Tíminn - 20.01.1980, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.01.1980, Blaðsíða 9
Sunnudagur 20. janúar 1980 9 iJit'IÍ'li Jón Sigurðsson: NORRÆNT MÁLAÁR Norrænu félögin á öllum Noröurlöndunum hafa ákveöiB aögangast fyrir þvi aö á árinu 1980 veröi lögö á þaö áhersla aö kynna sérstaklega þau tungumál sem á Noröurlönd- um eru töluö, rekja fyrir al- menningi mikilvægi þeirra i þjóöli'fi og menningu og vekja athygli á stööu þeirra i heimi nútimans. Þá er og ákveöiö aö leggja áherslu á þaö sem sam- einar Noröurlöndin sem menningarsvæöi, meö tilliti til tungumálanna, og reyna aö auka skilning almennings á þvi hversu mikiö tengir þessar þjóöir og er þeim sameiginlegt i þessum efnum, — um fram þaö sem skilur þær aö. Af mjög mörgum ástæöum er hiö „norræna málaár” timabært verkefni af hálfu áhugamanna um norrænt samstarf og menningu. í heimi nútimafjölmiölunar, al- þjóöasamskipta og tækni hefur aöstaöa þeirra tungu- mála, sem fáir mæla, versnaö aö ymsu leyti. Þau tungumál sem foröum liföu góöu þroska- lifi i fámenni og „æskilegri” einangrun standa nú and- spænis stööugum atlögum stærri og voldugri málheilda. Þannig er ofurveldi ensk-ameriskunnar á okkar dögum allt annaö og meira en forræöi latneskrar tungu var um aldir, — eöa dönskunnar sem á sinum tlma þótti „fin” hér á landi. Meginmunurinn er i' þvi fólginn aö áöur snertu mál „læröra” manna eöa „heldri” manna aöeins fámennan minnihlutahóp, forréttinda- fólk, i þjóöfélögunum. Þaö má aövisusegjafrá þjóöernislegu sjónarmiöi aö það hafi veriö nógu illt undir aö búa, en nú á dögum flæöir hið máttuga „al- þjóöamál” inn fyrir hvers manns dyr, albúiö aö yfirtaka öll þau samskipti manna sem yfirleittfarafram á mannlegu máli. Aðstaða „minni- hlutamálanna” Enda þótt Islendingum kunni aö þykja þaö ótrúlegt verður ekki i fljótu bragöi séö aö tungumál hinna fjölmenn- ari Norðurlandaþjóöa hafi staðist þessa innrás betur en islenskan. 1 hinum skandi- navísku þjóötungum er nú oröiðmiklu meira um tökuorð og alls kyns innflutning frá ensk-ameriskunni en nokkru sinni hefur oröiö i munni eöa huga íslenskra manna. Aö nokkru er þetta þvi aö kenna að forystumenn i menningar- málum þessara þjóöa hafa tiökað mikiö „frjálslyndi” I þessum efnum, meö þeim af- leiðingum að stéttamunur I andlegum efnum hefur stór- aukist með þjóöunum. Oörum þræöi hlýtur „nor- rænt málaár”, að veröa til þess að vekja sérstaka athygli á þessari aöstöðu tungumála hinna fámennari þjóöa, en I þeim hópi teljast að sjálfsögöu allar Noröurlandaþjóöirnar. Og hjá þvi getur ekki heldur fariðað slikt framtak norrænu félaganna verði til þess aö leiöa athyglina sérstaklega aö aöstööu „minnihlutamál- anna” á Noröurlöndunum sjálfum, en i þeim hópi er vitaskuld móöurmál okkar ís- lendinga. „Norrænu málaári” er þó ekki siöur ætlaö að veröa til þess að sýna fram á það hversumikiö þaö ersem teng- ir þessar þjóöir og er þeim sameiginlegt i menningu ahri. Segja má aö þaö sé auövelt fyrir Dani, Norömenn, Svlaog sænskumælandi Finnaaö sýna fram áskyldleika i tungutaki. Slikt er aö sönnu erfiöara þeg- ar kemur aö öörum þjóöum Norðurlanda. Þannig þarf t.d. nokkra málfræöilega þekk- ingu til þess aö sjá i hendi sér hinn mikla skyldleika tungu- mála þessara þjóöa viö fær- eysku og fslensku. Fiestum Is- lendingum og Færeyingum, sem komnir eru til vits