Fréttablaðið - 17.02.2007, Page 48

Fréttablaðið - 17.02.2007, Page 48
heimaerbest Útgáfufélag: 365 - prentmiðlar, Skaftahlíð 25, 105 Reykjavík, sími: 550-5000 Ritstjórar: Kristín Eva Þórhallsdóttir kristineva@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is. Auglýsingar: Anna Elínborg Gunnarsdóttir, 550-5806, aeg@365.is Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is. Forsíðumynd: Gunnar Sverrisson. LEGIÐ Í LETI Á vefsíðunni www.steelform.com er hægt að festa kaup á eftirgerðum af verkum frægra hönnuða. Miklum gæðum er lofað en meðal þeirra húsgagna sem þar má nálgast er eftirgerð af Barcelona-rúmi og legubekk eftir hönnuðinn Ludwig Mies van der Rohe. hönnun NÝLEG ANTÍK nýtur æ meiri vin- sælda um þessar mundir. Fólk er farið að meta meira hönnun frá sjötta og sjöunda áratugn- um sem á tímabili þótti bara púkó og flestir voru búnir að henda út í hafsauga. Vefsíðan www.retrofunk.com sérhæfir sig í að selja notaða vöru frá þessu tímabili, allt frá bókum til húsgagna og hljómtækja. Þar má finna margt skemmti- legt og sniðugt. BARCELONA RÚMIÐ er hönnun frá árinu 1930. Það er úr valhnoturamma með stálfótum. Dýnan og höfuðpúðinn eru leðurklædd. Legubekkurinn er hönnun frá 1932. Grindin er úr stáli og hægt er að stilla hæðina en dýnan er klædd fínasta leðri. Baka og búlgursalat er gott saman eða með einhverju allt öðru. Eitt og sér eða með fleiri réttum. Baka er alltaf góð með súpu eða salati. Búlgursalat er létt máltíð og fersk, hentar vel með kjöti og fiski ef kjúklingnum er sleppt. Í báðum uppskriftunum má nota hug- myndaflugið; bæta soðnu brokkolí í bökuna, setja avokadó í salatið … Grunnurinn er einfaldur og ef eitt- hvað er ekki til má setja annað í staðinn. Baka með sætum kartöflum, spínati og geitaosti Bökudeig: 250 g hveiti 200 g mjúkt smjör örlítið salt Setjið hráefnið saman í mat- vinnsluvél og látið hana hræra og hnoða deigið saman. Það gæti þurft að setja meira hveiti í deigið (ef það er of blautt) eða mýkja það upp með nokkrum dropum af köldu vatni (ef það er of þurrt). Takið úr vélinni og hnoðið í höndunum á hveitistráðu borði. Fletjið út og setjið í bökuform, 24 cm. Stingið í ísskáp í 30 mín. Ath. að tilbúið bökudeig fæst orðið í helstu mat- vöruverslunum. Fylling: 150 g spínat 2 sætar kartöflur, meðalstórar, skornar í teninga 3 egg 150 ml rjómi salt og svartur pipar 175 g mjúkur geitaostur ferskt salat til að bera fram Sjóðið kartöfluteningana þar til þeir eru mjúkir. Setjið spínatið í pott með bolla af vatni og sjóðið í 2 mínútur. Hellið því í sigti, kælið aðeins og kreistið úr því vatnið. Hrærið saman egg og rjóma, salt- ið og piprið. Dreifið spínatinu yfir bökudeigið, þá sætu kartöflunum. Hellið rjómablandinu yfir og hrærið varlega upp með gaffli. Myljið geitaostinn yfir. Stingið í 200 gráða heitan ofn og bakið í 30 mín. Kælið í 10 mín. áður en bakan er borin fram. Hafið með henni ferskt salat. Einnig góð köld. Búlgursalat með kjúklingi, tómötum, aspas og fetaosti 400 g búlgur, einnig gott að nota kúskús, smátt pasta gengur líka 5 msk. grænt pestó 2-3 kjúklingabringur, steiktar og skornar í bita 300 g smáir kirsuberjatómatar 100 g klettasalat, skorið aðeins niður 5 ferskir aspasstönglar, soðnir og skornir í bita hnefi ferskt óreganó, má sleppa 200 g fetaostur 4 msk. góð ólífuolía 2 msk. balsamikedik salt og svartur pipar Sjóðið búlgur eða pasta skv. leið- beiningum eða leggið kúskús í bleyti skv. leiðbeiningum. Að því loknu hrærið þið pestó saman við búlgurnar. Setjið kjúklingabita, tómata, salat, aspas, óreganó og fetaost í skál. Hellið olíu og bals- amikediki yfir, saltið og piprið. Hrærið vel saman og blandið sal- atinu að lokum saman við búlg- urnar. Berið fram með brauði og ólífuolíu. Umsjón og eldamennska: Halla Bára Gestdóttir Myndir: Gunnar Sverrisson Baka og búlgursalat Ármúla 42 · Sími 895 8966 mánudaga - föstudaga 10-18 laugardaga og sunnudaga 11-18 • Vasar • Diskar • Lampar • Pottar • Myndir o.m.fl . Gleðilegt ár! Kínversk áramót Ár svínsins Í tilefni áramóta Aðeins í takmarkaðan tíma Sprengiverð Opið 17. FEBRÚAR 2007 LAUGARDAGUR6
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.