Fréttablaðið - 21.02.2007, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 21.02.2007, Qupperneq 12
Jaroslaw Kaczynski, forsætisráðherra Póllands, sagðist í gær telja að andstöðu Rússa við áform Bandaríkjamanna um að koma upp búnaði fyrir eldflauga- varnakerfi sitt í Póllandi megi rekja til vona ráðamanna í Moskvu um að endurheimta fyrri ítök í land- inu. Utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov, ítrekaði í gær áhyggjur Rússa af málinu og sagði að þeir myndu bregðast við „slík- um nýjum ógnum við öryggi sitt“ með viðhlítandi hætti. Lavrov tók þó fram að Rússar myndu ekki „láta draga sig inn í nýtt vígbúnað- arkapphlaup“. Bandaríkjastjórn hefur lýst áhuga á að koma upp ratsjárstöð í Tékklandi og skotstöð fyrir gagn- eldflaugar í Póllandi, í því skyni að efla hnattrænt eldflaugavarnakerfi sitt, ekki síst gegn meintri ógn frá Íran. Forsætisráðherrar Póllands og Tékklands sögðust í fyrradag myndu bregðast vel við þessari beiðni Bandaríkjamanna. 1. Skýrsla stjórnar um hag félagsins og starfsemi á hinu liðna starfsári. 2. Ársreikningur félagsins lagður fram til staðfestingar. 3. Tekin ákvörðun um greiðslu arðs. 4. Ákveðin þóknun til stjórnar félagsins. 5. Stjórnarkjör. 6. Kjör endurskoðenda. 7 . Tillaga um starfskjarastefnu. 8. Tillaga um breytingar á samþykktum. Að taka út 2. málslið 4. mgr. 8. gr., sem kveður á um að aðalfund skuli boða með minnst tveggja vikna fyrirvara. Viðbætur við 8. gr. vegna rafrænnar þátttöku í hluthafafundum og rafrænna hluthafafunda. Breyting á 9. gr. um að á dagskrá aðalfundar verði tillögur um starfskjarastefnu. Viðbót við 12. gr. um upplýsingar í framboðstilkynningu þeirra sem gefa kost á sér til stjórnarsetu. 9. Tillaga um kaup á eigin hlutum. 10. Önnur mál. Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og ársreikningur félagsins liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis. Ennfremur er hægt að nálgast þær á vefsíðu félagsins www.flgroup.is. Sérstaklega skal bent á að fundurinn verður haldinn á ensku. Hægt verður að fylgjast með aðalfundinum á www.flgroup.is. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á aðalfundardaginn frá kl. 15.30 á fundar- stað á Kjarvalsstöðum. Reykjavík, 20. febrúar 2006. Stjórn FL Group hf. Aðalfundur FL Group hf. verður haldinn fimmtudaginn 22. febrúar 2007 á Kjarvalsstöðum við Flókagötu, Reykjavík og hefst fundurinn kl. 16.30. AÐALFUNDUR FL GROUP HF. DAGSKRÁ FUNDARINS: a. b. c. d. F í t o n / S Í A Amillia Taylor var útskrifuð í gær af sjúkrahúsi í Miami þar sem hún fæddist fyrir fjórum mánuðum eftir aðeins tæp- lega 22 vikna meðgöngu, fimm og hálfan mánuð, og er hún talin yngsti fyrirburi í heimi sem hefur lifað af svo stuttan meðgöngutíma. BBC greindi frá þessu á fréttavef sínum. Við fæðingu var Amillia aðeins 24,1 sentimetri að lengd og 284 grömm að þyngd en yfirleitt telja læknar engar líkur á að börn sem léttari eru en 400 grömm lifi af. Í dag vegur Amillia aðeins 1,8 kíló en Sonju móður hennar þykir hún þó taka í. „Það var erfitt að ímynda sér að hún myndi ná svona langt. En nú er hún farin að líta út eins og alvöru barn.“ Landhelgisgæsla Íslands stefnir á að flytja búnað að strandstað Wilson Muuga í Hvals- nesfjöru til að hreinsa olíupoll sem þar hefur fundist. Ekki er hægt að beita stórvirkum vinnu- vélum til að hreinsa fjöruna án þess að valda tjóni á náttúrunni og því verður olíunni og olíumenguð- um þara mokað handvirkt með skóflum. Fuglar sem hafa lent í olíunni eru farnir að drepast. Fjaran við Hvalsnes að Garðskaga er á nátt- úruminjaskrá og mikilvægt að hreinsun takist vel. Helgi Jensson, forstöðumaður hjá Umhverfisstofnun, stýrir framkvæmdum í fjörunni. Hann segir að hreinsun verði sett í gang strax og búnaður er kominn í fjör- una. „Þetta er handavinna. Það verð- ur að moka þessu upp í ílát og koma því í burtu,“ segir hann. