Fréttablaðið - 03.03.2007, Side 88
Fléttan í leikritinu Killer Joe er
kunnugleg saga um örvæntingar-
fullar tilraunir undirmálsfólks
sem reynir að komast í álnir. Sagan
hefur verið sögð grilljón sinnum
áður, en á sviðinu í Borgarleikhús-
inu lifnar hún við í dæmalaust
skemmtilegri sýningu.
Þetta er grimm tilvera þar sem
þeir sem mega sín lítils troða á
þeim sem mega sín ennþá minna
og réttlæta græðgina í nafni vænt-
umþykju og ástar. Persónurnar
eru litríkar og leikhópurinn nýtir
sér það vel, þetta er óborganleg
fjölskylda sem undir lok verksins
situr þrúguð, barin og kúguð við
eldhúsborðið og borðar sinn KFC.
Þetta er dálítið blóðug sýning enda
hverfist verkið um morð og aga-
legar afleiðingar þess að svíkja
sína nánustu en aðstæðurnar eru
yfirgengilega fyndnar. Maður spyr
sig hvers vegna þetta verk er sett
upp núna, rúmum tíu árum frá
frumsýningu þess í Bandaríkjun-
um, en svarið hlýtur að felast í
þeirri staðreynd að ófarir annarra
eru eilíft aðhlátursefni og í leikrit-
inu felst fremur góðlátleg árás á
líf hjólhýsapakks sem nú er móð-
ins að gantast með.
Leikhópurinn glansar í þessu
ótótlega umhverfi hvíta hyskisins.
Þröstur Leó leikur fjölskylduföð-
urinn Ansel, dugminni luðra hefur
sjaldan sést og uppskar leikarinn
heilmikinn hlátur en einnig með-
aumkun. Börnin hans Dottie
(Unnur Ösp) og Chris (Þorvaldur
Davíð) eru engin afbragðseintök
heldur, hvað þá kvendið Sharla
sem Maríanna Clara túlkar frá-
bærlega. Björn Thors er einnig
frábær í titilhlutverki leigumorð-
ingjans og lögreglumannsins Joe
sem er svo trylltur en samt næst-
um barnalegri en hin vanþroskaða
Dottie. Samleikur Björns og Unnar
er aðallímið í sýningunni og það
heldur allan tímann. Tímasetning-
ar þeirra eru afar vel hugsaðar,
bæði í gríni og dramatík. Samband
Dottie og bróðurins er ekki jafn
vel heppnað en persóna Chris er að
mínu mati veikasti hlekkurinn í
sýningunni því frammistaða Þor-
valdar var að mínu mati alls ekki
jafn sterk og hinna leikaranna.
Orðfærið fannst mér líka full
fágað hjá þessu aumingjans fólki,
persónurnar bölvuðu dálítið en
voru annars næstum of vel máli
farnar. Ekki veit ég hvort svo hafi
verið á frummálinu einnig. Tónlist
Péturs Ben er virkilega góð og við-
eigandi, mátulega svöl og rykug
fyrir andrúmsloft sýningarinnar.
Leikmynd Vytautas Narbutas er
vel heppnuð að vanda. Reyndar
vinnur Litla sviðið gegn innilokun-
inni sem vísast plagar persónurnar
en umhverfið er hugvitsamlegt -
yfirgengilega hlaðið af drasli og
vísunum. Búningar Filippíu Elís-
dóttur eru síðan kirsuberið á þess-
um ofhlaðna ís, alveg stórskemmti-
lega óviðeigandi klæðnaðurinn var
afbragð, sér í lagi múnderingar
Joe. Á hinn bóginn fannst mér lýs-
ingin sem notuð var milli senanna
afar óþægileg lausn á algengum
vanda.
Stefán Baldursson leikstjóri
valdi í áherslum sínum kunnáttu-
samlega blöndu af háði og með-
aumkun og það er gott jafnvægi í
þessari sýningu, sem að mínu mati
er vel heppnuð afþreying fyrir
fólk sem lætur sér ekki bregða við
smá ofbeldi og bjórblautan hasar.
Bjórblautur hasar
28 1 2 3 4 5 6
„DAUÐUR, SKÍTUGUR, TÓMUR“
DAGUR VONAR
Hvers vegna er einmitt nú brýn þörf á
þingframboði eldri borgara og öryrkja?
Baráttusamtök eldri borgara (55+) og öryrkja boða til almenns framboðsfundar
sunnudaginn 4. mars 2007 kl. 14:00 að Grand Hótel við Sigtún í Reykjavík.
Fundarefni: Sameiginlegt framboð eldri borgara og öryrkja í þingkosningunum
12. maí 2007 í samvinnu við fulltrúa frá Átakshópi örykja.
Dagskrá:
1. Formaður Baráttusamtakanna, Arndís H. Björnsdóttir, ávarpar fundargesti
og flytur stutt erindi um stöðu eldri borgara í “velferðarsamfélaginu”.
2. Erindi um stöðu aldraðra í bótakerfinu: Einar Guðmundsson
3. Aðild að lífeyrissjóðunum. Kristján S. Guðmundsson.
4. Gerð verður grein fyrir drögum að verkefnaskrá framboðsins.
5. Lögð verður fram tillaga að 3 einstaklingum í undirbúningsnefnd
framboðsins.
6. Tillaga um samþykkt sameiginlegs framboðs eldri borgara og öryrkja í
samvinnu við fulltrúa úr átakshópi öryrkja.
Baráttusamtökin leggja áherslu á að sem fl estir mæti. Alfl est okkar eldast og aldrei hefur
verið meiri nauðsyn en nú að sjá til þess að okkur verði tryggt gott og áhyggjulaust ævikvöld.
Standið vörð um ævikvöld ykkar og mætið sem flest - ungir sem aldnir.
Baráttusamtökin.
&