Fréttablaðið - 21.02.2007, Page 6

Fréttablaðið - 21.02.2007, Page 6
Fékkst þú þér bollu á bolludag- inn? Er eðlilegt að stjórnvöld bregð- ist við klámráðstefnunni? Tæplega fimmtugur Dani sem játaði að hafa misnotað tvær ungar dætur sínar og neytt aðra þeirra til vændis var dæmdur í tíu ára fangelsi í gær. Stúlkurnar eru níu og tólf ára gamlar. Misnotkun á eldri dótturinni hófst árið 1996 þegar hún var aðeins tveggja ára. Einnig seldi hann aðgang að henni í gegnum auglýsingar í dagblöðum. Fjórtán hafa verið sakfelldir fyrir að misnota stúlkuna. Yngri stúlkuna misnotaði maðurinn árin 2003 og 2004. Móðirin var sakfelld fyrir að hafa hvatt til og stundum horft á misnotkun föðurins. Dani misnotaði dætur sínar Umhverfis- ráðherrar Evrópusambandsríkj- anna samþykktu í gær að aðildarríkjunum verði gert að draga úr útblæstri koltvísýrings um 20 prósent til ársins 2020. Enn fremur eru þeir reiðubúnir að draga úr útblæstrinum um 30 prósent ef önnur iðnríki gera slíkt hið sama. Aðildarríkin 27 eiga þó enn eftir að koma sér saman um til hvaða aðgerða hvert þeirra verði að grípa til þess að ná þessu markmiði. Reiknað er með að sum ríkin taki á sig þyngri byrðar í þessum efnum en önnur. Draga verulega úr útblæstri Athafnamaðurinn Þorsteinn Steingrímsson hefur keypt Heilsuverndarstöðina við Barónsstíg. Markús Már Árnason, eigandi verktakafyrirtækisins Mark-Hús sem átti húsið, staðfest- ir að Þorsteinn hafi keypt það fyrir um mánuði síðan. Jón Guðmundsson hjá Fast- eignamarkaðnum, sem seldi Heilsuverndarstöðina fyrir Mark- Hús, segir að kaupandinn ætli að opna hótel í húsinu. Uppsett verð á húsinu var 1.100 milljónir en hvorki Markús né Jón vilja segja á hvað húsið var selt á endanum. Aðspurður segir Markús þó að kaupverðið sé hærra en 1.070 milljónir. Hann keypti húsið af Reykjavíkurborg og íslenska rík- inu á 980 milljónir króna. Að sögn Jóns mun kaupandinn þurfa að breyta Heilsuverndar- stöðinni töluvert ef hann ætlar að reka þar hótel. Ytra borð bygging- arinnar og þrjú anddyri hennar eru friðuð að sögn Magnúsar Skúlasonar, forstöðumanns Húsa- friðunarnefndar. Magnús segir að Þorsteinn muni þurfa sérstakt leyfi Húsafriðunarnefndar til að breyta friðuðum hlutum hússins. Þorsteinn eignast einnig fimmt- án hundruð fermetra byggingar- rétt á milli Heilsuverndarstöðvar- innar og Domus Medica. Magnús segir að hann muni einnig þurfa leyfi nefndarinnar til að byggja á þeim reit. Að mati Magnúsar er það sorg- legt að ekki hafi verið hægt að nota húsið undir heilbrigðisþjón- ustu áfram því það sé fyrsta sér- hannaða heilsugæsluhúsið sem byggt var á Íslandi. Erna Hauksdóttir, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón- ustunnar, segir að erfitt sé að meta hvers konar hóteli þörf er á í Reykjavík um þessar mundir. Hún segir að mörg ný þriggja og fjög- urra stjörnu hótel muni opna í borginni á árinu en að hér sé ekk- ert fimm stjörnu lúxushótel. „Það hefur stundum verið sagt að það þurfi fimm stjörnu hótel hér í Reykjavík en það þyrfti mikla markaðssetningu til að ná til þess hóps sem notar slík hótel ef hann er þá til hér á landi,“ segir Erna. Kaupsamningnum á milli Þor- steins Steingrímssonar og Mark- Húss hefur enn ekki verið þing- lýst og því er ekki hægt að greina frá nákvæmu kaupverði að svo stöddu. Ekki náðist í Þorstein Stein- grímsson í gær vegna málsins. Heilsuverndarstöð verður breytt í hótel Þorsteinn Steingrímsson keypti húsið á meira en 1.070 milljónir. Forstöðumað- ur Húsafriðunarnefndar segir að Þorsteinn