Fréttablaðið - 03.03.2007, Side 4

Fréttablaðið - 03.03.2007, Side 4
Ólöf Arnalds í dag kl. 15.00 – opið til kl. 22.00 öll kvöld „Þótt platan Við og við sé frumburður er ekkert óburðugt við hana. Hún gerir við mann það sama og kertaljós gerir; lyftir andanum á næsta plan fyrir ofan. Fínstillir andrúmsloftið og lætur það titra.“ - Guðrún Eva Mínervudóttir. Aðeins í dag og á morgun 1.499 kr. Ólöf Arnalds spilar lög af nýju plötunni sinni „Við og við“ í dag, laugardag kl. 15.00 Ekki er tímabært að hefja viðræður um Evrópusam- bandsaðild og ósanngjarnt að kenna krónunni um verðbólgu og háa vexti, því fleira kemur til, sagði Jón Sigurðsson, formaður Fram- sóknarflokksins, í ræðu sinni á 29. flokkþingi Framsóknarflokksins sem var framhaldið í gær. Hann telur að staða flokksins hafi eflst að undanförnu en sé þó óásættanleg. Stjórnarandstöðuflokkarnir reka óábyrga kosningabaráttu að hans mati. „Við teljum ekki tímabært að taka núverandi afstöðu Íslands til endurmats fyrr en við höfum tryggt hér langvarandi jafnvægi og var- anlegan stöðugleika í efnahags-, atvinnu- og gjaldeyrismálum. Slíkt tekur ekki minna en 4-5 ár,“ sagði Jón í ræðu sinni fyrir framan troð- fullan sal Borgarleikhússins í gær. Jón sendi stjórnarandstöðu- flokkunum tóninn í ræðu sinni og vill meina að ókyrrð ríki í íslensk- um stjórnmálum. Hann telur líkur á að stjórnarandstaðan sé að klofna, yfirlýsingar vinstri grænna veki furðu og ofstopi þeirra á nýafstöðn- um landsfundi hafi gengið fram af flestum landsmönnum. Hann segir Frjálslynda flokkinn leita sér að málefnagrunni í ofstæki „með skelfilega óheppilegum hætti“, eins og hann komst að orði. Hann segir togstreitu einkenna Samfylkinguna en stjórnarsamstarfið sagði hann hafa gengið ágætlega þó augljós- lega væru ólíkar áherslur innan Framsóknarflokksins og Sjálfstæð- isflokksins. „Við erum ósammála um umfang einkavæðinga, samfé- lagshlutverk markaðarins, byggða- framlög, velferðarþróun og fleira,“ sagði Jón. Jón kom víða við í ræðu sinni og ítrekaði yfirlýsingu sína um að stuðningur við Írak hefði verið byggður á röngum upplýsingum og því mistök. Hann vildi þó ítreka að þjóðin ætti að taka þátt í uppbygg- ingar- og líknarstörfum erlendis og styðja við ályktanir Sameinuðu þjóðanna. Jón sagði það verkefni flokks- þingsins að marka stefnu flokksins fyrir alþingiskosningar en hnykkti á þeim atriðum sem hann telur að næsta ríkisstjórn eigi að sinna og skeri sig úr í mikilvægi á næstu árum. „Í fyrsta lagi fjölskyldu- og velferðarmál, í öðru lagi atvinnu- öryggi og byggðamál, í þriðja lagi auðlindir og náttúruvernd, í fjórða lagi þróun menntunar og nýsköp- unar, og í fimmta lagi jafnvægi og stöðugleiki í atvinnu- og efnahags- málum.“ Viðræður um aðild að ESB ótímabærar Jón Sigurðsson blés í herlúðra í ræðu sinni við upphaf 29. flokksþings Fram- sóknarflokksins í gær. Hann telur ókyrrð einkenna íslensk stjórnmál og trú- verðug ríkisstjórn verði ekki mynduð án þátttöku Framsóknarflokksins. Læknir hefur verið sýknaður í skaðabótamáli fyrir Hæstarétti. Honum hafði mistekist að setja getnaðarvarn- arstaf í konu og varð hún þunguð mánuði eftir aðgerðina. Konan fór í fóstureyðingu og kærði lækninn fyrir stórfellt gáleysi. Með vísan til þess að læknirinn hefði fylgt í einu og öllu leiðbein- ingum heildsala lyfsins og fengið mikla þjálfun í sams konar aðgerðum, þótti Hæstarétti