Fréttablaðið - 03.03.2007, Síða 91
PIGEONLIGHT
HÖNNUÐUR
ED CARPENTER
VERÐ
8.600 KR.
VERNER PANTON
VERÐ
14.900 KR.
ANTLERS FATAHENGI
HÖNNUÐUR
ALEXANDER TAYLOR
VERÐ
6.600 KR.
ÚRVAL
NÝRRA BÓKA
Opið frá kl. 10-18 virka daga, 11-17 laugardaga og 12-16 sunnudaga.
UTEN SI
HÖNN
DOROTHEE BECKER,
V
19.500
HEIMILIÐ ER HEILAGT, ÞESS VEGNA SKIPTIR ÖLLU HVAÐ ÞAR ER INNANSTOKKS
SALTSKIPIÐ ER KOMIÐ TIL HAFNAR
Sófar, sófaborð, stofuborð, tískurit, lífstílsbækur ... Saltfélagið er fullt af nýjum vörum við yðar hæfi
Vivienne Westwood er sannarlega
það sem má kalla tískugoðsögn.
Hún er að stærstum hluta ábyrg
fyrir því sem við þekkjum sem
pönktísku. Hún byrjaði að hanna
föt ásamt þáverandi manni sínum
Malcolm McLaren (umboðsmanni
hinna goðsagnakenndu Sex Pistols)
á sjöunda áratugnum en saman
ráku þau búðina SEX/Seditionaries
á King’s Road í London. Í hönnun
sinni notuðu þau þau BDSM bind-
ingabúnað, öryggisnælur, hjóla-
keðjur og gaddaólar. En Westwood
gekk enn lengra og blandaði einnig
hefðbundnari efnum saman við,
m.a. köflóttum skoskum ullardúk-
um (sem gjarnan eru notaðir við
gerð skotapilsa) og sjokkeraði það
almenning jafnvel enn meira. Vivi-
enne Westwood gerði byltingu
innan tískuheimsins og áhrifa
hennar gætir sannarlega enn þann
dag í dag. Með fyrstu sýningu
sinni, Sjóræningjasýningunni (the
Pirate Collection) árið 1981 sýndi
hún og sannaði að hún var meira en
stjórnlaus pönkari. Þar nýtti hún
ekki aðeins áhrif unglinga og götu-
menningar heldur einnig tækni-
lega og hefðbundna kunnáttu sína.
„Gull og fjársjóðir, ævintýri og
landfundir“ voru einkunnarorð
þessarar sýningar og eiga vel við
Westwood sem tískuhönnuð. Hún
hefur ávallt nýtt sér söguleg áhrif
afskaplega mikið, sýningar hennar
hafa borið nöfn á borð við Witches,
Pagan og Time Machine. Hún er
líka talin ábyrg fyrir að hafa komið
korselettum
aftur inn í
tískuheiminn.
Búðin hennar
er enn til staðar
á King’s Road
en ber nú nafn-
ið World’s End
og þar selur hún
hina víðfrægu
Anglomania-
línu sína. Einn-
ig kenndi hún tískuhönnun í Berlín
og Vínarborg í mörg ár en hefur nú
látið af kennslustörfum og býr og
starfar með kærastanum sínum
Andreasi í Lundúnum. -