Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.03.2007, Qupperneq 98

Fréttablaðið - 03.03.2007, Qupperneq 98
 Það varð mikið fjölmiðla- fár á Englandi þegar Ryan Giggs sló í gegn í upphafi tíunda áratug- arins. Þá hafði annar eins hæfi- leikamaður ekki komið fram í enska boltanum í háa herrans tíð. Fjölmiðlar byrjuðu strax að líkja Giggs við United-goðsögnina George Best. Minnugur örlaga Best sló Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, umsvifalaust skjaldborg utan um ungstirnið og meinaði honum í mörg ár að tala við fjölmiðlamenn. Sú aðferð Fergusons virkaði því Giggs hlaut engan skaða af þeirri gífurlegu fjölmiðlathygli sem hann hlaut og hefur alla tíð verið með báða fætur á jörðinni. Hann hefur í raun aldrei gefið mikið af sér út á við. Þá sjaldan hann gefur viðtöl er hann frekar þurr á manninn og óspennandi og sú mynd sem fæst af honum í fjöl- miðlum á víst lítið skylt við mann- inn sjálfan. Roy Keane lýsti Giggs sem alvöru karakter og hrikalega fyndnum í ævisögu sinni. Sagt er að Giggs sé hrókur alls fagnaðar þegar United hefur unnið titla og þá stekkur þessi annars hlédrægi leikmaður upp á borð og rappar ef svo ber undir. Félagar hans segja að honum líki annars ekki við sviðsljósið og forð- ist það í raun eins og heitan eldinn. Þess vegna var Giggs mjög ánægð- ur þegar stjarna Davids Beckham byrjaði að skína því Becks líkaði sviðsljósið og það dró athyglina frá Wales-verjanum. Sir Alex Ferguson uppgötvaði Giggs mjög ungan að aldri og þegar Giggs var aðeins fimmtán ára gamall sagði hann fólki nákomnu sér að Giggs ætti eftir að verða stórstjarna. Hann væri sérstakur. Giggs lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Manchester United aðeins sextán ára gamall og í dag verða leikirnir með liðinu komnir í 700, sem er magnað miðað við þá stað- reynd að Giggs er aðeins 33 ára gamall. Lykillinn að velgengni Giggs að margra mati er hversu vel honum hefur tekist að fóta sig utan vallar en ungur að aldri sletti hann úr klaufunum og sló sér upp með frægum fyrirsætum og sjónvarps- konum. Hann missti þó aldrei fót- anna og hægði snemma á lífi sínu og lífsstíl. Giggs er samkvæmt félögum sínum maður sem vill fá að lifa sínu lífi í friði en er engu að síður léttur á æfingasvæðinu þar sem beittur og kaldhæðinn húmor hans nýtur sín til hins ítrasta. Hæfileikar Giggs eru af náttúr- unnar hendi og hann getur gert hluti við boltann sem ekki er öllum gefið. Hraði hans, jafnvægi og útsjónarsemi hafa skilað United mörgum stigum í gegnum tíðina. Giggs er einnig mjög fjölhæfur leikmaður sem hefur margfaldað verðgildi sitt á síðustu árum með því að leysa stöðu framherja og miðjumanns með miklum sóma. Það hefur komið mörgum á óvart hversu fjölhæfur hann er í raun og veru. Annað sem hefur ávallt ein- kennt Giggs er hungrið en það virðist engu skipta hversu marga titla hann hefur unnið, hann vill alltaf vinna til fleiri verðlauna. Giggs er þegar orðinn goðsögn hjá Man. Utd og hans verður alla tíð minnst sem eins af bestu leik- mönnum í sögu félagsins. Hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna með Man. Utd og það eina sem hefur vantað er árangur með landsliði. Hann gat valið á milli þess að spila fyrir England eða Wales. Hann byrjaði að leika með ungl- ingaliðum Englands en ákvað síðan frekar óvænt að spila fyrir Wales, sem hefur aldrei náð árangri. Það er ákveðin kaldhæðni í því að allan feril Giggs hefur enska landsliðið sárlega vantað vinstri kantmann og margir spyrja sig að því hvað enska landsliðið hefði gert hefði Giggs leikið fyrir það. Velski vængmaðurinn Ryan Giggs leikur sinn 700. leik með Manchester United í dag er liðið sækir Liver- pool heim í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur verið í eldlínunni með United síðan 1991 og unnið allt sem hægt er að vinna með félagsliði. Einn mesti hæfileikamaðurinn í sögu United, segja sérfræðingar. Það verður háð stríð á Anfield klukkan 12.45 í dag þegar hinir fornu fjendur Liverpool og Man. Utd mætast. Liverpool hefur ekki tapað síðustu 30 heimaleikjum í deildinni og ekki fengið á sig mörk í síðustu 9 leikjum á Anfield. Leikur liðanna á Anfield í fyrra endaði með markalausu jafntefli. Sigri Liverpool verður það fimmtugasti sigur liðsins á United á móti 55 sigrum Rauða djöflanna. Dómari leiksins er Martin Atkinson Blóðug barátta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.