Fréttablaðið - 21.02.2007, Blaðsíða 10
Forstjóra og fyrrver-
andi aðstoðarforstjóra Baugs bar
alls ekki saman fyrir Héraðsdómi
Reykjavíkur um fyrirtæki sem
sagt er að forsvarsmenn Baugs
hafi stofnað á Bahama-eyjum, og
kemur við sögu í Baugsmálinu.
Tryggvi Jónsson, sem var
aðstoðarforstjóri og síðar forstjóri
Baugs, sagði þegar aðalmeðferð í
Baugsmálinu var fram haldið í
gær, að fyrirtækið Miramar hafi
verið stofnað á Bahama-eyjum
árið 1997. Þá hafi hann sjálfur,
Jón Ásgeir Jóhannesson, for-
stjóri Baugs Group, og Jón
Gerald Sullenberger,
framkvæmdastjóri
Nordica í Bandaríkjun-
um, farið til Bahama-
eyja og stofnað fyrir-
tækið.
Tryggvi sagði í samtali við
Fréttablaðið að Miramar hafi
verið stofnað til að stunda fast-
eigna- og landakaup, en aldrei hafi
orðið af því að það hæfi starfsemi.
Það hafi því verið lagt niður árið
1999, tveimur árum eftir stofnun.
Þetta er í algerri mótsögn við
það sem Jón Ásgeir Jóhannesson
sagði við þessi sömu réttarhöld
síðastliðinn fimmtudag, þegar
hann hélt því statt og stöðugt fram
að þetta félag hafi aldrei verið
stofnað. Hann sagði að spurt hafi
verið um þetta félag áður við rann-
sókn málsins, en það væri ekki
annað en „hugarburður“ lögreglu
og saksóknara.
Sigurður Tómas Magnússon,
settur ríkissaksóknari í málinu,
spurði Jón Ásgeir nánar út í Mir-
amar, og bar undir hann tölvupóst
sem virðist koma frá Tryggva. Þar
segir Tryggvi að Jón Ásgeir og
faðir hans, Jóhannes Jónsson, hafi
átt Miramar. Jón Ásgeir sagði að
það væri „vitleysa“ hjá Tryggva,
og ítrekaði að félagið hefði aldrei
verið stofnað.
Ákæruvaldið heldur því fram
að Miramar tengist skemmtibátn-
um Thee Viking, en Jón Ásgeir og
Tryggvi eru ákærðir fyrir fjár-
drátt úr Baugi til að fjármagna
bátinn. Telur ákæruvaldið að til
hafi staðið að færa eignarhald
Fjárfestingafélagsins Gaums, fjöl-
skyldufyrirtækis Jóns Ásgeirs, í
Thee Viking yfir til Miramar. Jón
Ásgeir hefur þó alltaf haldið því
fram að hvorki hann né Gaumur
hafi nokkurn tíma átt hlut í bátn-
um, og Jón Gerald var einn
skráður eigandi hans.
En Baugsmálið snýst ekki
bara um skemmtibáta, og
við skýrslutökur af
Tryggva í gær viður-
kenndi hann að „röð
mistaka“ hafi orðið til
þess að kreditreikningur frá fyrir-
tækinu SMS í Færeyjum, sem var
að hálfu leyti í eigu Baugs, hafi
verið sendur til Baugs sumarið
2001, og færður inn í bókhaldið
sem tekjur.
Reikningurinn hljóðaði upp á
tæpar 46,7 milljónir króna, og í
ákæru segir að með því að færa
þennan „tilhæfulausa“ reikning
sem tekjur hafi Jón Ásgeir og
Tryggvi hagrætt bókhaldi Baugs
til að gefa ranga mynd af stöðu
fyrirtækisins í hálfs árs uppgjöri
árið 2001.
Tryggvi sagði að mistökin
hefðu uppgötvast síðar þetta sama
ár og verið leiðrétt, en sér hafi
ekki liðið illa vegna þessara mis-
taka vegna þess að Baugur hefði
átt 60-70 milljónir inni hjá SMS á
þessum tíma vegna afsláttar sem
hefði verið greiddur eftir á. Mis-
tökin hafi því ekki haft óeðlileg
áhrif á gengi bréfa í Baugi.
Ósamræmi í
framburði
Framburður tveggja forsvarsmanna Baugs um fyr-
irtæki á Bahama-eyjum eru í algerri andstöðu hvor
við annan. Það átti að skrá eignarhald á skemmti-
bátnum Thee Viking á félagið samkvæmt sækjanda.
Talsvert er vísað í tölvu-
póstssamskipti milli manna í
Baugsmálinu, og hefur verið
kannað hvort mögulegt sé að
tölvupóstur sé falsaður. Málið tók
þó heldur nýja stefnu í Héraðs-
dómi Reykjavíkur í gær þegar
sakborningur sýndi dómara tölvu-
póst sem sannarlega var falsaður.
„Það er mjög einfalt mál að búa
til svona tölvupóst, mig langar að
sýna þér dæmi sem búið var til í
tölvu á þremur mínútum í gær-
kvöldi,“ sagði Tryggvi Jónsson,
einn sakborninga í Baugsmálinu.
Þrátt fyrir að sækjandi mótmælti
þessum málatilbúnaði fékk Gest-
ur Jónsson, verjandi Tryggva, að
sýna dómara póstinn.
Jakob sagði aðstoðarmann sinn
hafa leitað að aðferð til að falsa
póstinn á netinu með aðstoð leit-
arvélarinnar Google, og það hafi
verið ótrúlega einfalt.
„Það er allt falsanlegt, það er
óumdeilt,“ sagði Sigurður Tómas
Magnússon, settur ríkissaksókn-
ari í málinu. Hann sagði að hann
myndi krefjast þess að sá lögmað-
ur sem útbjó póstinn yrði kallaður
fyrir dóm sem vitni verði póstur-
inn falski lagður fram sem gagn í
málinu. Í öllu falli muni sérfræð-
ingur meta póstinn og hvort hægt
sé að sjá að hann sé falsaður.
Tölvupóstur falsaður
BAUGS M Á L I Ð25% afsláttur
af öllu sælgæti í dag
Við erum sæt í tilefni dagsins
Tilboðið gildir á ESSO stöðvunum á höfuðborgarsvæðinu, Keflavík, Akureyri,
Blönduósi, Sauðárkróki, Akranesi, Selfossi, Hveragerði, Hvolsvelli
Veldu létt og mundu eftir ostinum!
Mikil mildi
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI