Tíminn - 20.01.1980, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.01.1980, Blaðsíða 2
2 Sunnudagur 20. janúar 1980 „Ég tel það þrautalend- ingu að lög- binda setu kvenna á Alþingi” — segir Sólveig Ólafs- dóttir formaður Kven- réttindafélags íslands, en í þessu viðtali er brgddað upp á mörgum augljósum hindrunum, sem verða á vegi at- hafnasamra kvenna Viö höfum hætt okkur út á þau miö aö tala um konur og kvenrétt- indiog ætlum aö halda þvl áfram f næstu sunnudagsblööum. Róöur- inn er þungur, þvi aö maöur rekur sig alltaf á þaö, hvaö karlmenn, sem stjórna þjóöfélaginu beint eöa óbeint gera litiö úr þessari um- ræöu. Sem ég er t.d. aö rita þennan formála kemur til mfn ágætur maður úr Alþýöubandalaginu, hlær viö, er hann sér efniö og segist nú heldur viija hafa konurnar ,,viö eldavélina og I rúminu”, en inni á þingi. Ég efast ekki um, aö hann meinar þetta, rétt eins og hann hefur lýst velþóknun sinni á gleöikonugreinum frá Boulogne-skógi... Viömælandi okkar i dag er Sólveig ólafsdóttir, formaöur Kvenrétt- indaféiags tslands. Viö ræöum viö hana um úrslit sföustu alþingis- kosninga, kvennafundinn á Hótel Borg og þá hugmynd aö lögbjóöa setu kvenna á Alþingi. Þaö kemur f ljós, aö Sólveig er ekki fráhverf umræddri lögbindingu, en telur hana þó þrautalendingu. Viö spurðum hana fyrst, hvernig hún túikaöi úrslit sföustu alþingis- kosninga meö tilliti til jafnréttisbaráttu. ,,Konur i startholunum tóku okkur á orðinu” „Viö vissum auövitaö aö hverju stefndi, er listarnir voru kunngerðir, sagöi Sólveig, og sáum þá jafnframt, að hvatningarorö sem Kvenrétt- indafélagiö ásamt Kvenfélaga- sambandi íslands sendi konum um þaö aö þær fylktu sér á lista viö þessar alþingiskosningar höföu ekki boriö þann árangur, sem viö heföum vonast til. Þó veit ég til þess, aö fjöldinn allur af fólki tók eftir þessari orö- sendingu og margar konur i startholunum tóku hana á oröinu. Um samræmdar aö- geröir fleir i aöila gat ekki oröiö, þar sem boöaö var til kosning- anna mjög skyndilega. En þaö þarf greinilega meira en fögur orö til þess aö sigra karlræöið i fiokkunum. Þaö er svo annar handleggur. Viö beindum þessu til kvenn- anna i' og meö vegna þess, aö fyrir margar undanfarandi kosningar, höfum viö sent stjórnmálaflokkunum orö- sendingar, þar sem viö höfum brýnt þá skoöun okkar, aö stjórnmálaflokkum i lýöræöis- þjóöfélagi væri skylt aö hafa jafnt konur sem karla á fram- boöslistum. Þessar orösending- ar komu I fjölmiölum i formi opinna bréfa og birtust þá fyrir almenningssjónum, en innan flokkanna, viröist mér, eftir samtöl mln viö flokksfólk, aö þessi bréf hafi lent á skrif- borðum og siðan lögö til hliöar. Kynning á þeim fór ekki fram. Þetta er kannski dæmi um þaö, hvaö hugsunarhátturinn hjá stjórnmálaflokkunum hér er allt öðru visi en vlöast hvar á Norðurlöndunum. Þar hafa kon- ur innan flokkanna barist haröri baráttu fyrir rétti kynsystra sinna, en ég hef ekki orðiö vör viö, aö hér á landi værukonur I stjórnmálaflokkunum raun- verulega aö berjast fyrir fleiri konum, heldurviröistmest fara I persónulega baráttu hjá þeim. ,,Slik lög verða að hafa töluvert