Tíminn - 21.08.1979, Qupperneq 7

Tíminn - 21.08.1979, Qupperneq 7
Þriðjudagur 21. ágúst 1979. 7 FYRRI HLUTI Vilhjálmur Hjálmarsson legt mál á báðum þessum fund- um. Þann 28. júli barst mér hrað- bréf frá iðnaðarráðherra sem nú sendir „til kynningar ýmis gögn varðandi Bessastaöaár- virkjun, þ.á.m. nýlega ályktun stjórnar Rafmagnsveitna rikis- ins og tillögur um nýtingu fjár- veitingar á þessu ári. Óskar ráðuneytið eftir að fá sem fyrst fram viðhorf þingmanna Austurlandsk jördæm is til þessara tillagna.” Ekki haföi þá verið boðað til sameiginlegs fundar með þing- mönnum kjördæmisins svo ég áréttaði enn mina afstöðu og sendi ráðuneytinu i hraðbréfi sem dagsett er 30. júni. Þann 7. júli voru fimm þing- menn af Austurlandi staddir i Neskaupstað (ekki Sverrir Her- mannsson), ennfremur raf- magnsveitustjóri rikisins Kristján Jónsson. Var þá boðað til skyndifundar með þessum aðilum. Iðnaðarráðherra leitaði þá eftir samstöðu þingmanna um fyrrnefnda ráðstöfun þess lánsfjár sem ætlað er til Bessa- staðaárvirkjunar i lánsfjáráætl- un. Tómas Arnason fjármálaráð- herra visaði til fyrri afstöðu og kvaðst enn vilja fylgja ákvæðum lánsfjáráætlunar, og ég vitnaöi til fyrri ummæla á fundum með iðnaðarráðherra og fleirum og til bréfs mins frá 30.6. sem ég felli inn I þessa frá- sögn orðrétt. En nokkrum dög- um eftir fundinn i Neskaupstað gaf iðnaðarráðherra út fyrr- nefnda fréttatilkynningu um ráðstafanir 600 millj. krónanna. Strax verði hafist handa um öflun raforku á Austurlandi ganga þau þvert á ákvæði láns- fjáráætlunar rikisstjórnarinnar 1979, sem Alþingi staðfesti I raun með lögunum frá 16. mai i vor. Ákvörðun iðnaðarráðherra nú Það hefur ekki farið dult að iðnaðarráðherra var hikandi að taka þessa ákvörðun. Ákvæði lánsfjáráætlunar um 600 m.kr. vegna Bessastaöaárvirkjunar eru sett að ráði sérfræðinga i orkumálum. Nokkru eftir ára- mót snúa þeir svo við blaðinu og leggja til frestun á virkjunar- framkvæmdum en hröðun hringtengingar sunnan jökla. Þessi viðhorf kynnti ráðherra iðnaðarmála á fundi með þing- mönnum Austurlands, sérfræð- ingum og sveitarstjórnarmönn- um 27.4. ’79 i Reykjavik. Ég lýsti strax andstöðu gegn þess- um nýju viðhorfum sérfræð- inga. Sama gerði Tómas Arna- son fjármálaráðherra, Bergur Sigurbjörnsson frkv.stj. Sam- bands sveitarfélaga á Austur- landi og fleiri. Ráðherra hélt annan fund fjölmennari um sama efni með sömu aðilum á Egilsstööum 27. april. Undirtektir voru hinar sömu og á fyrri fundinum. A báöum þessum fundum voru lagðir fram þykkir bunkar af upplýsingum og álitsgerðum, þ.á m. skýrsla i sex bindum um forathugun á virkjunum á vatnasviðum Jökulsár á Fjöll- um, Jökulsár á Brú og Jökulsár i Fljótsdal, svonefndri Austur- landsvirkjun. (Hver vill I alvöru færa tvær stórár yfir i Lagar- fljót?) Komu sérfræðingar viða við i útlistunum sinum svo og ráðherra, sem einnig flutti itar- Bréf V.H. til iðnaðarráðuneytisins „Mjóafirði, 30.6. 1979. Visaö til hraðbréfs iðnaðar- ráðuneytisins, dags. 26.þ.m„ þar sem spurt er um „viöhorf þingmanna Austurlands” til þeirra tillagna sem þar greinir. Lög um lántökuheimildir vegna lánsfjáráætlunar 1979 voru samþykkt á Alþingi 16. mai s.l. Þau eru byggð á „fjárfest- ingar- og lánsfjáráætlun 1979”, sbr. skýrslu rlkisstjórnarinnar um það efni. — Ég tel rétt að fylgja þeim fyrirmælum sem þar eru gefin varöandi orkuöfl- un á Austurlandi. Sé ég ekki að þar sé gert ráð fyrir þeim atriðum sem tilgreind eru i 3. og 4. tölulið á minnisblaði frá 6.6. ’79. Ekki heldur virðast niöur- stööur á 2. bls. i bréfi Raf- magnsveitna rikisins frá 23.6. ’79 samrýmast ákvæðum láns- fjáráætlunar. Þá vil ég ennfremur taka fram: Nýjar verðhækkanir á olium krefjast aö minum dómi m.a.: a) skjótra aðgerða til að stöðva disilkeyrslu til orkuöfl- unar, b) að allt sé gert sem unnt er til þess að færa húsahitun á köldum landsvæðum yfir á raf- orku frá vatnsafli, c) að hið sama verði gert varðandi aðra orkunotkun eftir þvi sem við á. Þetta rennir enn stoðum undir margitrekuð sjónarmið Aust- firðinga, að strax verði hafist handa um aukna orkuöflun i fjórðungnum og um iengingu „dlsilsvæöanna” á Vopnafirði