsingamarkaði eða 66,3 prósent.
33,7 prósent stuðningsfólks
Vinstri grænna vilja að Ríkisút-
varpið sé enn á auglýsingamark-
aði.
Minnstur er stuðningur meðal
kjósenda Samfylkingar við að
Ríkisútvarpið keppi við einka-
rekin fyrirtæki á auglýsinga-
markaði og segjast einungis 22,3
prósent þeirra að svo eigi að vera.
77,7 prósent stuðningsfólks Sam-
fylkingar eru því hins vegar mót-
fallin.
Þeir sem segjast myndu kjósa
eitthvað annað en þá stjórnmála-
flokka sem nú eiga fulltrúa á
Alþingi skiptust jafnt á milli
þeirra sem vilja að Ríkisútvarpið
keppi á auglýsingamarkaði og
þeirra sem vilja það ekki. Hafa
skal samt í huga að þessi hópur
var mjög lítill.
Af þeim sem ekki gáfu upp
hvaða stjórnmálaflokk þeir
myndu kjósa, segjast 39,5 pró-
sent þeirra að Ríkisútvarpið eigi
að keppa á auglýsingamarkaði,
en 60,5 prósent eru því mótfall-
in.
Hringt var í 800 kjósendur
laugardaginn 20. janúar og skipt-
ust svarendur jafn milli kynja og
hlutfallslega eftir kjördæmum.
Spurt var; Á Ríkisútvarpið að
keppa við einkarekin fyrirtæki á
auglýsingamarkaði. 92,1 prósent
svarenda tóku afstöðu til spurn-
ingarinnar.
Vilja auglýsingar burt af RÚV
62 prósent svarenda í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins segja að Ríkisútvarpið eigi ekki að keppa við
einkarekin fyrirtæki á auglýsingamarkaði. Einungis meirihluti stuðningsfólks Framsóknarflokksins vill að
Ríkisútvarpið sé á auglýsingamarkaði. Meirihluti þeirra sem segjast myndu kjósa annan flokk vill það ekki.
Maður á þrítugs-
aldri hefur verið úrskurðaður í
gæsluvarðhald til tveggja vikna í
tengslum við bruna sem kom upp
í íbúðarhúsi í Þorlákshöfn aðfara-
nótt laugardags. Maður og kona
eru einnig í haldi lögreglu í
tengslum við málið. Talið er að
kveikt hafi verið í húsinu.
Í húsinu kviknaði um klukkan
fjögur aðfaranótt laugardags.
Enginn var í íbúðinni sem kveikt
var í, en hún brann til kaldra kola.
Hinum megin í húsinu býr kona
með tvö börn, og komust þau
klakklaust út. Maðurinn sem situr
í gæsluvarðhaldi var handtekinn
á laugardag þar sem hann reyndi
að nota greiðslukort sem stolið
var úr húsinu í verslun í Reykja-
vík. Þýfi úr húsinu fannst við hús-
leit á heimili unnustu hans. Hún
er í haldi lögreglu og verður gerð
krafa um gæsluvarðhald yfir
henni. Þriðji maðurinn er einnig í
haldi, grunaður um aðild.
Sautján ára stúlku og tvítug-
um karlmanni sem einnig voru
handtekin vegna málsins, hefur
verið sleppt.
Rangar tölur
birtust með súluriti um fylgi
stjórnmálaflokkanna á forsíðu
Fréttablaðsins í gær. Réttar tölur
eru; B 7,4%, D 40,2%, F 10,0%, S
21,2%, V 19,4%. Aðrir mældust
með 1,7% fylgi. Samanlagður
þingmannafjöldi í grafi var 62
þingmenn en ekki 63. Skýring þess
er að samkvæmt könnuninni ætti
einn þingmaður að falla framboði
aldraðra og/eða öryrkja í skaut, ef
landið væri eitt kjördæmi.
Miðað við dreifingu fylgisins á
kjördæmin myndi það þó ekki
duga til að koma manni að í neinu
þeirra. Næsti þingmaður inn yrði
þingmaður Vinstri grænna, en
verulega lítill munur er á 13.
þingmanni Vinstri grænna, 27.
manni Sjálfstæðisflokks og
fimmta manni Framsóknarflokks.
Einn í gæsluvarð-
haldi eftir íkveikju
Vinstri grænn
síðastur inn