og ára, mun liggja þessi skyldleiki I augum uppi, en ástæða er til aö ætla aö hiö sama eigi ekki á sama hátt viö um hinar þjóðirnar. Sérstaöa Finna, Sama og Grænlendinga er aö sjálfsögöu alger iþessum efnum, en þeim mun mikilvægara er fyrir nor- rænt samstarf yfirieitt aö kynna tungumál þeirra sem best og sem viöastá hinu nor- rænasvæöi m.a. i þvi skyni aö auka skilning fólks á aöstööu þeirra og þvi sem þrátt fyrir allt tengir og sameinar. Tungan er fjoreggið Við íslendingar ættum reyndar ekki aö vera i erfiö- leikum meö aö skilja þessa sérstööu. Þegar íslendingar tala saman móöurmál sitt svo aö til heyrist, i Skandinavfu, er þaö alinenn reynsla aö aör- ir halda að þar séu Finnar á ferö. Þrátt fyrir hinn sögulega og menningarlega skyldleika er tunga okkar svo frábrugöin þvi sem oröiö er i skandinavisku málunum aö i fljótu bragöi og á aö hlýöa viröist þar engin tengsl aö finna. Og sannleikurinn er sá, þrátt fýrir allt tal manna um þjóöernislega þröngsýni eöa borgaralega hleypidóma, aö Islendingar veröa aö hafa þaö hugfast aö þaö er um f ram allt Islensk tunga sem er fjöregg okkar sem þjóöar. Hún tengir aUar aldir Islands byggöar i eina heiid, meöan kröfur eru geröar um málnotkun og tungutak. Og hún tengir saman allt þjóöfélagiö i eina heild á liöandi stund, meöan komist er hjá þvi aö oröa- foröinnveröi meiraeöa minna „alþjóölegur”. Þannig veröum viöi þessum efnum aö ástunda skynsamlega ihalds- semi og hreintungustefnu, ekki sist nú er þrýstingur ,,al- þjóöamálsins” eykst án viö- stööu. Sérstaða í samstöðu „Norrænt málaár”á að geta aukiö þrek okkar I hinni óendanlegu sjálfstæöisbaráttu okkar, meö þvi aö beina at- hyglinni að sérstööu og sam- stööu Noröurlandamanna aö þvi er aö tungumálunum lýt- ur. Þetta er sérstakt tækifæri til að læra af öörum sem eiga viðsvipuö vandamálaö lifa,— og jafnvel til aö miöla þeim einhverju af okkar reynslu. Samstarf Norðurlandaþjóð- anna er án efa nánasta og við- tækasta samstarf sem þekkist meöal sjálfstæðra þjóöa i heiminum, og til þess er viöa litiö meö viröingu og aödáun. Og þaöer ef til vill einmitt gott dæmi um þetta samstarf aö þaö getur einnig náö til svo viðkvæmra og sérstæöra viö- fangsefna sem tungumálanna, — sem þóerusá þátturinn sem einkum greinir þessar þjóöir aö og skiptir hinum norræna hópi I smærri einingar. En vegna þess aö allar þess- ar þjóöir eiga viö sams konar vanda aö lifa i heimi nútim- ans, vegna þess aö þær vilja allar halda sinum sérkennum innan samstarfsins og ávaxta sinn arf innan heildarinnar, verður „norrænt málaár” ein- mitt veröugt og timabært verkefni sameiginlegrar við- leitni. menn og málefni EFLUM TÍMANN Sjálfboðaliðar hringi i sima 86300 eða 86538, Siðumúla 15 Reykjavik, á venjulegum skrif- stofutima. Þeim sem senda vilja framlög til blaðsins er bent á að giró- seðlar fást i öllum pósthúsum, bönkum og sparisjóðum. Söfn- unarreikningurinn er hlaupa- reikningur nr. 1295 i Samvinnu- bankanum. Styrkið Tímann Fyllið út þennan seðil og sendið til Tímans í pósthólf 370, Reykjavík Ég undirritaður vil styrkja Timann með þvi að greiða i aukaáskrift [ | heila Q hálfa á mánuðÍ Nafn____________________________________________ Heimilisf.--------------------—— —-------------- ____________________________________________Simi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.