Fréttablaðið - 22.01.2007, Page 59

Fréttablaðið - 22.01.2007, Page 59
HM í handbolta Iceland Express deild karla Iceland Express deild kv. Enska úrvalsdeildin Spænska úrvalsdeildin Stærsta heimsmeist- aramót í handbolta hingað til, sem íslenska landsliðið er búið að dreyma um í hálft ár, breyttist í martröð í Magdeburg í gær. Liðið spilaði einn sinn slakasta leik í mörg ár gegn miðlungsliði Úkra- ínu og tapaði, 29-32. Það gekk nákvæmlega ekki neitt upp hjá liðinu og í stað þess að ganga frá leiknum í fyrri hálfleik hélt íslenska liðið áfram að bjóða Úkr- aínumönnum að taka þátt í leikn- um. Þeir þáðu boðið með þökkum og gengu á lagið á meðan tauga- veiklaðir leikmenn Íslands brotn- uðu saman fyrir framan 7.400 áhorfendur sem studdu liðið dyggilega. Fyrri hálfleikur var ekki góður hjá íslenska liðinu í gær. Alfreð byrjaði með Roland í markinu og 5/1 vörn þar sem Guðjón Valur klippti út rétthenta skyttu Úkra- ínumanna. Sóknarleikur Íslands var mjög hægur og strákanir virkuðu einn- ig mjög taugaóstyrkir og hrein- lega yfirspenntir. Sóknarleikur Úkraínumanna var helmingi hægari en þeir léku „svefnbolta“ og hjá slökum dóm- urum leiksins komust þeir upp með að láta boltann ganga heil- lengi án þess að ógna íslenska markinu að nokkru ráði. Íslenska vörnin var slök lengstum og Úkra- ína fékk mörg ódýr mörk. Þar sem vörnin var ekki að standa sína plikt fékk Ísland fá hraðaupphlaup en aðeins tvö íslensk mörk komu úr hraðaupphlaupum í fyrri hálf- leik. Ólafur Stefánsson komst aldrei í gang og liðið tapaði boltanum á klaufalegan hátt hvað eftir annað í hálfleiknum. Svo lét liðið úkra- ínska markvörðinn verja ein tólf skot frá sér í hálfleiknum. Roland Eradze var bestur í íslenska liðinu í hálfleiknum en hann varði tíu skot og mörg hver úr dauðafær- um. Þrátt fyrir þennan slaka leik leiddi liðið með einu marki í leik- hléi, 13-12, en liðin héldust í hend- ur nánast allan fyrri hálfleikinn. Síðari hálfleikur leiksins hjá Íslandi var ein martröð frá upp- hafi til enda þar sem nákvæmlega ekkert gekk upp og lykilleikmenn brugðust sem og flestir hinna en Guðjón Valur og Alexander voru einu mennirnir sem gátu eitthvað í hálfleiknum. Markvarslan var engin en Roland og Birkir Ívar vörðu tvo bolta samanlagt í síðari hálfleiknum. Í öðru skotinu var dæmt víti sem skorað var úr. Úkraína tók yfirhöndina í leikn- um í upphafi síðari hálfleiks og náði fljótt fjögurra marka forystu, 15-19. Þann mun náði Ísland aldrei að brúa og breytti engu hvaða breytingar Alfreð gerði á liðinu, það gekk ekkert upp og var átak- anlegt að horfa á þetta góða lands- lið sem við eigum hreinlega kasta frá sér leiknum. Niðurstaðan er gríðarleg von- brigði og leikmenn verða að líta í eigin barm og spyrja sig að því hvað fór úrskeiðis. Liðið á enn von um að komast áfram. Þá verður það að leggja Frakkland í dag en það verður að teljast mjög ólíklegt miðað við þá frammistöðu sem boðið var upp á gegn Úkraínu í gær. Íslenska handboltalandsliðið er í vondum málum á HM eftir þriggja marka tap gegn Úkraínu, 29-32. Leikur Íslands var í molum og liðið verður að leggja Frakka í dag ætli það sér í milliriðil. Síðari hálfleikurinn var hrein martröð. „Þetta var helvítis aumingjaskapur og ekkert annað. Ég á engin orð yfir þessa frammistöðu því við vorum ein- faldlega lélegir,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson hundfúll skömmu eftir leik í Bördeland- halle. „Vörnin var léleg, markverð- irnir voru lélegir. Sóknin var ömurleg og mér fannst þetta hreint út sagt ömurlegt,“ sagði Guðjón, en voru menn yfir- spenntir? „Það sást í fyrri hálf- leik þegar markvörðurinn varði nokkur skot og við fórum þá að haga okkur eins og aumingjar og urðum skítstressaðir. Við vorum ragir og í sókninni vorum við ekki að vinna maður á mann og þeir stöðvuðu okkur eins og þeir vildu. Við spiluðum ekki eins og við ætluðum okkur að gera og við gerðum í raun allt þveröfugt við það,“ sagði Guðjón, en getur liðið rifið sig upp eftir þetta tap? „Það verðum við að gera. Ef við lítum á úrslit leiks Frakk- lands og Úkraínu þá eigum við ekki möguleika en við gefumst ekki upp á meðan við eigum möguleika. Möguleikinn liggur í því að vinna Frakkana og það er eins gott að það takist.“ Helvítis aumingjaskapur „Það er lítið hægt að segja eftir þennan leik en við verðum að finna út úr því af hverju leikur okkar gekk svona illa í síðari hálfleik,“ sagði niðurdreginn línumaður Íslands, Róbert Gunnarsson. „Fyrri hálfleikur var svo sem allt í lagi en við gerum samt mikið af mistökum. Hefðum við nýtt okkar tækifæri betur þar þá hefðum við getað verið um 5-6 mörkum yfir í leikhléi og þá hefði leikurinn unnist. Byrjunin í síðari hálfleik var skelfileg og eftir það fóru menn á taugum og við spiluðum verr eftir því sem á leið. Af hverju hef ég ekki hugmynd um en við klikkuðum sem lið,“ sagði Róbert. Klikkuðum sem lið Ungverjaland tryggði sér í gær sæti í milliriðli þegar það vann Noreg með 25 mörkum gegn 22. Það verða því Noregur og Danmörk sem há hreina úrslitaviðureign um hvort liðið fylgi fyrstnefnda liðinu áfram upp úr riðlinum en liðin mætast í dag. Ungverjar hafa komið á óvart á mótinu með því að leggja bæði Dani og Norðmenn að velli. Danir unnu lið Angóla í gær örugglega, 39-20, þar sem Lars Rasmussen var markahæstur með fjórtán mörk. Sören Stryger skoraði fimm. Önnur úrslit gærdagsins voru eftir bókinni. Túnis, Slóvenía, Frakkland, Pólland, Þýskaland, Spánn, Tékkland, Ungverjaland og Króatía hafa þegar tryggt sér sæti í milliriðlunum. Ungverjaland vann Noreg

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.