fylgi” Ef hvatningarorö eru til- gangslaus, er þá ekkibara betra aö lögleiða setu kvenna á Al- þingi tfmabundiö eins og hug- myndir hafa komiö fram um? Jú. Betra og betra ekki. En slik lög veröa samt sem áöur aö hafa töluvert fylgi. Þaö hefur veriö gifurlega mikiö rætt um þaö á Noröurlöndunum aö jafna meö lögum og reglugeröum hlutfall milli karla og kvenna á framboðslistum, i opinberum ráðum og nefndum og jafnvel á vinnumarkaöinum. Kröfur um slikt hafa komið fram hjá kven- réttindafélögum á öllum Noröurlöndunum. Og jafnréttis- lögin dönsku t.d. banna ekki aö sllkar reglur væru settar. Þaö, sem gerir sllka löggjöf nauösyn- legri hér en annars staðar á Noröurlöndum er einfaldlega sú staöreynd aö hlutur kvenna á Alþingi er f jórum til fimm sinn- um minni er á þingum hinna Norðurlandanna. Aöeins fimm prósent Islenskra þingmanna eru konur. Samsvarandi tölur eru 6,2% I Færeyjum og 25-26% annars staöar á Noröurlöndun- um. Margar ástæöur liggja þarna aö baki. Innan pólitisku flokk- anna á hinum Norðurlöndunum skiptir máli, hve margar konur komast á lista. Sumir flokkar einsog t.d. „Socialistiske folke- parti” i Danmörku hefur sett sér ákveönar reglur um lág- markshlutfall kvenna I öllum áhrifastööum og öllum starfs- þáttum innan flokks. Hér þekk- ist slikt ekki. Niöurstaöan af þessum vangaveltum er sjálfsagt sú, aö flokkarnir láti ekki undan, fyrr en þetta hefur verið leitt i lög. Mér finnst það þrautalending. Slik lög ættu aö vera óþörf. Hér er lögö höfuöáherslan á að hafa verkalýðssæti, konusæti og svo frv. En konur geta ekki síöur veriö fulltrúar atvinnustétta og skipaö t.d. verkalýössæti. „Danska kvenréttinda- félagið gengur enn lengra” Stendur tii á Noröurlöndum, aö lögbinda þátttöku kvenna I iandsmálum? Ég held, aö ekki sé hægt aö kveöa svo fast aö oröi. En bar- áttan stendur yfir aö koma þessu inn á einhvern hátt. Ég get nefnt sem dæmi að danska kvenréttindafélagiö lagöi fram I haust greinargerð sem olli miklu fjaörafoki. Hún var um það, sem Danir nefna „positif særbehandling”, sem er fólgin i þvi aö konur fái tímabundin for- réttindi meðan þær eru aö ná fram raunverulegu jafnrétti. Þetta er afar umdeilt ekki sist vegna þess aö I þessu tilfelli var formaðurinn þingmaöur hægri flokks og olli þetta miklu upp- námi I hennar flokki. í greinar- gerðinni nær lögleiöingin lengra en viö höfum áður minnst á, þvi aö þar er gert ráö fyrir ákveön- um forréttindum kvenna varö- andi stööuveitingar. Þannig aö losni staöa, þá gangi kona fyrir, ef ekki er jafnræöi milli kynj- anna á viðkomandi vinnustaö. Konan gangi fyrir sé hún hæf og skipti þá engu, þó aö karlkyns- keppinautur hennar sé hæfari eöa hafi lengri starfsreynslu. Þetta er afar umdeilt og ég treysti mér satt að segja ekki til að mælameöþessarileiöaösvo komnu máli. Stjórnir, ráö og nefndir á vegum hins opinbera gangi á undan. Það er t.d. alveg hörmulegt til þess aö vita, ’að hve þátttaka kvenna er lítil i nefndum og ráðum á vegum rikis og sveitarfélaga, sem er aftur bein afleiöing af þvl, hve fáar konur eiga sæti i sveitar- stjórnum, — eða um 6%. Eitt, sem styrkir þaö aö viö þurfum