Fréttablaðið - 21.02.2007, Síða 54
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
Þýðandinn Gísli Ásgeirsson og karl
faðir hans hafa grafið upp ansi
merkileg ættartengsl bræðranna
og Vestur-Íslendinganna Scott og
Grant Hjorleifson en nafn þeirra
hefur borið á góma í tengslum við
klámráðstefnuna sem halda á hér
um miðjan mars. Bræðurnir eru
nefnilega komnir af skáldinu
fræga, Bólu-Hjálmari, sem þýðir
að sr. Hjálmar Jónsson dómkirkju-
prestur er meðal ættmenna þeirra.
„Þetta var nú aðallega pabbi
sem grúskaði í þessu,“ útskýrir
Gísli og vill meina að séra Hjálmar
eigi fátt sameiginlegt með þessum
fjarskyldu frændum sínum –
Hjálmar sé drengur góður, mikill
íslenskumaður og gott skáld. „Ef
Scott og Grant hafa einhvern tím-
ann ort eitthvað þá er það bara
klám. Og það er kannski ósann-
gjarnt að bendla Hjálmar við þessa
menn en hann er bara frægasta
skyldmennið í ættinni,“ segir Gísli.
Gísli bendir jafnframt á að gaman
sé að velta fyrir sér merkingu orðs-
ins klám í íslenskri tungu. Klám sé
eitthvað sem er bæði hrjúft, gróft
og erfitt en til gamans má geta að
vinsæl þrekraun fyrir göngufólk á
hinni víðfrægu gönguleið, Lauga-
veginum, heitir einmitt Klám-
brekka.
Sr. Hjálmar kom af fjöllum
þegar Fréttablaðið bar þessi ættar-
tengsl undir hann. „Ég á ættingja í
Vesturheimi eins og flestir en kann
engin deili á þessum mönnum,“
segir Hjálmar sem kvaðst hafa lít-
inn sem engan áhuga á umræðu um
klámið og ráðstefnuna. „Ég kann
ekki við þegar menn þykjast ekk-
ert vera að velta sér upp úr klámi
en eru samt sem áður að því.“
Klerkur kannast ekki við klámbræður
„Það er mikill heiður að vera boðið
að leika í þessu virta leikhúsi,“ segir
Gísli Örn Garðarsson leikari, sem
hefur verið ráðinn í burðarhlutverk
í leikritinu Matter of Life and
Death, sem sett verður á fjalirnar í
breska þjóðleikhúsinu í maí.
Verkið byggist á samnefndri og
víðfrægri bíómynd frá 1946 með
David Niven í aðalhlutverki en
sviðsuppfærslan er í höndum Tom
Morris og Emmu Rice. Eins og
þekkt er orðið vöktu Gísli Örn og
Vesturport mikla athygli í Eng-
landi með Rómeó og Júlíu og
Woyzcek, auk þess sem hann lék í
Hamskiptum Kafka þar ytra. „Ég
býst við að þetta sé afleiðing af
þeim sýningum og er enn eitt
ævintýrið á ferlinum. Þetta er
umfangsmikil sýning, sýnd á
stærsta sviði leikhússins og með
mörgum þekktum nöfnum úr
bresku leikhúsi.“
Gísli heldur utan 18. mars en
verkið verður frumsýnt 3. maí og
er sýnt til 21. júní. Þótt hann hafi
leikið á ensku oft áður segir Gísli
það alltaf vera þröskuld að leika á
annarri tungu en móðurmálinu.
„Þetta er alltaf ákveðinn þrösk-
uldur og maður þarf að undirbúa
sig sérstaklega vel.“
Þrátt fyrir velgengnina á Eng-
landi býst Gísli Örn þó ekki við að
flytja þangað. „Það stendur ekki
til í bráð að minnsta kosti. Ég hef
samþykkt að taka þátt í nokkrum
spennandi verkefnum hér heima
næsta vetur.“
Gísli Örn ráðinn í breska þjóðleikhúsið
„Ég var rosalega grönn á
þessum tíma, hef greinilega haft
mikið að gera í barnauppeldi
og vinnu. Mér sýnist mig vanta
nokkur kíló. Ég held að hár-
greiðslan hafi nú verið barn síns
tíma, ég hef haldið mig í stutta
hárinu undanfarin ár.“
Breska götublaðið The Sun birti í
gær frétt um rómantískt stefnu-
mót breska leikarans Jude Law og
íslensku leikkonunnar Höllu Vil-
hjálmsdóttur á föstudagskvöldið
síðasta. „Seems like an Ice Girl,
Jude,“ er fyrisögnin á frétt The
Sun en Fréttablaðið greindi frá
kynnum Höllu og Law á mánudag-
inn. Þar kom fram, rétt eins og í
frétt The Sun í gær, að Halla og
Law snæddu kvöldverð á Domo og
skemmtu sér svo á Sirkus. Fréttin
um Höllu og Law er fremst í svo-
kölluðum Showbiz-dálki sem er
með þeim mest lesna á vefsíðu
blaðsins. Þar má einnig sjá mynda-
sýningu með myndum af Höllu en
The Sun segir íslensku leikkonuna
vera menntaða frá breska leiklist-
arskólanum í Guildford.
Fréttablaðið hafði samband við
Gordon Smart, aðstoðarritstjóra
afþreyingardeildar The Sun, sem
upplýsti að blaðafulltrúi Jude Law
hefði hringt og sagt Jude og Höllu
ekki vera par. „Ég gat hins vegar
ekki skilið hann betur en svo að
þau væru góðir vinir,“ sagði Smart
í samtali við Fréttablaðið. „Og ég
er jafnframt viss um að blaðafull-
trúinn hafi ekki talað við Law þar
sem hann er floginn út til Los Ang-
eles.“
Aðrir vefmiðlar tóku fréttina
upp í gær og mátti sjá fyrirsagnir
á borð við „Jude‘s New Love“ og
„Ice queen raises Jude’s temp-
erature?“ Sumir miðlanna eru
reyndar ekki par hrifnir af
Jude og framkomu hans gagn-
vart ástkonum sínum og óskar
blaðamaður megastar.co.uk
Höllu góðs gengis með kvenna-
bósann. Á huldu hefur legið
hvar og hvenær Halla
og Jude Law hitt-
ust fyrst en sam-
kvæmt áreiðan-
legum heimildum
Fréttablaðsins
munu þau hafa
kynnst á 101 Hótel á fimmtudag-
inn í síðustu viku.
„Ég myndi ekki telja að umfjöll-
un The Sun væri slæm fyrir Höllu
og það er vel hægt að nýta sér
svona hluti, ferlinum til framdrátt-
ar, þótt Halla eigi eflaust ekki eftir
að gera það,“ segir Einar Bárðar-
son, sem er eldri en tvævetra í
þessum bransa og hefur margoft
þurft að koma skjólstæðingum
sínum á framfæri við fjöl-
miðla. „Hugsan-
lega er þetta
ekki frétt
sem hann
eða hún vill
en þetta er
ekki vont frá
mínum sjónar-
hóli,“
bætir umboðsmaðurinn við. Hann
segir ógjörning að fara leynt með
svona stefnumót við jafn frægan
mann og Law. „Og ef þú vilt það þá
ferðu ekki á opinberan stað,“
segir Einar. Hann telur
þó að Halla eigi eftir að
takast á við þetta af
stakri snilld. „Hún er
dugleg og klár
stelpa.“
FYRSTUR
MEÐ
FRÉTTIRNAR
www.visir.is