Fréttablaðið - 22.01.2007, Page 52
HM í handknattleik hófst í
Þýskalandi um helgina. Ís-
lenskir stuðningsmenn voru
í miklu stuði þegar þeir
hituðu sig upp fyrir fyrsta
leikinn á laugardag.
Fjöldi Íslendinga er mættur til
Þýskalands til að fylgjast með
handboltalandsliðinu sem hóf
mótið með stórsigri á Áströlum á
laugardag. Stuðningsmennirnir
hituðu upp fyrir fyrsta leikinn á
Hótel Ratswaage í Magdeburg og
var mikil stemning í hópnum.
Poppprinsessan Britney Spears
var önnum kafin í hljóðveri alla
síðustu viku eftir að hafa eytt
helginni á fylleríi í Las Vegas með
kærasta sínum Issac Cohen.
Britney er að taka upp lög í
Hollywood fyrir sína næstu plötu
og er hún víst hálfnuð með plöt-
una. Hún er sögð vera mjög spennt
fyrir útkomunni og getur ekki
beðið eftir því að sanna sig á nýjan
leik í tónlistarbransanum.
Plata í vinnslu
Robbie Williams þykir greinlega
vænt um vin sinn Elton John. Elton
verður sextugur 25. mars í ár og
áformar að halda upp á áfangann
með stórtónleikum í Madison
Square Garden í New York. Elton
ku hafa beðið stórsöngvarann
Robbie Williams að koma fram á
tónleikunum, sem Williams tók að
sjálfsögðu ekki illa í. Hann ætlar
þó að gera gott betur en að þenja
raddböndin, hann áformar að tína
af sér spjarirnar fyrir framan
áhorfendur við lagið You Can
Leave Your Hat On.
Strippar
fyrir Elton
Cameron Diaz hefur lýst því
yfir að hún vinni nú úr
sorginni eftir skilnað sinn
við söngvarann Justin
Timberlake í byrjun árs-
ins. Cameron segir að
skilnaðir séu einfaldlega
hluti af lífinu og hún neiti
að láta það eftir sér að gráta
sig í svefn.
„Maður verða bara að taka því
að sambönd gangi ekki upp. Það
er alls ekki gaman en maður
verður að horfast í augu við það
einhvern tímann og reyna að
vinna sig úr sorginni. Ég er
mjög ánægð með líf mitt núna.
Líf mitt er ferðalag eins
og hjá öðrum,“ segir
Cameron. „Suma
daga finnst mér
eins og ég sé með
allt á hreinu en
aðra daga veit ég
hvorki í þennan
heim né annan.
Þannig er þetta
þó bara, svona
er þetta hjá
öllum.“
Justin Timberlake hefur
ekki verið eins fús til að
tjá sig um sambandsslitin
og Diaz. Hann hefur
ákveðið að sökkva sér í
vinnu og vonast til þess að
sársaukinn hverfi þannig.
Justin er lagður í langt tón-
leikaferðalag til að kynna
nýju plötuna sína og hefur
ekki fengist til að úttala sig um
skilnaðinn. „Ástin er ekki
alltaf einföld,“ sagði
hann í nýlegu viðtali. Þá
viðurkenndi hann að það
hjálpaði sér mikið að geta
sökkt sér í vinnu á þess-
um erfiðu tímum. „Það
er alveg frábært,“ sagði
Justin. Þau Cameron og
Justin höfðu verið saman
í fjögur ár þegar þau
ákváðu að binda enda á
sambandið.
Diaz og Timberlake vinna úr sorginni