Fréttablaðið - 21.02.2007, Side 4
Nauðsynlegt þykir að
efla ritskoðun á efni sem sett er inn
á samskiptavefi á borð við einkamal.
is. Þetta segir Rúna Sif Harðardótt-
ir, þjónustustjóri D3, sem annast
umsjón vefsíðunnar einkamál.is.
Tveir fimmtán ára drengir viður-
kenndu í gær í þættinum Bítið, að
hafa lokkað til sín eldri karlmenn
með svokallaðri tálbeituaðferð.
Drengirnir þóttust vera fjórtán ára
stúlkur og höfðu þeir fé af körlunum
í skiptum fyrir myndir. Drengirnir
skipulögðu því næst stefnumót og tóku þá myndir af
mönnunum. Slík uppátæki þykja varasöm og eftir að
viðtalið birtist sendi verkefnið SAFT, sem barist
hefur fyrir öruggari netnotkun barna og unglinga,
frá sér fréttatilkynningu þar sem harmað var að
almenningur tæki lögin í sínar hend-
ur með þessum hætti.
Rúna segir slæmt til þess að vita
að svona samskipti fari fram í gegn-
um einkamal.is. „Sjálf fer ég yfir
vefinn einu sinni á dag til að athuga
hvort þar sé eitthvað misjafnt á
ferðinni, það er meiri skoðun en við-
gengst á svipuðum vefjum. Ég
kemst samt ekki yfir allt enda um
110 þúsund notendur sem stunda
vefinn,“ segir Rúna.
Þau svör fengust hjá Höddu
Hreiðarsdóttur, vefstjóra Vísis, sem einkamal.is eru
hluti af, að aðgerðaráætlun væri í vinnslu um einka-
mal.is. Von væri á niðurstöðum innan tíðar. Hún tók
undir orð Rúnu um að þörf gæti verið á að fara betur
yfir þau innlegg sem sett eru á vefsíðuna.
Undirbúningur fyrir
matarskattslækkunina 1. mars er í
fullum gangi hjá framleiðendum,
heildsölum og kaupmönnum.
Framleiðendur, sem þurfa að láta
forpakka og formerkja vöru, byrja
á morgun að verðmerkja sam-
kvæmt nýju reglunum þannig að
vörur verði rétt verðmerktar í
verslunum þegar virðisaukaskatt-
ur lækkar og vörugjöld verða
afnumin fimmtudaginn 1. mars.
Sigurður Þ. Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka verslunar
og þjónustu, segir að endurmerkja
verði vörur, skrifa nýja hillumiða
og ganga frá prósentulækkun í
kassakerfi. Þetta síðarnefnda sé
ekki flókið en meira mál sé að
skipta út hillumiðum og það verði
gert að morgni 1. mars. „Forpakk-
aðar vörur fara að lækka í verði á
morgun,“ segir hann.
Guðbrandur Sigurðsson, for-
stjóri MS, segir að þegar sé byrjað
að verðmerkja ost samkvæmt
nýju reglunum. „Þessar breyting-
ar eiga að skila sér að fullu 1.
mars og við tókum forskot á sæl-
una, ef svo má segja. Ostur hefur
nokkurra mánaða geymsluþol og
þess vegna byrjuðum við snemma
í febrúar að verðmerkja sam-
kvæmt nýju reglunum,“ segir
hann.
Starfsmenn Kaupáss eru á fullu
að undirbúa breytingarnar. „Þetta
er mikið verk sem þarf að undir-
búa,“ segir Kristinn Skúlason,
rekstrarstjóri Krónunnar. „Við
höfum fækkað pöntunum og reyn-
um að fá vörur með nýjum virðis-
aukaskatti sem næst mánaðamót-
um.“
Októ Einarsson, framkvæmda-
stjóri hjá Danól, segir að vöru-
gjöld lækki strax og ný vara komi
í hús eftir 1. mars. „Það er mats-
atriði hvort við lækkum þær vörur
sem við eigum á lager eða höldum
verðinu óbreyttu. Ef lagerinn er
lítill þá lækkum við en ef við
eigum mikið af vörum á lager þá
reynum við að selja vörurnar
fyrstu vikurnar í mars,“ segir
hann.
Ekki er ljóst hvernig tollalækk-
un á innfluttum kjötvörum kemur
út. „Ég held að heildsalar séu farn-
ir að haga innkaupum sínum öðru-
vísi en áður því að við höfum orðið
varir við vöntun á einstaka vöru
sem ber toll,“ segir Friðrik
Ármann Guðmundsson, kaupmað-
ur í Melabúðinni, og telur að verð-
lækkun vegna tollalækkunar hafi
lengri aðdraganda.
Böðvar Jónsson, aðstoðarmað-
ur fjármálaráðherra, telur ólík-
legt að breytingar verði gerðar á
áfengisgjaldi fyrir 1. mars.
Matarverð þegar
byrjað að lækka
Framleiðendur byrja að verðmerkja matvöru samkvæmt nýju reglunum í dag
og næstu daga koma þessar vörur í verslanir. Vörur getur vantað næstu daga
þar sem í mörgum tilfellum er lítið til á lager.
