Fréttablaðið - 03.03.2007, Síða 24

Fréttablaðið - 03.03.2007, Síða 24
Nú er flensan búin að stinga sér niður á heimilinu. Andri veiktist í nótt og er búinn að liggja í rúminu í dag – sem er tvöfalt ólán því að í dag er starfsdagur kennara og þess vegna frí í skólanum og helgi framundan. Fórum í útskriftar- veislu hjá Öldu Lóu vinkonu sem var að klára BA í guðfræði. Það finnst mér vel af sér vikið. Rithöfundurinn Robert Heinlein sagði að guðfræði væri „leit í dimmum kjallara á miðnætti að svörtum ketti sem er ekki þar“. Sjálfur veit ég of lítið um guð- fræði til að hafa skoðun á málinu en í fljótu bragði sýnist mér þetta eiga ágætlega við um margar fræðigreinar. En þar í móti kemur auðvitað að maður getur orðið margs vísari við að leita að svört- um ketti um miðnæturbil. Andri er heldur að hressast núna. Fer samt ekki í skólann á morgun. Við finnum okkur eitthvað að gera. Í kvöld voru vinir okkar svo höfð- inglegir að bjóða okkur Sólveigu með sér í Íslensku óper- una að sjá „Flag- ara í framsókn“ en það er þýðing á „A Rake’s Progress“ eftir Stravinskí. Það var smekkfullt hús enda fjallar þessi ópera um ákaflega tímabært efni: Maður nokkur verður skyndi- lega ríkur. Peningarnir rugla hann í ríminu og hann glatar bæði unn- ustu sinni og sjálfum sér enda kemur það í ljós að hann hefur ráðið skrattann í sína þjónustu og farið að hans ráðum í einu og öllu. Ég hef ekki hlustað mikið á Stravinskí um dagana enda hef ég einfaldan smekk og hlusta mest á Mozart og Johnny Cash og verð að viðurkenna að ég var ekki alveg laus við kvíða þegar sýningin byrj- aði. En kvíðinn reyndist ástæðulaus. Þetta var dúndurskemmtilegt. Söngvararnir voru hver öðrum betri og músíkin vandist vel. Flestar góðar óperur enda skelfilega illa og „Flagari í fram- sókn“ er engin undan-tekning frá þeirri reglu. Það var reyndar fyrirsjáanlegt að ekki mundi fara vel fyrir peningamanninum frek- ar en öðrum sem kjósa að binda trúss sitt við fjandann en honum var vorkunn því að sá vondi var bæði sakleysislegur og stima- mjúkur í byrjun eins og allir vita sem hafa séð til hans á sálnaveið- um. Andri var heima í dag. Eftir hádegið dúðaði hann sig upp og fór með mér á bókasafnið og náði sér í spennandi bækur að lesa. Fiskur er ómiss- andi á mánudögum. Í dag eldaði ég þorsk sem ég maríneraði dag- langt í ísskápnum í appels- ínusafa og olífuolíu, snöggsteikti á pönnu og gerði síðan sósu úr appelsínusa- fanum og rjómaosti og krydd- aði með pipar og salti. Þetta borð- uðu börnin með bestu lyst og hafa þau þó ótrú á fiski nema hann sé annaðhvort hjúpað- ur í deig og djúpsteiktur ellegar múrhúðaður með raspi eða brauð- mylsnu. Í dag fór Andri í skólann. Honum var farið að hundleiðast heima. Sjálfur fór ég á HL- stöðina í hjartaeftirlit og var látinn hjóla á þrekhjóli. Á hverri mínútu varð þyngra og þyngra að stíga hjólið. Einar tíu elektróð- ur voru límdar á mig og þar að auki festur blóðþrýstingsmælir um annan handlegginn. Mér var ráðlagt að fara í svona eftirlit á hverju ári eftir að ég fékk hjartaáfall hérna um árið. En einhvern veginn hættir manni til að trassa að hafa eftirlit með hjart- anu. Annaðhvort gengur þetta ágæta líffæri sinn vanagang – og þá finnst manni ástæðulaust að fara með það í skoðun – eða það stoppar – og þá er full seint að panta tíma. En þetta var sem sagt hjarta- eftirlit og þrekmæling. Og allt gekk