Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.01.2007, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 22.01.2007, Qupperneq 62
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Þetta er allt á frumstigi en það eru allar líkur á að það verði af þessu,“ segir tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, Mugi- son, sem brasilíski leikstjórinn Walter Salles hefur ráðið til að semja tónlist við kvikmyndina Á vegum úti, sem byggir á samnefndri bók bít-skáldsins Jack Kerouac. Salles kom til Íslands fyrir tveimur árum þegar hin marg- verðlaunaða kvikmynd Mótor- hjóladagbækurnar var sýnd á kvikmyndahátíð hér á landi en það var Ísleifur B. Þórhallsson hjá Græna ljósinu sem kynnti leikstjórann fyrir tónlist Mugis- ons. „Walter líkaði þetta greini- lega vel og af sinni alkunnu hóg- værð spurði hann hvort Mugison hefði mögulega áhuga á að gera tónlistina fyrir næstu mynd sína,“ segir Ísleifur sem leiddi tvímenn- ingana saman í kjölfarið. Örn Elías segist strax hafa lit- ist vel á hugmyndina. „Ég hef lengi verið hrifinn af bít-skáldun- um. Þegar ég var í Smugunni fyrir nokkrum árum var eina myndin um borð Naked Lunch eftir samnefndri bók William S. Burroughs. Eftir að hafa horft á hana nokkrum sinnum í sjóveikis- pilluvímu er ég ábyggilega aðeins nær um hvernig þessir kallar hugsuðu.“ Örn á eftir að fá send fyrstu myndskeiðin áður en hann byrjar að semja tónlistina en hann legg- ur allt kapp á að leggja lokahönd á nýja plötu áður en hann ræðst í þetta verkefni. „Það þýðir ekkert fyrir mig að spá hvenær hún kemur út, ég er búinn að lofa að klára hana svo oft. En það verður vonandi fyrr en síðar.“ Mugison semur tónlist fyrir Walter Salles „Magni var farinn úr bænum og Vilhjálmur Sigurðsson hjá Póstin- um var ekki á landinu þannig að hann hrökklaðist bara hingað inn, blautur og kaldur,“ segir frí- merkjasalinn Bolli Davíðsson en um hann er fjallað í hinu virta breska frímerkjablaði Gibbons Stamp Monthly. „Ég lenti því bara í þessu fyrir tilviljun,“ bætir Bolli við og vill sem minnst um viðtalið ræða. „Þetta var nú ekki stórt við- tal,“ segir hann. „Og þessi umfjöll- un gerir nú ekki mikið fyrir okkur á Íslandi því Bretar kaupa ákaf- lega lítið af frímerkjum frá okkur,“ bætir hann við. „Annars erum við frímerkjasafnarar ekkert mikið fyrir sviðljósið og ekki miklar félagsverur,“ segir Bolli og hlær. Bolli selur mest af sínum frí- merkjum hér innanlands og telur að frímerki hafi ákaflega mikið gildi fyrir landkynningu út á við. „Ég man eftir einum áttræðum Bandaríkjamanni sem kom hingað fyrir skömmu en hann var tíu ára þegar hann frétti fyrst af Íslandi og það var þá út af frímerki sem hann sá,“ segir Bolli. „Þannig læra mörg ungmenni um fjarlæg lönd, af frímerkjum,“ bætir Bolli við. Elsta frímerkið sem hann hefur undir höndunum er frá árinu 1873 en það sýnir mynd af skildings- merkinu. „Kristján IX var síðan fyrsti maðurinn hér á landi til að fá mynd af sér á frímerki,“ útskýr- ir Bolli og segir mikla samkeppni ríkja nú milli landa um að gefa út flottustu frímerkin Þótt frímerkjasafn- arar séu frekar lokaður félagsskapur er öflugt starf í kringum Félag frímerkjasafnara. Fast- ur kjarni mætir í Síðu- múlann á hverjum laug- ardegi og ber saman bækur sínar en í lok síð- uðustu viku var haldið mjög stórt uppboð og segir Brynjólfur Sigur- jónsson, formaður félagsins, að í kringum tvö hundruð hlutir hafi verið boðnir upp. Þar hafi mesta spennan ríkt um umslag frá árinu 1902 sem póstlagt var í Hafnar- firði, hafði viðkomu í hafnarbæn- um Methyl á Bretlandi og komst loks á réttan stað í Kaupmanna- höfn. „Það var verðlagt á áttatíu þúsund en seldist því miður ekki,“ segir Brynjólfur en flestir hlutirni sem voru á uppboðinu voru seldir hæstbjóðanda. Suðurströnd 4 Sími 561 4110Vagnhöfða 23 - S: 590 2000 *T ire R ev ie w M ag az in e Bestu dekkin átta ár í röð!* ... fá þeir Sigurður Fjeldsted og Högni Snær Hauksson í fiskbúðinni Hafberg sem bjóða upp á súr hrogn og fleiri nýjungar á þorranum. 10. bekkur S.D. í Njarðvíkurskóla tekur þátt í bréfaskiptaverkefni samtakanna Trucker Buddy, og er í bréfasambandi við vörubílstjórann Bruce Brandon í Bandaríkjunum. Þetta er eini bekkurinn utan ensku- mælandi landa sem tekur þátt í verkefninu. „Brandon sendir krökk- unum bréf eða póstkort í hverjum mánuði, sem fara öll í gegnum mig,“ útskýrði enskukennarinn Sig- ríður Dúa Goldsworthy, sem á frumkvæðið að þátttökunni. „Krakkarnir mínir skrifa svo til hans í tíma hjá mér. Þau fá bæði æfingu í að skrifa og tjá sig á ensku og fá heilmikið menningarlega út úr þessu. Hann skrifar til dæmis um landafræði, menningu og stað- hætti á mismunandi stöðum,“ sagði Sigríður. Sigríður veit af hálf-íslenskum vörubílstjóra í Bandaríkjunum sem vill ólmur komast í bréfaskipti við íslenskan bekk. „Kennarar sem hafa áhuga á því mega endilega setja sig í samband við mig. Ég mæli virkilega með þessu,“ sagði hún. Vörubílstjórinn Brandon heim- sótti bekk Sigríðar á leið sinni til Írlands í fyrravor, og var í kjölfarið valinn Trucker Buddy desember- mánaðar. „Við vorum búin að skrifa honum heilan helling um Ísland, sem var ástæðan fyrir því að hann langaði að koma við. Við erum nátt- úrulega eins og aðrir Íslendingar og lýsum landinu eins og besta stað í heimi,“ sagði hún. „Hann er að hugsa um að heimsækja okkur aftur í mars þegar hann fer aftur til Írlands,“ bætti hún við. Skrifast á við vörubílstjóra
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.