og I Austur-Skaftafeilssýslu við „vatnsorkusvæöið” á Austur- landi. Ég hafna þeirri kenningu, að linur frá orkuverum á gossvæð- um lagðar að hluta um eitt mesta eldgosa- og jökulhlaupa- svæði landsins og að hluta um öræfaslóðir gefi sama öryggi fyrir Austurland og virkjun i FljótsdalEngu að síður tel ég rétt að hraða hringtengingu og liggja til þess margþættar ástæður. Þá tel ég að ekki hafi verið færð fullnægjandi rök fyrir þvi að orkuflutningur landshorna I milli gefi jafngóða möguleika til orkunýtingar og orka framleidd á svæöinu. Að lokum skal þess getið, að ég hef ekki komið auga á hald- kvæm rök fyrir skoðanaskiptum sérfræðinganna á útmánuðum og áskil mér allan rétt til gagn- rýni”. öflun raforku fyrir Austfirð- ■ inga er á dagskrá. Þeir hafa markað ákveðna stefnu. Hún er byggð á margra ára athugunum og rannsóknum, styðst við álit margra sérfræðinga á niður- stöðum þeirra rannsókna. Og stefnan er þessi: Að reisa án frekari tafa vatns- orkuver i Fljótsdal 32 mw i fyrsta áfanga og tengja Vopna- fjörð og Austur-Skaftafellssýslu samveitusvæðinu um miðbik Austurlands. Taka ber fram að Austfirðing- ar eru hlynntir hringtengingu. Miklar umræður hafa orðið um þessi mál siðustu mánuði. Ég tel rétt að greina frá afstöðu minni, sem ég hef áöur skýrt frá á fundum með iðnaðarráöherra og fleirum 9. mars, 27. april og 7. júli, og einnig 30. júni i skrif- legu svari við fyrirspurn iðn - aðarráðuneytisins frá 26. s.m. Jafnframt mun ég fara nokkr- um orðum um gang málsins og stöðu þess nú. Ákvörðun rikisstjórn- ar og Alþingis I vetur og vor I skýrslu rikisstjórnarinnar um lánsfjáráætlun, 'sem lögð varfram á Alþingi eftir áramót- in, segir: „Bessastaðaárvirkjun. Til Bessastaðaárvirkjunar er áformað að afla 600 m.kr. lánsfjár. Gert er ráö fyrir að á- ætlanagerð og undirbúningi vegna virkjunarinnar ljúki á þessu ári. Hvenær ráðist verður i framkvæmdir ræðst af þvi hvenær virkjunin telst hag- kvæm I heildarskipulagi orku- mála landsins, þar með talin ör- yggissjónarmið.” Talan 600 m.kr. er svo tekin upp i viðeigandi töflur skýrsl- unnar. I lögum um heimild til lán- töku, ábyrgöarheimildir og aör- ar ráðstafanir vegna fjárfest- ingar- og lánsfjáráætlunar 1979, sem samþykkt voru á Alþingi 16. mai segir I 1. gr.: „Fjármálaráðherra er heim- ilt fyrir hönd rikissjóðs að taka lán á árinu 1979 allt að 9.295 millj. kr. eða jafnvirði þeirrar upphæðari erlendri mynt.” Og i fyrsta málslið 2. gr.: „Lánsfé samkvæmt 1. gr. skal ráðstafað i samræmi viö ákvæði fjárlaga og fjárfestingar- og lánsfjár- áætlun fyrir árið 1979”. 1 tilkynningu frá iðnaðarráðu- neytinu 18. júli s.l. segir: . veröur af 600 m. kr. lánsfjár- upphæð varið 440 m. kr. til hönnunar, vegagerðar og greiðslu fjármagnskostnaðar vegna Bessastaöaárvirkjunar, en 160 m.kr. lánaðar gegnum Orkusjóð til Orkustofnunar vegna rannsókna á Jökulsá I Fljótsdal. . .” Hér er vikið frá ákvæðum lánsfjáráætlunar frá i vor. Frávikið er raunar meira en hér kemur fram. Fjármagnskostn- aður 120 m. kr. (sbr. bréf Raf- magnsveitna rikisins 6.6. ’79) var ekki með í dæminu þegar lánsfjáráætlun var unnin. Og af bréfi Rafmagnsveitna rikisins 25.6.og ummælum á fundum 7.7. virðist mér mega ráða að ca. 100 m. kr. eigi að klipa af hönnunar- kostnaði á þessu ári. Yrði þá varið til vegaframkvæmda og hönnunar einungis um 220 m. kr. af 600 m. kr. heimild i láns- fjáráætlun. Þessum áformum er ég alger- lega andvigur og hef mótmælt þeim við hvert tækifæri, enda Lagarfljótsvirkjun. EFLUM TÍMANN Sjálfboðaliðar hringi i sima 86300 eða 86538, Síðumúla 15 Reykjavík, á venjulegum skrif- stofutima. Þeim sem senda vilja framlög til blaðsins er bent á að giró- seðlar fást i öllum pósthúsum, bönkum og sparisjóðum. Söfn- unarreikningurinn er hlaupa- reikningur nr. 1295 i Samvinnu- bankanum. Styrkið Tímann Fyllið út þennan seðil og sendið til Tímans í pósthólf 370, Reykjavík Eg undirritaður vil styrkja Tímann með því að greiða i aukaáskrift [ | heila Q hálfa á mánuðí Nafn______1___________________________________ Heimilisf.____________________________________ Sími

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.