Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.01.2007, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 22.01.2007, Qupperneq 23
Það hljómar sem nokkuð fjarlæg framtíðarsýn að vera með vélmenni á heimilinu sem hjálpar til við þrif. En þetta er þó alls ekki fjarri lagi. iRobot ryksugan Roomba er sér- stök fyrir þær sakir að hún ryk- sugar meðan heimilisfólkið er að heiman. Hún er kringlótt og lág og kemst alls staðar að. Getur ryk- sugað í öll horn hvort sem er á parketti, dúk eða teppi. Þá eru snúrur og lágir þröskuldar engin fyrirstaða því mótorinn sem knýr hana er það öflugur. Það er því engin hætta á að hún festist á ein- hverjum stað og komist ekki burt. Þá er hún það lág að hún kemst undir flesta sófa og rúm. Roomba ryksugan fer yfir svæðið mörgum sinnum í hvert skipti eða þangað til það er orðið hreint. Gæludýraeigendur eiga oft í vand- ræðum með hárflygsur sem feykjast um gólfin. Tals- menn iRobot telja ryk- suguna henta einstak- lega vel fyrir þá. Ryksugan er með tölvuheila sem getur lært. Í fyrsta sinn sem henni er hleypt á nýjan flöt kannar hún umhverfi sitt og skráir í minni hluti sem hún þarf að forð- ast. Hún veit því næst hversu stórt svæðið er sem þarf að þrífa, hvar helstu fyrirstöð- urnar eru og því um líkt. Þá forðast hún stiga og því engin hætta á að hún hrapi niður og eyðileggist. Hægt er að forrita ryksuguna til að þrífa á ákveðnum tímum. Til dæmis er mjög hentugur tími meðan fólk er í vinnunni enda hlýst þá minnst ónæði af henni. Ryksugan er knúin af endur- hlaðanlegri raf- hlöðu og nemur sjálf þegar hún er að verða ramagnslaus. Þá heldur hún aftur í móður- stöðina þar sem hún hleðst þangað til hún getur aftur farið af stað til að klára verkið sem henni var ætlað. Hægt er að nota ryksuguna eins oft og maður vill, enda ekki amalegt að koma heim á hverjum degi í nýryksugað heimili. Nánari upplýsingar um ryksug- una Roomba frá iRobot má fá í síma 848-7632 Ryksuga með sjálfstæða hugsun Heimilisiðnaðarfélag Íslands kynnir íslenskan herrabúning frá um 1800. Á síðustu árum hefur áhugi aukist á eldri gerðum íslensku þjóðbún- inganna, faldbúningnum, skaut- búningnum, kyrtlinum, 19. aldar upphlutnum og nú íslenska herra- búningnum. Í nokkur ár hefur verið boðið upp á námskeiðaröð í því að sauma þessa búninga og er Heimilisiðnaðarfélag Íslands eini aðilinn sem veitir þessa þjónustu. Heimilisiðnaðarfélagið mun kynna íslenskan herrabúning frá um 1800, miðvikudaginn 24. janúar klukkan 20.00 í húsnæði félagsins við Laufásveg 2. Þar verður kynn- ing á búningnum, veittar upplýs- ingar um hvernig skal klæðast honum og upplýsingar um nám- skeið í að sauma íslenskan herra- búning sem hefst í febrúar. Búningurinn er dæmigerður fyrir klæðnað íslenskra karla um 1800. Það sem einkennir búninginn eru; treyja tvíhneppt og innanund- ir tvíhneppt vesti. Buxur eru svo- kallaðar lokubuxur hnésíðar eða síðar. Herrabúningurinn kynntur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.