Photoshop ljósmyndun
Námskeið fyrir þá sem komnir eru
nokkuð af stað í meðferð stafrænna
ljósmynda. Farið verður í grunnatriði
skráarbreytinga í ljósmyndun og vinnslu úr
hráum myndum (RAW) beint úr vél í gegnum
Photoshop.
Megináherslur eru á lagfæringar lita og ljóshita,
grunnatriði myndvinnslu á mismunandi hátt.
Unnið er með skapandi hugsun, myndbyggingu
og þátttakendum leiðbeint í að virkja eigin
sköpun til að skapa áhugaverðar ljósmyndir.
Lengd 30 std. Verð kr. 29.000,-
Kennsla hefst 26. feb og lýkur 14. mars,
kennt er mán og mið kl. 18 - 21.30.
FAXAFEN 10
108 REYKJAVÍK
GLERÁRGATA 36
600 AKUREYRI
WWW.TSK.IS
SKOLI@TSK.IS
SÍMI: 544 2210
Mahmoud Ahmadinejad
Íransforseti segir að Íranar geti
vel hugsað sér að hætta auðgun
úrans til þess
að viðræður
geti hafist, en
þá verða líka
Bandaríkja-
menn og aðrir
sem biðja um
slíkar viðræður
að gera slíkt hið
sama og hætta
að auðga úran.
„Við viljum
viðræður, en
það verða að vera sanngjarnar
viðræður. Það þýðir að báðir
aðilar mæti til viðræðna með
sömu skilyrðum,“ sagði hann.
Í dag rennur út sá frestur sem
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
gaf Írönum til þess að hætta
auðgun úrans, að öðrum kosti
megi þeir reikna með frekari
refsiaðgerðum.
Til í að hætta
ef aðrir hætta
Karlmaður á
þrítugsaldri var handtekinn á
mánudag eftir að hafa stolið
ósamsettu fjórhjóli og dekkjum
sem með því fylgdu þar sem það
stóð fyrir utan verslun í Reykja-
vík. Fjórhjólið, sem var glænýtt,
fannst skömmu síðar á verkstæði
annars staðar í borginni þar sem
maðurinn var að eiga við það.
Maðurinn sagðist hafa fundið
hjólið fyrir utan verkstæðið.
Lögregla tók þau orð mannsins
ekki trúanleg.
Þá fannst jeppakerra á
verkstæðinu sem grunur leikur á
að maðurinn hafi einnig stolið.
Sagðist hafa
fundið hjólið
„Það urðu allir sælir
og glaðir þegar þeir fengu loksins
bíl,“ segir Guðmundur Börkur
Thorarensen, framkvæmdastjóri
Bifreiðastöðvar Reykjavíkur.
Þeir sem hringdu í stöðina til að
fá leigubíl um klukkan tíu í
gærmorgun fengu ekki bíl þar
sem aðeins barst tilkynning um að
númer stöðvarinnar væri lokað.
Guðmundur segir þó af og frá að
gleymst hafi að borga símreikn-
inga heldur hafi komið upp bilun
sem varði í um 40 mínútur.
Mistökin komu ekki í ljós fyrr
en bílstjórum fór að þykja vaktin
grunsamlega róleg. „Ég vona að
allir hafi fengið bíl að lokum,“
segir Guðmundur brattari eftir að
málum var kippt í liðinn.
Grunsamlega
róleg vakt á BSR
Eldur kom upp í
Tréverkshúsinu á Bíldudal um
hádegisbilið í gær. Allt tiltækt lið
frá Brunavörnum Vesturbyggðar
var kallað út til að slökkva eldinn
sem gekk erfiðlega þar sem hann
hafði borist hratt um allt húsið.
Eldsupptök eru ókunn en að
sögn lögreglunnar verða tækni-
menn sendir til Bíldudals á
morgun til að rannsaka eldsupp-
tök. Engin starfsemi hefur verið í
húsinu frá því um jól. Ekki er
vitað um hversu mikið tjón er að
ræða vegna brunans en lögreglan
segir að allt sem brunnið gat hafi
orðið eldinum að bráð.
Skemmdist
mikið í eldi
Kristinn H. Gunnars-
son alþingismaður ákvað í gær að
þiggja annað sæti á framboðslista
Frjálslynda flokksins í Norðvest-
urkjördæmi fyrir alþingiskosn-
ingarnar í maí.
Kristinn sagði að sér hefðu
staðið margir kostir til boða.
„Aðalástæðan fyrir því að ég
valdi Norðvesturkjördæmi er að
þar hef ég starfað að undanförnu,
því ákvað ég að fara þar fram
þótt það væri í annað sæti,“ segir
Kristinn en Guðjón Arnar
Kristjánsson, formaður Frjáls-
lyndra, er í fyrsta sæti kjördæm-
isins.
Kristinn gekk formlega í raðir
Frjálslynda flokksins í fyrradag.
Kristinn H. í
annað sæti