Fréttablaðið - 22.01.2007, Page 56

Fréttablaðið - 22.01.2007, Page 56
 Það kom í hlut Rögnu Ingólfsdóttur og Tinnu Helgadótt- ur að há hreinan úrslitaleik um gullið á Evrópumóti B-þjóða í bad- minton sem fór fram í Laugardals- höll um helgina. Staðan í viður- eigninni var þá 2-2 og því ljóst að úrslitin myndu ráðast í tvíliðaleik kvenna. Ragna og Tinna unnu fremur auðveldan sigur, 21-16 og 21-16. Ísland stóð því uppi sem sigurveg- ari mótsins en fyrir úrslitaviður- eignina hafði Ísland tryggt sér eitt af efstu þremur sætum mótsins sem tryggir þátttökurétt í A-deild Evrópukeppninnar. Ísland vann allar sínar viður- eignir á mótinu. Ragna Ingólfs- dóttir, einn sterkasti keppandi mótsins, tapaði aðeins einni viður- eign allt mótið og var vitaskuld hæstánægð með árangurinn. „Þetta var ótrúlegt. Það gekk allt upp. Við náðum afskaplega vel saman og áhorfendur studdu okkur vel allan tímann,“ sagði Ragna. Hún segir að fyrirfram hafi Ísland átt þriðja sterkasta liðið í sínum riðli og því hafi árangurinn komið nokkuð á óvart, ekki síst þeim sjálfum. „Okkar leikaðferð var að taka bara eina viðureign fyrir í einu. Það kom okkur þó alltaf örlítið á óvart hversu vel okkur gekk. Ísland vann þessa keppni árið 1999 og vildum við vissulega leika það eftir, sérstaklega á heimavelli. En okkur datt aldrei í hug að okkur myndi takast að klára þetta mót með svona miklum stæl. Ég trúi þessu varla ennþá,“ sagði hún. Mótið var vel sótt af áhorfend- um og eins og Ragna segir var vel stutt við bak íslenska landsliðsins. „Það var búið að skipuleggja mikið og gott klapplið sem var búið að æfa alls kyns lög. Það var klappað eftir hvern einasta bolta og maður gat aldrei leyft sér að slaka neitt á. Við vorum einfaldlega barin áfram. Badminton er einstaklings- íþrótt en okkur leið eins og við værum í hópíþrótt og er það í fyrsta sinn sem ég upplifa það. Það mætti kannski helst líkja þessu við stemninguna sem ríkir á leik með landsliðinu í handbolta.“ Sem fyrr segir tapaði Ragna aðeins einni viðureign á mótinu en vann alla sína leiki í einliðaleik. „Ég þekki allar þessar stelpur frá öðrum mótum og hef oftast unnið þær áður. Ég taldi mig því eiga góðan möguleika í einliða- leiknum. Svo gekk mjög vel í tví- liðaleiknum. Fyrstu tvo leikina spilaði ég með Katrínu (Atladótt- ur) sem ég þekki afar vel og svo með Tinnu. Og við náðum einnig mjög vel saman þó við höfum aldrei spilað saman áður í tvíliða- leik.“ Ísland verður á meðal keppnis- þjóða þegar keppni í A-deild verð- ur háð í Danmörku á næsta ári. „Ég vona að okkur muni ganga vel þar. Þetta er allavega mikil og góð reynsla sem við öðlumst við að keppa við þá bestu í Evrópu.“ Íslenska landsliðið í badminton vann frækinn sigur í Evrópukeppni B-þjóða en mótinu lauk í Laugardals- höllinni í gær. Ísland vann lið Írlands í úrslitaviðureigninni þar sem úrslitin réðust í síðasta leiknum. Wigan tapaði sínum sjöunda deildarleik í röð þegar liðið beið lægri hlut 0-2 fyrir Everton á heimavelli sínum í gær. Mikel Arteta kom Everton yfir úr vítaspyrnu á 65. mínútu en fram að því hafði leikurinn verið einstaklega bragðdaufur. Arteta skoraði síðan aftur í uppbótar- tíma eftir sendingu frá Phil Neville sem fagnaði þrítugsaf- mæli sínu í gær. Wigan er aðeins tveimur stigum frá fallsæti en fyrir neðan er lið West Ham. Everton heldur hins vegar áfram að sigla lygnan sjó um miðja deild. Sjöunda tap Wigan í röð Miklar gleðifréttir fyrir