þurfi leyfi til að breyta friðuðum hlutum hússins. Erna Hauksdóttir segir að í Reykjavík sé ekki lúxushótel. „Mikil ánægja er innan meirihlutans með forgangs- röðun á höfuðborgarsvæðinu. Meira kemur í hlut Reykvíkinga en hefur verið um langt árabil,“ segir Óskar Bergsson, formaður framkvæmdaráðs Reykjavíkur- borgar, inntur eftir því hvort sam- gönguáætlun Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra sé ásættanleg í augum borgarstjórnar. Óskar segir öll helstu áherslu- atriði borgaryfirvalda komin á dagskrá. Dagur B. Eggertsson, oddviti minnihlutans í borgar- stjórn, segir á heimasíðu sinni að samgönguáætlun líti algerlega fram hjá óskum og forgangsröðun sveitarfélaganna og sé „sem blaut tuska framan í borgarstjóra“. Þar tiltekur hann frestun stokks í Mýr- argötu og að til Öskjuhlíðarganga fáist aðeins undirbúningsfé á tímabilinu. „Gagnrýni minnihlut- ans hittir þá sjálfa fyrir því staðan í skipulagsmálum er ekki lengra komin vegna vandræðagangs þeirra“, segir Óskar. Hann segir það ástæðuna fyrir því að stokkur við Mýrargötu er ekki á dagskrá fyrr en 2011-2014. „Við vinnum þetta í takt við það skipulag sem er tilbúið á hverjum tíma.“ Óskar segir að Öskjuhlíðar- göngin séu eina framkvæmdin sem meðvitað er færð aftur fyrir því mislæg gatnamót á Kringlu- mýrarbraut og Miklubraut dragi úr þörfinni á göngunum. Ekki náð- ist í Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson borgarstjóra. Gatnamót fresta jarðgöngum Þegar þjóðlendu- lögin voru sett árið 1998 var ekki gert ráð fyrir því í að ríkið þyrfti að greiða lögmannskostnað þeirra sem gættu hagsmuna landeigenda. Þessi kostnaður var 28 milljónir króna árið 2006. Jafnramt var ekki gert ráð fyrir því að ríkið þyrfti að greiða kostn- að við leit að gögnum sem snerta framkvæmd þjóðlendulaganna, við gerð og prentun korta, aðal- meðferð mála og kynningu í fjöl- miðlun á þjóðlendukröfum ríkis- ins. Þetta kemur fram í svari Ragn- heiðar Árnadóttur, aðstoðarmanns Geirs H. Haarde forsætisráðherra, vegna kostnaður ríkisins af fram- kvæmd þjóðlendulaga árin 1998 til 2005: hann var 447,2 milljónir króna. Í greinargerð með þjóð- lendulögunum kemur fram að reikna megi með 8,8 milljóna kostnaðar vegna framkvæmdar laganna. Ragnheiður segir að ein- ungis hafi verið hægt að gera grófa útreikninga um kostnaðinn við framkvæmd laganna því umfang þjóðlendumála hafi verið óljóst. Árni Mathiesen fjármálaráð- herra sagði á fundi Skotveiðifé- lags Íslands í síðustu viku að sú breyting sem hann hefur beitt sér fyrir á framkvæmd þjóðlendulag- anna snúist um að óbyggðanefnd hefji rannsókn á tilteknum svæð- um áður en ríkið geri kröfu um að jarðir á svæðinu verði gerðar að þjóðlendum. Með þessari breytingu telur ráðherrann að minni gagnrýni verði sett fram á lögin því kröf- urnar verði raunhæfari og reikna má með kostnaður vegna fram- kvæmdar laganna minnki. 28 milljónir króna í gjafsóknir Fólksbíll fauk út af veginum nálægt Sandfelli í Öræfum klukkan rúmlega þrjú í gær. Mikið rok var á svæðinu í gærdag. Vindhraði fór upp í fimmtíu metra á sekúndu og lenti bíllinn í sviptivindum að sögn lögreglunnar á Höfn í Hafnar- firði. Rúðurnar í bílnum brotnuðu í atganginum og bíllinn laskaðist töluvert. Björgunarsveitin fór á vettvang og aðstoðaði ökumann og tvo farþega sem voru í bílnum; þeir sluppu ómeiddir frá óhappinu. Að sögn lögreglunnar er að svo stöddu ekki vitað hversu mikið bíllinn skemmdist. Bíllinn fauk út af veginum

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.