Fréttablaðið - 22.01.2007, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 22.01.2007, Blaðsíða 50
Margir bíða spenntir eftir fyrstu sólóplötu Ólafar Arnalds og nú gerir Frétta- blaðið það heyrinkunnugt að frumburðurinn, „Við og við“, er væntanlegur um miðjan febrúar. „Það er mjög erfitt að lýsa eigin tónlist – það er erfiðasta spurning- in sem maður getur fengið,“ segir Ólöf. „Yrkisefnin eru öll um ákveðnar manneskjur í mínu lífi, þau fjalla mikið til um fjölskyld- una mína og þá allra nánustu.“ Ólöf semur lög og texta plötunnar auk þess að syngja og leika undir á gítar. „Þegar ég var að semja lögin fannst mér þau ósköp skrýtin en um leið og ég spilaði þau fyrir vini mína sögðu þau mér að þau væru mjög „Ólafar-leg,“ segir hún og kímir. „Ég held að þetta sé mjög áhlýðileg og indæl músík. Sumt er mögulega runnið undan rifjum einhverrar söngvaskáldahefðar en svo er líka fullt af öðru nýju sem kemur beint frá mér.“ Ólöf segist hlusta töluvert á tónlist söngvaskálda en segir að áhrifin komi alls staðar að. „Það er svo margt sem síast inn, úr öllum áttum og heimsálfum, en svo er líka mikill kraftur í tungumálinu,“ útskýrir hún. „Textarnir eru allir á íslensku og það er kannski eitt- hvað úr íslensku þjóðlagaminni sem ratar inn í músíkina – ég veit það ekki.“ Ólöf kveðst nýbyrjuð að fást við textagerðina. „Ég hef fengist við skriftir og orð en ekki verið að gera texta og ég var ekki heldur að fást við sönglög. Þetta byrjaði þegar ég gerði texta við lögin hans Skúla Sverrissonar – þá kom ég út úr skápnum sem texta- höfundur,“ segir hún sposk. Fyrr- greind plata Skúla, Sería, var ein af umtöluðustu plötum síðasta árs en Ólöf syngur einnig þrjú lög á plötunni. Ólöf útskrifaðist af nýmiðla- braut Listaháskóla Íslands í vor. „Ég byrjaði í klassísku tónlistar- námi sex ára gömul en ég hef líka verið í stöðugu sjálfsnámi – ég lærði til dæmis sjálf á gítarinn,“ segir hún. „Þetta spilar saman en ég upplifi þetta reyndar sem alveg tvo aðskilda heima en maður notar þessa klassísku kunnáttu sem tungumál til þess að að fá það í gegn sem manni býr í brjósti.“ Hún útskýrir að lögin á plöt- unni séu hugsuð svo að þau geti staðið ein og sér með gítarundir- leik. „Í grunninn eru þau söngur og gítar en svo eru líka fínlegar útsetningar og viðbætur sem geta verið allt frá einum „slæd-gítar“ upp í tíu manna band með strengj- um og blásurum.“ Í gegnum tíðina hefur Ólöf leik- ið með fjölda hljómsveita og á plötunni nýtur hún liðsinnis fjöl- margra vina sinna og félaga. Hún titlar þó tvo guðfeður að plötunni, Kjartan Sveinsson, liðsmann Sigur Rósar, sem er upptökustjóri og sérlegur ráðgjafi og fyrrgreindan Skúla Sverrisson, sem kom að hugmyndavinnu við útsetningar ásamt því að leggja til hljóðfæri.“ Æskuvinkona Ólafar, Sara Riel, sér síðan um hönnun plötuum- slagsins. Ólöf segir það hafa reynst sér einkar lærdómsríkt að vinna að plötunni. „Maður kynnist alls konar nýjum hlutum en það er ákveðin eldskírn að koma ein- hverju frá sér sem maður stendur og fellur með alveg einn. Það er kannski stærsti lærdómurinn – einfaldlega að þora.“ Ólöf stefnir á að halda útgáfu- tónleika og kveðst gjarnan myndu vilja ferðast um landið og halda tónleika. „Ég ætla bara að leyfa þessu að þróast. Ég er ekki með nein stíf plön en ætla að vera dug- leg að spila. Ég verð bara að sjá hvert músíkin vill fara og reyna að fylgja henni eftir.“ Kl. 11.00 Færeysku listmálararnir Edward Fuglø, Astri Luihn, Sigrun Gunnarsdóttir, Torbjørn Olsen, Eyðun av Reyni og Ingálvur av Reyni sýna verk sín í menningarmiðstöð Hafnarfjarðar í Hafnar- borg. Listamennirnir á sýningunni Einsýna List eru að mörgu leyti ólíkir en eiga það sameiginlegt að vera óhræddir við að gera tilraunir með tækni, form og myndbyggingu. Sýningin stendur til 4. febrúar. „DAUÐUR, SKÍTUGUR, TÓMUR“ DAGUR VONAR !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.