Fréttablaðið - 22.01.2007, Síða 18

Fréttablaðið - 22.01.2007, Síða 18
AFMÆLI Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli og útfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysin- gar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. „Sigur er ekki það mikilvægasta þegar þú ert ungur. Það mikil- vægasta er að hlúa að hæfileikaríkum leikmönnum og veita þeim gott sjálfstraust. Fóstureyðingar leyfðar „Ég átti svo sem ekki von á þessu þannig að þetta kom þægilega á óvart,“ segir Guðmundur Oddsson, en breska tímaritið The Laywer valdi hann einn af þeim 40 erlendu lögmönnum í Bretlandi sem mest kvað að í fyrra. The Laywer er mest lesna fagrit lögmanna í Bretlandi og gefið út um allan heim. Blaðið segir að Guðmundur hafi vakið mikla athygli síðastliðið vor þegar hann kom á fót skrifstofu fyrir Logos í London. „Svo vel hefur gengið hjá Guðmundi að Logos hefur nú sent annan lögfræðing til Lundúna og stefnir ennfremur að því að ráða reynda breska lögmenn til starfa.“ „Þótt lögmenn megi telja í þús- undum hér úti er þetta lítill heimur, menn vita hver af öðrum og það er greinilega tekið eftir Íslendingum í dag,“ segir Guðmundur. Hann þakk- ar þessa vegsemd verkefnum og samningum sem hann hefur tekið þátt í að ljúka. „Vonandi hefur maður eitthvað fram að færa í þessum efnum. Samkeppnin hérna úti er hörð og fyrir litla ráðgjafa af Íslandi er enginn hægðarleikur að gera sig gildandi, en þetta hefst allt saman ef maður hefur gott fólk á bak við sig. „Ég geri bara svo og svo mikið sjálf- ur en hef bakland í kollegum mínum heima, sem bera hitann og þungann af þessum verkefnum líka.“ Guðmundur segist ekki fyrr en eftir á hafa gert sér grein fyrir að það þætti merkilegt að komast á þennan lista tímaritsins. „Mér hafa borist bréf, símtöl og tölvupóstur frá kollegum mínum sem vilja óska mér til hamingju, bæði fólk sem ég hef unnið með og sem ég þekki ekki og er afar ánægjulegt.“ Hann kveðst þó ekki ætla að halda sérstaklega upp á þetta. „Það er margt í pípunum og það þarf að halda boltanum rúllandi á mörgum vígstöðvum. Annars er svo gaman að vera til að maður þarf ekkert að gera sér glaðan dag út af þessu sér- staklega.“ 70 ára í dag, 22. janúar er Páll Jóhann Einarsson (Palli fl ug) sjötugur. Í tilefni þessara tímamóta tekur Palli á móti fjölskyldu, vinum og velunnurum í safnaðarheimili Bústaðakirkju laugardaginn 27. janúar kl. 15-19. „Ég er stolt og þakklát fyrir viður- kenninguna og heiti því að leggja áfram mitt af mörkum til að auka áhrif kvenna í atvinnulífinu vegna þess að ég tel að það sé atvinnulífinu til góðs,“ segir Halla Tómasdóttir, framkvæmda- stjóri Viðskiptaráðs, sem fékk aðal- verðlaun Félags kvenna í atvinnu- rekstri þegar þau voru afhent fyrir helgi. „Kannski finnst mér skemmtileg- ast að hvatningarverðlaunin fari til Guðbjargar Glóðar Logadóttur, stofn- anda og eins eigenda Fylgifiska, því að hún tók þátt í fyrsta verkefninu Auður í krafti kvenna. Ég sá þá strax í augun- um á henni að hún ætti eftir að gera góða hluti,“ segir Halla. Ný verðlaun, Gæfuspor, komu í hlut fyrirtækis sem hefur verið óhrætt við að ráða konur í stjórnunarstöður og voru þau afhent Atorku en fjórir af sex æðstu stjórnendum innan Atorku eru konur, eins og Linda Björk Gunn- laugsdóttir, framkvæmdastjóri A. Karlsson, Ragnhildur Geirsdóttir, framkvæmdastjóri Promens, Margrét Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Icepharma og Guðný Rósa Þorvarðar- dóttir, framkvæmdastjóri Parlogis. Þorsteinn Vilhelmsson, stjórnarfor- maður Atorku, tók á móti viðurkenn- ingunni. Hann segir það ánægju og heiður að taka á móti þessari viður- kenningu. „Þessi félög eiga öll samm- erkt að nýir forstjórar eða fram- kvæmdastjórar eru konur. Við gefum konum ekki síður tækifæri en körlum og þær hafa að okkar mati reynst hæf- ari.“ Guðrún Erlendsdóttir, fyrrver- andi forseti Hæstaréttar Íslands, fékk þakkarviðurkenningu FKA. Halla fékk aðalverðlaunin

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.