Fréttablaðið - 03.03.2007, Side 1

Fréttablaðið - 03.03.2007, Side 1
 „Við verðum að ná sam- komulagi um þetta í ríkisstjórn- inni á næstunni og ef það tekst ekki er augljóslega komin gjá á milli flokkanna því við erum ákveðin í að láta reyna á þetta mál,“ segir Jón Sigurðsson, for- maður Framsóknarflokksins. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- ráðherra sagði á flokksþingi fram- sóknarmanna í gær að ríkisstjórn- in geti átt erfitt með að lifa af ef ekki næst samkomulag um að binda auðlindaákvæði í stjórnar- skrá. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar segir að binda beri í stjórnarskrá sameign þjóðarinnar á auðlindum sjávar. Framsóknar- menn leggja þunga áherslu á að við það verði staðið og það undir- strikaði Jón í yfirlitsræðu sinni á flokksþinginu í gær. Jón samsinnir Siv um að bregð- ist það verði stjórnarslit. Minni- hlutastjórn verði þá að brúa bilið fram til alþingiskosninganna í maí eða að mynduð verði starfsstjórn. „Við höfum verið í umræðum um þetta innan ríkisstjórnarinnar, og einnig ég og forsætisráðherra, og honum er vel kunnugt um okkar afstöðu.“ segir Jón. „Tím- inn er naumur og við þurfum að hafa hraðar hendur í þessu máli. En eins og menn heyra þá er hugur okkar mjög einarður í þessu máli.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdótt- ir, varaformaður Sjálfstæðis- flokksins segir óviðeigandi að ráð- herrar setji fram málefni í hótunarstíl. „Sérstaklega finnst mér óviðeigandi að nota stjórnar- skrána til að hífa sig upp um eitt, tvö eða þrjú prósentustig í skoð- anakönnunum eða kosningum. Stjórnarskráin er mikilvægara plagg en það.“ Þorgerður segir að í stjórnar- sáttmálanum sé ekki klárt orðalag varðandi auðlindirnar. „Stjórnar- skrárnefnd, sem hefur lengi verið starfandi undir forystu framsókn- armanns, hefur örugglega gert ágæta hluti. En hún hefur ekki náð endanlegri niðurstöðu um þetta ákvæði. Við höfum gert það sem við höfum viljað og getað gert, einmitt með það í huga að uppfylla skilyrði stjórnarsáttmál- ans. Stjórnarsamstarfið fram til þessa hefur verið farsælt og gott. Ég hef enga trú á öðru en að for- menn flokkanna muni leysa þetta mál. Stjórnarsáttmálinn stendur og svo einfalt er það.“ Stjórnarslit ef ekki næst sátt um auðlindaákvæði Stjórnarslit blasa við ef sameign þjóðarinnar á auðlindum verður ekki bundin í stjórnarskrá fyrir þinglok. Formaður Framsóknarflokksins og heilbrigðisráðherra lýsa þessu yfir. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir þetta óviðeigandi málflutning, settan fram í hótunarstíl. Stjórnarskráin sé hafin yfir atkvæðaveiðar. Smáauglýsingasími550 5000 Auglýsingasími Allt550 5880 Þú getur pantaðsmáauglýsingar á visir is Helena Jónsdóttir danshöfundur keypti sér nýjan Peugeot með glerþaki þegarhún flutti heim frá Kaliforníu. Í bílnum semur hún sín bestu verk undir norður-ljósum og stjörnum. „Þegar við hjónaleysin fluttum heim frá Kaliforníu ákváðum við að fá okkur almenni- legan bíl til að verja okkur fyrir veðri og vindum á Íslandi,“ segir Helena Jónsdóttir danshöfundur. Helena hefur alltaf haft mikinn áhuga á bílum síðan hún var krakki og fannst alltaf gaman að fara með pabba sínum á bílasölur til að skoða. „Ég var alin upp með hárið undir derhúfu og fannst svona frekar svalt þegar bílakarl- arnir spurðu pabba hvað strákurinn i gamall enda tilh ð vinnutíma svo þegar fjölskyldan á lausa stund er gjarnan farið í bíltúr.„Við kíkjum oft á bílasölur þrátt fyrir að ekki standi til að bæta við bílum. Síðan höll- um við bara sætunum aftur á bak úti í náttúr- unni og njótum norðurljósanna og horfum á stjörnur saman,“ segir Helena sem tók þá ákvörðun frá fyrsta degi að kalla bílinn Jóhann. „Það er engin sérstök ástæða fyrir nafn- inu, mér finnst bara eitthvað skemmtilegt við að kalla hluti týpískum strákanöfnum,“ segir Helena hlæjandi.Helena hefur samið fjölda dansverka bæði fyrir kvikmyndir og svið og þar notar hún bílinn Jóhann óspart í sköpunarferlinu. „Það besta sem ég veit er að key ú buskann hlust á ó Dansverkin verða til hjá Jóhanni Þjóðlegt silfur í nýrri mynd FERÐABLAÐ EXPRESS FERÐA FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG www.expressferdir.is STÓRI BÓKAMARKAÐURINN Perlunni 1. – 11. mars OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 10-18 Einungis 50 eintök! Fyrstur kemur fyrstur fær 12.980,- 4.990,- heimaerbestLAUGARDAGUR 3. MARS 2007GULLSMÍÐI Þjóðlegt silfur í nýrri mynd MATUR Asískt yfirbragð í heimahúsi PATRICK JOUIN List, ljós og litir Íslendingar gætu þurft að breyta orðanotkun sinni um gjaldmiðilinn, að minnsta kosti í lögum, ef evran yrði tekin upp. Mjög stífar reglur eru innan Evrópusambandsins og Mynt- bandalagsins um að gjaldmiðillinn skuli kallaður euro. Þetta er mat Inigo Arruga Oleaga, lögfræðings hjá Seðlabanka Evrópu, sem var staddur á Íslandi á dögunum. Oleaga segir mörg vandkvæði vera á einhliða upptöku Íslendinga á evru. Líklega sé einfaldara að ganga í Evrópusambandið enda geti það tekið skemmri tíma. Þó sé ekkert sem banni að taka evruna upp smám saman og með óformlegum hætti, til dæmis með því að semja um og greiða laun í evrum. Oleaga segir að þó Ísland gangi í ESB þurfi að uppfylla fern skilyrði til að taka upp evru. Verð- bólga á tólf mánaða grundvelli verði að vera innan ákveðinna marka, fjárhagshalli megi mest vera þrjú prósent, þjóðin verði að hafa tekið þátt í gengissamstarfi Evrópu í þrjú ár og langtímavext- ir verði að vera innan marka. Grunur um víð- tækt samráð í ferðaþjónustu Fundargerðir Samtaka ferðaþjónustunnar var helsti grundvöllur húsleitar Samkeppniseftirlitsins hjá tveimur ferðaskrifstofum og Samtökunum í gær. Í fundargerðunum kemur meðal annars fram að rætt var um „hótelverð“ og „blokkbók- anir“ og hvernig fyrirtæki í ferðaþjónustu gætu brugðist við þeim. Þá var á fundi Samtakanna rætt um óhagstæða gengisþróun og ákveðið að senda félagsmönnum skilaboð vegna verðlagningar. Í beiðni Samkeppniseftirlitsins um húsleitarheimild kemur fram að flestar ferðaskrifstofur hafi í framhaldinu hækkað verðið á utanlandsferðum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.