vel. Hjartað virtist vera í góðu standi og ég fékk 2,3 w/KG í þrekein- kunn sem ég veit ekki nákvæmlega hvað þýðir - en læknirinn sagði að teldist mjög gott hjá fertugum. Ég er sextug sál í fertugum líkama. Kortið mitt í World Class er greinilega að borga sig. Þessi flensa er stór- varasöm. Andri var ekki nema rétt hálfnaður að klæða sig í morgun þegar hann byrjaði að kasta upp sem aldrei fyrr. Ólafur Gísli bjarg- vættur fjölskyldunnar leyfði mér að koma með strákinn til sín í Domus Medica og hlustaði hann og úrskurðaði að hann skyldi halda sig heima og ekki fara í skóla þessa vikuna. Það vekur athygli að Jón Bald- vin skuli ekki skipa heiðurssæti á lista Samfylkingarinnar. Út frá þessu fór ég að hugsa um hvort það sé eitthvað í kosningalögum sem bannar manni að bjóða sig fram fyrir fleiri en einn flokk í einu? Það gæti verið stórsnjallt fyrir þingmenn að gulltryggja sig með því að bjóða sig fram fyrir mis- munandi flokka í mismunandi kjördæmum. Og sá sem færi á þing fyrir fleiri en einn flokk gæti valið hvaða flokki hann vildi til- heyra þann daginn og kallað inn varamenn til að sinna hinum flokk- unum. Það rímar einhvern veginn ekki við valfrelsi nútímans að tilheyra bara einum flokki. Mér líður eins og góðum samfylkingarkrata þegar ég fer með börnin í skólann og bölva svifrykinu sem vinstri- grænn á heimleiðinni. Svo athuga ég gengi dagsins í Kauphöllinni eins og sjálfstæðismaður og inn- blásinn af ungmenna- félagsanda eins og sann- ur framsókn- armaður skrifa ég lofgerðir um íslenskt þjóðfé- lag. Á þennan hátt hef ég haft viðkomu í öllum flokkum og ekki enn þá komið hádegi. Ég stofna kannski „vinstriframsóknarí- haldskratagræningja- flokkinn“ við tækifæri og hef það í bakhöndinni að stofna „frjáls- lyndavinstriframsóknaríhalds- kratagræningjaflokkinn“ ef mér skyldi sinnast við flokkssystkini mín. Febrúar er loksins liðinn. Í mars er orðið nægilega bjart til að maður finni þunglyndislyfin sín og birtan færir manni fyrirheit um vor sem er á næsta leiti. „Hroki og hleypidómar“ eftir Jane Austen er eftirlætisbók Breta samkvæmt netkönnun. Sú bók kom út 1813 svo að ekki er nýjungagirninni fyrir að fara hjá Bretum. Ég hef líka íhaldssaman bók- menntasmekk og mín eftirlætis- verk eru komin til ára sinna: „Góði dátinn Svejk“ sem höfundurinn Jaroslav Hasek dó frá hálfkláraðri árið 1923. Hin bókin er eldri. Hún er frá 13. öld og heitir „Íslendinga saga“ eftir Sturlu Þórðarson sem einnig skrifaði „Njálu“ eins og kunnugt er. Í kvöld hélt nútíminn innreið sína í Norska bakaríið. Sendibíll frá Elko kom með ísskáp, upp- þvottavél og nýtt sjónvarp. Með því að kaupa allt þetta á einu bretti tókst mér að prútta verðið niður um nokkrar krónur. Ég hef það fyrir fasta reglu að prútta í viðskiptum. Það lærði ég í Arabíu. Ekki endilega vegna þess að upphæðirnar skipti verulegu máli heldur vegna þess að prútt breytir ópersónulegum viðskipt- um í lífleg og skemmtileg mann- leg samskipti. „Vinstriframsóknaríhaldskratagræningi“ Kæra Dagbók Þráinn Bertelsson skrifar Í Dagbók Þráins Bertelssonar er fjallað um flensu, guðfræði, svarta ketti, Flagara í framsókn og kölska á sálnaveið- um. Einnig er vikið að múrhúðuðum þorski, hjartaeftirliti og prútti auk þess sem stjórnmálamönnum er bent á þann möguleika að bjóða sig fram fyrir marga flokka samtímis.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.