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti í gærmorgun starfsmenn Olíudreifingar og Umhverfis- stofnunar út í Wilson Muuga til að dæla afgangsolíu upp úr lestum skipsins en talið var að um 2,5 sentimetra olíubrák væri eftir í lestunum. Olíubrák sást liggja frá skipinu síðdegis í gær og sagði Helgi að hætta væri á því að olía slyppi frá skipinu á stórstraums- fjöru. Verið er að kanna hvaðan olían í fjörunni hefur borist, hvort hún kemur frá Wilson Muuga eða hugs- anlega að skip hafi losað olíu fyrir utan ströndina. Æðarkolla sem var útötuð í olíu fannst dauð við olíuflekkinn við Hvalsnesfjöru í gærmorgun og blikinn sem fannst í fyrradag, og var annar tveggja æðarfugla sem farið var með í Húsdýragarðinn, drapst í fyrrinótt. Kollan verður böðuð í dag. Svartbakur ataður í olíu sást í höfninni í Sandgerði í gær. „Flothæfnin minnkar hjá fugl- unum, þeir blotna og kólna. Þetta er eins og að skera gat á þurrbún- ing hjá kafara,“ segir Sigurður Kári Valdimarsson, forstöðumað- ur Náttúrustofu Reykjaness. „Fuglarnir eyða miklum tíma í að þrífa sig með goggunum þannig að olían berst ofan í þá og hún er ekki holl til átu.“ Fjaran við Hvalsnes að Garð- skagavita er á náttúruminjaskrá vegna auðugs dýralífs og fugla. „Hreinsun á fjörunni er gríðar- lega mikilvæg því eftir tvo mán- uði fyllist allt af farfuglum. Ef olían er enn í fjörunni þá vitum við hvað gerist,“ segir Sigurður Kári. Olíunni verður mokað í fötur Landhelgisgæsla Íslands stefnir á að flytja búnað til hreinsunarstarfa á Reykjanesi í dag. Fuglar eru þeg- ar teknir að drepast. Fjaran er á náttúruminjaskrá. Sparisjóður Bolungarvíkur færði á dögunum öllum börnum sem fæddust árið 2006 og búa í Bol- ungarvík og Súgandafirði fæðingargjafir. Þetta hefur Sparisjóðurinn gert frá árinu 1985 og eru börnin nú orðin 453. Í ár fékk hvert barn 17.000 krónur sem lagðar eru inn á bundinn verðtryggðan hávaxtareikning. Miðað við núverandi ávöxtun mega börnin reikna með að eiga 125.000 krónur á reikningnum sínum við 18 ára aldurinn. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir, móðir eins árs gamallar stúlku í Bolungarvík, var að vonum ánægð með gjöfina og sagði að þarna væri verið að gefa gjöf til framtíðar. „Sjálf fékk ég svona fæðingargjöf á sínum tíma og þeir peningar komu sér vel þegar ég var 18 ára. Þetta sýnir líka að samfélagið tekur vel á móti börnum og barnafólki,“ sagði Guðbjörg. Á síðasta ári fæddust átta nýir Bolvíkingar og níu Súgfirðingar. 453 börn fengið fæðingargjöf Fulltrúar Mjólkur- samsölunnar tilkynntu bændum á fundi í Laugabakka í Vestur- Húnavatnssýslu í gær að greitt yrði fyrir svokallaða umfram- mjólk. Lauk þar með óvissu um hvort greitt yrði fyrir mjólkina á núverandi verðlagsári sem hófst 1. september í fyrra og lýkur í lok ágúst næstkomandi. Umframmjólk er sú mjólk sem bændur skila inn í mjólkursamlög án þess að hafa framleiðslukvóta með tilheyrandi niðurgreiðslu frá ríkinu. Greitt verður fyrir alla umframmjólkina í einu lagi í lok verðlagsársins. MS borgar fyrir umframmjólk Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, voru hvort í sínu lagi á ferð í Jórdaníu í gær til að ræða við þarlenda ráðamenn um samkomulag Hamas- og Fatah- hreyfinga Palestínu- manna um myndun þjóðstjórnar. Jórdanar og fleiri bandamenn Palest- ínumanna hafa áhyggjur af því að samkomulagið gangi ekki nógu langt í átt að því að uppfylla kröfur alþjóðasamfé- lagsins til að aftur verði opnað fyrir flæði erlends hjálparfjár til Palestínu. Abbas er síðan á leið til Þýskalands, með viðkomu í Frakklandi og Bretlandi, til að afla stuðnings við samkomulagið. Rice og Abbas á faraldsfæti

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.