Fréttablaðið - 21.02.2007, Page 28
21. FEBRÚAR 2007 MIÐVIKUDAGUR6 fréttablaðið 6000 snúningar
Undir lok síðasta árs var kynnt
nýjasta útgáfan af Honda FCX
bílnum sem gengur fyrir vetni
og mengar því ekki.
Á næsta ári hyggst Honda hefja
framleiðslu á FCX vetnisbíl sínum
í Japan og Bandaríkjunum. Mikl-
um tíma og fjárhæðum hefur verið
varið innan fyrirtækisins í þróun á
þessum bíl en fyrsta útgáfan af
honum var kynnt til sögunnar árið
1999.
Áhugi almennings á umhverfis-
vernd er sífellt að aukast og sam-
hliða því verður löggjöf um útblást-
ur bifreiða strangari. Kaliforníuríki
í Bandaríkjunum tók af skarið en
þar voru sett lög með nokkurra ára
fyrirvara um að ákveðinn fjöldi
bifreiða þar þyrfti að vera laus við
loftsmengun. Þá er átt við að eng-
inn koltvísýringur, nituroxíð eða
brennisteinsoxíð ætti að mælast í
útblæstri þeirra. Þetta ákvæði
þrýsti á hraðari framþróun vetnis-
og rafbíla.
Japanska fyrirtækið Honda
hefur verið leiðandi á þessu sviði
og árið 2003 fékk fyrsti útblásturs-
lausi fjölskyldubíllinn vottun frá
umhverfisstofnun Bandaríkjanna
en hann var framleiddur af fyrir-
tækinu. Á síðustu árum hefur
Honda lagt mikla áherslu á svo-
kallað FCX verkefni en FCX er
skammstöfun á Fuel Cell eXperi-
mental.
FCX bíllinn gengur fyrir vetni
og er einstaklega hljóðlátur. Í dag
eru um tuttugu þannig bílar í notk-
un í Bandaríkjunum en ekki er
talið langt þangað til að hann kemst
á almenna sölu. Einhverjir FCX
bílar eiga að fara í sölu á næstu
tveimur árum en samkvæmt áætl-
un Honda á útbreiðsla þeirra að
komast í hámæli árið 2018.
Fyrsta útgáfan af Honda FCX
kom árið 1999 og var tveggja dyra
og fjögurra sæta. Vélarafl bílsins
var 80 hestöfl en árið 2002 fengu
borgaryfirvöld í Los Angeles fyrsta
þannig bílinn til afnota. Í dag eru
notaðir fimm svona bílar í borg-
inni. Árið 2005 kom ný útgáfa af
þessum vetnisbíl sem var að mörgu
leyti lík þeirri fyrstu en hestöflin
voru nú orðin 107 og farartækið
sjálft orðið töluvert léttara.
Hydrógenið er geymt bakvið aftur-
sætin í bílnum.
Gerðar voru fjölmargar tilraun-
ir varðandi bílinn og undir lok síð-
asta árs kom svo þriðja útgáfan en
útlit bílsins hafði þá tekið mjög
miklum breytingum. Nýja útgáfan
er mun nútímalegri í útlit, bíllinn
er fjórhjóladrifinn, fjögurra dyra
og meira er lagt upp úr þægindum
og plássi fyrir ökumann og far-
þega. Plasti, viði og leðri er bland-
að saman í innréttingu inni í bíln-
um og er útkoman mjög flott.
Framleiðsla á þeim mun hefjast af
alvöru í Japan og Bandaríkjunum á
næsta ári.
Ótrúlega hárri fjárhæð hefur
verið varið í FCX verkefni Honda
enda er fyrirtækið í fararbroddi í
þessum málum. Miklar vonir eru
bundnar við þetta verkefni innan
fyrirtækisins enda er þessi orku-
notkun bifreiða framtíðin og gæti
skilað fyrirtækinu í góða stöðu
eftir einhver ár.
elvargeir@frettabladid.is
Framtíðin er
nær en þú
heldur
Nýja útgáfan af Honda FCX er mjög nútímaleg og mikið lagt í þægindi ökumanns og farþega.
Frá sýningu í september í fyrra þar sem
nýjasta útgáfan af Honda FCX var kynnt.
Gömul útgáfa af Honda FCX. Eins og
glögglega má sjá hefur útlit bílsins tekið
stakkaskiptum.