landsliðskonur Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Ólafs Inga Skúlasonar, leikmanns Brentford á Englandi, staðfesti við Frétta- blaðið í gær að Ólafur Ingi færi með Helsingborg í æfingaferð til Suður-Afríku á föstudaginn. Hann æfði með liðinu í Svíþjóð í síðustu viku og er mikill áhugi hjá félaginu fyrir því að fá Ólaf Inga. Það má því líklegt telja að ef hann stendur undir væntingum í Suður-Afríku sé lítið því til fyrirstöðu að hann gangi til liðs við félagið. Fer með til Suð- ur-Afríku Sænska úrvalsdeildarfé- lagið GAIS hefur gert tilboð í Eyjólf Héðinsson, leikmann Fylkis. Hann æfði með liðinu fyrir skömmu og heillaði forráða- menn liðsins. Með því leikur Keflvíkingurinn Jóhann B. Guðmundsson. Eyjólfur mun sjálfur vera spenntur fyrir GAIS sem á nú í viðræðum við forráða- menn Fylkis. „Það voru einhverjar tölur nefndar en málið er enn á viðræðustigi,“ sagði Hörður Antonsson, formaður meistara- flokksráðs Fylkis. Lagði fram til- boð í Eyjólf Fjórir leikmenn Osasuna fengu að líta rauða spjaldið á laugardag þegar liðið tapaði 1-0 fyrir Atletico Madrid í spænska boltanum. Osasuna er fyrsta liðið í spænsku deildinni sem fær það mörg rauð spjöld í einum leik í tíu ár. Snemma leiks varð kamer- únski sóknarmaðurinn hjá Osasuna, Pierre Webo, fyrir barðinu á kynþáttaníði stuðnings- manna Atletico. Tólf mínútum fyrir leikslok fór fyrsta rauða spjaldið á loft. Dæmd var vítaspyrna á Carlos Cuellar en Fernando Torres skaut í stöng. Á 84. mínútu skoraði Ze Castro eina mark leiksins og eftir það varð allt vitlaust á vellinum. Nokkrum sekúndum fyrir lokaflautið varð Raúl García fjórði leikmaður Osasuna til að fá rauða spjaldið. Fjögur rauð Arsenal átti frábæra end- urkomu í stórleik gærdagsins í enska boltanum þegar liðið vann 2-1 sigur á toppliði Manchester United. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Wayne Rooney með skalla þegar átta mínútur voru liðnar af þeim síðari. Robin van Persie náði að jafna á 83. mín- útu og í viðbótartíma var það Thierry Henry sem skoraði dram- atískt sigurmark með skalla. Hvorugt liðið náði að sýna bestu spilamennsku sína í gær en Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, nagar sig væntanlega í handarbökin yfir því að liðið missti af þremur dýrmæt- um stigum á nokkrum mínútum. Mark Rooneys var aðeins hans annað í fjórtán leikjum. Jose Mour- inho hlýtur að hafa brosað þegar Henry skoraði en forysta United helst í sex stigum eftir leiki helgar- innar. Arsenal er í fjórða sætinu, stigi á eftir Liverpool sem er fimm stigum á eftir Chelsea. „Það er ekki á hverjum degi sem maður skorar með skalla og frábært að koma svona til baka gegn Manchester United eftir að hafa lent undir. Við vorum óákveðnir í byrjun og United stjórnaði leiknum. Við byrjuðum síðari hálfleikinn betur en fáum síðan þessa blautu tusku í andlitið þegar þeir skoruðu,“ sagði Henry. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var einnig í skýjunum eftir leik- inn. „Ég er með nokkur ljón í mínu liði sem verða sterkari með hverj- um leiknum. Það er alltaf gaman að ná að sigra United en þessi sigur var sérstaklega sætur. Þegar þeir komust yfir ætluðu þeir bara að reyna að halda þeirri stöðu en það virkaði ekki,“ sagði Wenger. Sir Alex Ferguson, stjóri United, sagðist vona að sínir menn myndu læra að þessum mistökum. Þá hrósaði hann Michael Carrick fyrir hans frammistöðu í leiknum. Sigurmark Henry í uppbótartíma

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.