sýknudómur réttmætur. Konan hafði farið fram á 2,5 milljónir króna með vöxtum í skaðabætur vegna andlegs áfalls af fóstureyðingunni. Læknir sýknað- ur í Hæstarétti Ökumaður sem tekinn var fyrir hraðakstur á Kringlumýrarbraut á fimmtudag sagðist ætla að skila radarvara, sem hann hafði keypt nokkrum klukkutímum áður, og krefjast endurgreiðslu vegna þess að hann virkaði ekki sem skyldi. Á vef lögreglunnar segir að maðurinn hafi verið stöðvaður á 117 kílómetra hraða og fengið fimmtíu þúsund króna sekt fyrir. Þegar lögreglumenn stöðvuðu hann átti hann erfitt með að leyna vonbrigðum sínum með virkni radarvarans og sagðist mundu skila honum vegna þess að hann gerði ekkert gagn. Ætlar að skila radarvaranum Karlmaður á fimmtugs- aldri var í gær dæmdur í níu mán- aða fangelsi í Héraðsdómi Vestur- lands fyrir að hafa verið með 11.382 ljósmyndir og tíu hreyfi- myndir í vörslu sinni sem sýndu börn á klámfenginn eða kynferðis- legan hátt. Sex mánuðir refsingar- innar eru skilorðsbundnir. Maðurinn hafði starfað sem kennari við grunnskóla á Akranesi í 27 ár. Hann var handtekinn á vinnustað sínum í október síðast- liðnum eftir að hafa notað tölvu sína í skólanum til að prenta út barnaklám af netinu og vista ljós- myndir af sama efni. Við húsleit á heimili hans fannst síðan gríðar- legt magn af útprentuðu og tölvu- tæku barnaklámi. Honum var sagt upp störfum samstundis. Við ákvörðun refsingarinnar var litið til þess að maðurinn var með hreint sakavottorð og hafði leitað sér sálfræðihjálpar vegna sjúklegrar klámfíknar. Á hinn bóginn var það virt til refsiþyng- ingar að magn þess klámefnis sem maðurinn hafði í vörslu sinni var gífurlegt og sýndi börn á ýmsum aldri á klámfenginn og kynferðis- legan hátt. Þá var mikill hluti myndanna þess eðlis að þær töldust af allra grófasta tagi þar sem fram kæmu svívirðileg kynferðisbrot gegn börnum. Einnig bæri að líta til þess að maðurinn hefði verið með hluta efnisins á vinnustað sínum sem væri grunnskóli. Með því braut hann gróflega gegn því trausti sem hann naut sem kenn- ari við skólann. Með ellefu þúsund ljósmyndir Newt Gingrich, fyrrverandi forseti neðri deildar bandaríska þingsins, kom mörgum á óvart með ummælum sínum um að Hillary Clinton væri „illgjörn kona“ sem ræki „endalaust vægðarlausa“ kosningavél í berorðu viðtali við New York Post í fyrradag. Þetta þykir koma á óvart þar sem Gingrich, sem er repúblik- ani, hefur áður hrósað hæfileik- um Clinton og vann með henni undanfarið ár að heilbrigðismál- um. Í viðtalinu sagðist Gingrich ætla að ákveða á næstu mánuðum hvort hann myndi sækjast eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins til forseta Bandaríkjanna. Segir Hillary illgjarna konu Bæjarráð Mos- fellsbæjar óttast sjónmengun vegna fyrirhug- aðra háspennu- lína frá Hellis- heiði að álverinu í Straumsvík. Um sé að ræða umfangs- miklar fram- kvæmdir í landi Mosfellsbæjar, sem feli í sér fjölgun lína frá Kolviðarhóli og til Hafnarfjarð- ar auk endur- byggingar núverandi lína að hluta með hærri möstrum. „Mosfellsbær lýsir yfir áhyggjum af neikvæðum sjónrænum áhrifum loftlína í landslaginu og leggur áherslu á að í matsferlinu verði fjallað um það sem raunverulegan valkost að nýjar og/eða núverandi línur verði lagðar sem jarðstrengir,” segir bæjarráðið. Sjónmengun af háspennulínum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.