Fréttablaðið - 03.03.2007, Síða 6

Fréttablaðið - 03.03.2007, Síða 6
Endurskoðandi Baugs sem áritaði ársreikninga félagsins frá stofnun þess vissi ekki um kaupréttarákvæði í ráðningar- samningum þriggja æðstu stjórn- enda félagsins, sem gerðir voru árið 1998, fyrr en síðla árs 2002, eftir að rannsókn lögreglu á Baugi var hafin. Þetta kom fram í vitnisburði Stefáns H. Hilmarssonar í Baugs- málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, en Stefán var endurskoðandi og meðeigandi hjá KPMG endur- skoðun og áritaði ársreikninga Baugs frá árunum 1998 til 2002. Komið hefur fram við meðferð málsins í héraðsdómi að kauprétt- arákvæði voru í ráðningar- samningum Baugs við þá Óskar Magnússon stjórnar- formann, Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóra, og Tryggva Jónsson aðstoðarforstjóra, en samningarnir voru gerð- ir árið 1998. Einnig hefur komið fram að hluti kaupréttarákvæð- anna var fullnustaður árið 1999. Jón Ásgeir sagði í skýrslutöku fyrir dómi að kaupréttarsamning- ar stjórnenda hefðu legið fyrir hjá KPMG, sem sá um greiðslur á laun- um og hlunnindum stjórnenda. Ákæruvaldið heldur því fram að vegna kaupréttarákvæðanna hafi hlutabréf í Baugi sem félagið átti sjálft, samtals fjögur prósent af bréfum í félaginu, verið færð á vörslureikning Baugs hjá Kaup- þingi í Lúxemborg, sjálfstæðu dótt- urfélagi Kaupþings, og bókuð sem seld bréf í bókum Baugs. Stefán sagði í gær að hann hafi fengið að vita af kaupréttarákvæð- unum, og að þau hafi að hluta til verið uppfyllt, í október 2002, en rannsókn lögreglu hófst seint í ágúst það sama ár. Upplýsing- ar um þessi kaupréttar- ákvæði hafi hann fengið frá innri endurskoðun Baugs. Á sama tíma hafi hann fengið að vita af vörslureikningnum í Kaupþingi Lúxemborg. Kaupréttarsamningarnir tengj- ast málinu þar sem í einum lið ákærunnar eru þeir Tryggvi og Jón Ásgeir ákærðir fyrir að færa sölu á hlutabréfum í Baugi á reikning hjá Kaupþingi í Lúxemborg, en þau bréf voru meðal annars notuð til að uppfylla kaupréttarákvæðin. Segir í ákærunni að markmiðið hafi verið að draga dul á að stjórnendurnir væru raunverulegir viðtakendur. Vissi ekki um kaupréttinn Endurskoðandi sem áritaði ársreikninga Baugs vissi ekki um kauprétt æðstu stjórnenda félagsins fyrr en rúmum mánuði eftir að lögreglurannsókn hófst. Engin úttekt hefur verið gerð á fölsuðum tölvupósti sem lagður var fram í Baugsmálinu á dögunum, þar sem verjandi hefur ekki orðið við kröfum sækjanda um að afhenda rafrænt eintak af póstinum. Tryggvi Jónsson, einn ákærðu í málinu, minntist fyrst á tölvupóst- inn falsaða fyrir dómi, og sagði hann einn aðstoðarmann lögmanna Baugsmanna hafa falsað póstinn á skömmum tíma, í þeim tilgangi að sýna fram á hversu auðvelt væri að falsa slíkan póst. Jakob R. Möller, verjandi Tryggva, afhenti síðan útprentun af póstinum, og sækjandi lagði hann fram sem skjal í málinu. Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari í Baugs- málinu, sagði aðspurður í gær að þrátt fyrir áskorun ákæruvaldsins hefði ekki verið lagt fram rafrænt eintak af þessum meinta tölvu- pósti. Þegar pósturinn kom fram sagði Sigurður að hann myndi láta kanna hvort sérfræðingar lög- reglu sæju í gegnum falsið, en til þess þarf rafrænt eintak af póstin- um. Sigurður Tómas segir að þar sem pósturinn hafi ekki verið afhentur verði ekki á öðru byggt í málinu en að tölvupósturinn hafi verið búinn til í ritvinnsluforriti en ekki sendur í gegnum tölvu- póstforrit. Skjalið eigi því ekkert sameiginlegt með þeim rafrænu gögnum sem byggt sé á í málinu. Ekki hægt að rannsaka falsið BAUGS M Á L I Ð „Þegar menn hafa vond- an málstað að verja eiga þeir til að draga athyglina frá kjarna máls- ins,“ segir Elliði Vignisson, bæjar- stjóri í Vestmannaeyjum, um orð Gísla Baldurs Garðarssonar lög- manns, sem heldur því fram að ekki liggi fyrir neinar sannanir um að olíufélögin hafa haft með sér sam- ráð í öðrum tilfellum en fyrir útboð Reykjavíkurborgar. Vestmannaeyjabær hefur stefnt olíufélögunum og krefst 27 millj- óna króna skaðabóta vegna sam- ráðs þeirra um útboð bæjarins í apríl 1997. Gísli Baldur Garðarsson, lög- maður Olís og stjórnarformaður félagsins, sagði í Fréttablaðinu eftir að héraðsdómur dæmdi olíu- félögin til að greiða Reykjavíkur- borg og Strætó bs. 78 milljónir króna vegna samráðs fyrir útboð, að önnur mál „væru ekkert lík“ máli Reykjavíkurborgar. Þessu mati Gísla Baldurs er Ell- iði ósammála. „Mál Vestmanna- eyjabæjar er alveg sambærilegt við mál Reykjavíkurborgar. Það liggja fyrir skýrar sannanir um að olíufélögin höfðu samráð fyrir útboðið. Meðal annars kemur fram í gögnum málsins að olíufélögin greiddu hlutdeild í framlegð sín á milli, og það er fullkomlega sam- bærilegt við það sem gert var fyrir útboð Reykjavíkurborgar.“ Hæstiréttur á eftir að dæma í máli Reykjavíkurborgar gegn olíu- félögunum. Opnum um helgina í Fellsmúla 28 (við hliðina á Góða hirðinum) Opið 10-18 alla daga Glæsilegt úrval fyrir konur og börn! Finnst þér dómurinn í Bubba- málinu réttlátur? Ferðu til útlanda í sumarfríinu? Nærri tvö hundruð fótgönguliðar í svissneska hernum réðust óvart inn í nágrannaríkið Liechtenstein aðfaranótt fimmtudags, en sem betur fer tók enginn heimamanna eftir „innrásinni“. Svissnesku hermennirnir voru á ósköp venjulegri heræfingu í niðamyrkri þegar þeir villtust og vissu ekki fyrr en þeir voru komnir tvo kílómetra yfir landamærin. Embættismenn í báðum löndunum sögðu ólíklegt að þessi vandræðalegu mistök myndu hafa nokkur eftirmál. Réðust inn í Liechtenstein
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.