ef til vill á hjálp aö halda ofan frá er, aö stjórnmálastarf eins og þaö er nú á Islandi, er bein línis f jölskyldu fjandsamleg. Starfiö sjálft I stjórnmála- flokkunum. Viö þekkjum vinnu- tima stjórnmálamanna. Yfir- leitt eru þeir i fastri vinnu, ef þeir eru þá ekki komnir á þing, sem er þá þeirra fasta vinna. Flokksstarfið ferfram ákvöldin og um helgar. Það veröur til þess, aöþeir, sem fara út I póli- tlk, hafa nánast engan tima til þess aö vera með sinni fjöl- skyldu. Ég tala nú ekki um, ef um er aö ræöa hjón á besta aldri með börn. Ef þessi sömu hjón ætluðu nú aö framkvæma jafn- réttishugmyndir sinar, skipta meö sér aö vinna fyrir heimil- inu, skipta meö sér heimilis- störfum og barnauppeldi, þá gengur dæmiö aldrei upp, komi stjórnmál til viðbótar. „Er nauðsynlegt að stjórnmálavinna fari öll fram á kvöldin?” Ef viö tökum nú þessa lög- bindingu út af dagskrá. Hvaö er hægt aö gera til þess aö virkja konur I stjórnmálum? Það, sem fyrst og fremst þarf aö breytast er hugarfar fólks. Það þarf aö verða sjálfsagöur hlutur, að fólk taki þátt I þjóö- málastarfsemialls konar. Einn- ig kemur þarna inn i raunveru- lega jöfn foreldraábyrgö, þannig að uppeldi lendi ekki ævinlega á öðrum aöilanum, konunni. Þetta er aöeins aö breytast hjá yngra fólki en ekki nóg samt. Sumum finnst enn sjálfsagt, aö konan sé heima og hugsi um börnin, hvort sem hún vill eöa ekki. Hvaö dagheimili varðar, þá held ég, aö þvl sé allt of mikiö haldiö fram, aö þau séu ekki góö fyrir börn. Samfélagið hefur ekki yfir- tekiö uppeldi á dagheimilis- börnum, eins og svo oft er haldið á lofti, heldur er þarna um sam- vinnu aö ræöa, En til þess aö sú samvinna takist þarf vinnu- markaöurinn aö aölaga sig aö fólkinu. Sveigjanlegri vinnutími þarf aö koma til og styttri, sé um aö ræöa fólk meö ung börn. Þannig gætu hjón skipst á aö vinna fyrir heimilinu og i þvl og átt meiri tima saman. Dag- heimilin, leikskólarnir og skólarnir eru stór liöur I sllku fyrirkomulagi. En viö rekum okkur ailtaf á langan vinnutima þeirra, sem aö stjórnmálum starfa, stund- um allt upp I 14-18 tfma á sólar- hring. Mig langar til þess að koma þvi að I þessu sambandi. Er nauðsynlegt að stjórnmála- Vinnafariöll framá kvöldin? Ef samfélagiö telur þaö æskilegt aö fólk starfi aö stjórnmálum, má þá ekki finna annan tíma? Þaö verður hvort sem er aldrei nema ákveöinn hópur fólks I hverjum flokki, sem sinnir trúnaöarstörfum og þyrfti á þvi aðhalda aö skreppa úr vinnu til þess aö funda. Getum viö ekki gert þá kröfu, aö þaö fái leyfi til þess? Ég veit, aö vinnuveit- endur koma til meö aö hakka mig í sig og segja að þetta væri aldrei hægt. En það er allt hægt, ef við viljum. Viö veröum bara að setja okkur ákveöin mark- miö um þaö, hvernig við viljum hafa þetta rúmlega tvöhundruö þúsund manna þjóðfélag sem við búum i, og vinna svo i sam- einingu aö þeim markmiöum. „Hvatningin þarf fyrst og fremst að koma frá fjölskyldunni” „óskaþjóöfélagiö” er langt undan, en kosningar til Alþingis gætu oröiö fyrr en nokkurn grunar. Hvaö eigum viö aö gera Mgndir: GE Texti: FI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.