Tíminn - 20.01.1980, Blaðsíða 12

Tíminn - 20.01.1980, Blaðsíða 12
12 Sunnudagur 20. janúar 1980 / Fyrir nokkrum árum var gerð á vegum Félags- fræðideildar Háskóla islands, könnun á dulrænni reynslu islendinga og verður ekki annað sagt en að niðurstöðurnar hafi komið verulega á óvart. Um 30% þeirra sem spurðir voru, sögðust einhvern tímann á lifsleiðinni hafa orðið fyrir dulrænni reynslu og marg- ir aðrir voru á báðum áttum. Rennir könnun þessi stoðum undir þá skoðun margra aðgamla draugatrúin eigi rík ítök í mönnum enn þann dag i dag, en aðrir vilja meina að dulræn reynsla komi draugum ekkert við. Skýra þeir þetta á þá leið, að svipir látinna manna og aðrar sambærilegar sýnir, falli ekki undir gamla draugahugtakið, heldur séu hér á ferðinni ails óskyld fyrirbæri.— En hverju eiga menn að trúa? Hér á eftir i fer viðtal við Sigurrós Jóhannsdóttur huglækni frá Skíðsholti í Hraunhreppi í Mýrasýslu, en hún er fædd þann 23. ágúst árið 1895. Sigurrós, sem starfað hefur sem huglæknir í yfir 40 ár, er ekki trúuð á tilvist drauga — en gefum henni nú orðið: — Ég hef veriö svona alla mina ævi, alltfrá þvi aö ég man eftir mér og ef eitthvaö er, þá hefur þetta ágerst meö aldrin- um. Þetta olli mér töluveröum vandræöum i fyrstu, þvi bæöi var ég hrædd viö þetta og eins átti ekki gott meö aö tala um þetta viö annaö fólk. Þaö var helst móöir min sem skildi mig enda sagöist hún oft hafa oröiö vör viö huldufólk i nágrenni viö bæinn. „Bað mig að leggja hend- urnar yfir börnin" Min fyrsta verulega reynsla af yfirskilvitlegum hlutum, eins og þetta er gjarnan nefnt, var þegar ég var niu ára gömul. Þaö var um nótt aö kona kom til min aö rúminu og baö mig aö koma meö sér. Ég var vel vakandi, þannig aö um draum var ekki aö ræöa, en mér var hálf illa viö aö fara meö konunni. Ég lét þó undan þrábeiöni hennar og fór með henni — og mun þaö hafa veriö i fyrsta skipti sem ég fór út fyrir likamann. Konan leiddi mig út úr bænum aö litlum steini, sem var þarna skammt frá og inn i þennan stein fórum við. Þegar inn i steininn var komið sýndi konan mér tvö börn, sem hún sagðist eiga, en lét þess jafnframt getiö aö þau væru meö bólgur i baki. Hún bað mig að leggja hendurnar -yfir börnin og eftir aö ég haföi gert þaö, þá hurfu bólgurnar. Konan þakkaði mér vel fyrir og kvaöst skyldu reynast mér vel þótt siö- ar yröi. Hefur þú orðið vör viö það? — Já, ég hef marg sinnis rekiö mig á þaö á lifsleiöinni. Þaö var þó ekki fyrr en áriö 1937 er systir min dó, aö ég fór aö skilja þessi mál. Hún haföi samband viö mig og sagöi mér aö ég heföi ekkert aö hræöast. Eftir þaö fóru aö birtast mér framliönir læknar og þvi má segja aö ég hafi stundaö hug- lækningar nú um 50 ára skeið. Gott samstarf viö Haf- stein miðil — Þú segir að framliðnir „Það er alltof mikið af einhverju rusli á flandri, sem vill gera og gerir fólki illt”. rætt við Sigurrós Jóhannsdóttir hugli iæknar hafi samband við þig. Hverjir eru þessir læknar? — Þeir eru allir islenskir og þjóðkunnir menn, en ég held að það borgi sig ekki aö greina frá nöfnum þeirra opinberlega. Ég get þó nefnt, að Hafsteinn Björnsson miðill, sem lést á siö- asta ári hefur staöiö I stööugu og mjög góðu sambandi við mig. Hann birtist mér siðast i desem- bermánuöi siöast liönum og bað hann mig þá um aö láta gera táknræna mynd fyrir sig, sem gæti oröiö til þess aö visa fólki á villigötum veginn. — Hvernig fara huglækningar fram? — Ég er vön aö halda i hendurnar á fólki i svona 15 minútur og á meðan streymir krafturinn i gegn um mig. Það er þó ekki nauösynlegt aö sá sjúki sé viöstaddur, þvi aö mér nægir aö fá nafn hans i hendurn- ar. — Er mikið um að fólk leiti til þfn með vandamál sin? — Þaö er þó nokkuö um það, en mér finnst þvi miöur aö fólk sé ekki nægilega vakandi fyrir þessu i dag. Þaö er eins og að fólk vilji ekki skilja þetta og sumir halda þvi jafnvel fram að ekki sé til llf eftir þetta líf. Ég hef einnig oröið vör viö aö þaö er eins og að fólk sem oröið hefur fyrir dulrænni reynslu, vilji ekki; tala um þaö af ótta viö aö veröa fyrir aökasti fólks. Þaö er hins vegar vissa minvað ekkert sé aö óttast I þessu sarnbandi ef maö- ur byggir þetta á góðum grund- velli — á bjargi en ekki möl. „Heilir og sælir heldri menn...." — Nú sérö þú sýnir. Getur þú greint frá þvi hvers eöiis þessar sýnir eru? — Ég man sérstaklega eftir einni sem ég sá nú á aðfanga- dagsmorgum. Ég var gestkom- andi i húsi hér i Reykjavlk og allt í einu hurfu mér allir veggir og ég sá undurfagra flugvél koma I áttina til. min. Ég var glaðvakandi og ég sá aö þaö voru sex menn i flugvélinni, sem var fögur eins og regnbog- inn. Allir þeir sem voru i vélinni voru framliðnir stjórnmála- menn og einn þeirra, sem haföi Texti: Eiríkur orð fyrir þeim talaði við mig og baö mig fyrir þau skilaboö, aö ef menn töluöu saman af meiri einlægni og bróðurhug, þá gengi betur aö finna lausn á þeim vandamálum sem þjóöin stendur frammi fyrir I dag. Þessi maður sem talaöi viö mig er einn af frægustu Islensku stjórnmálamönnum sem uppi „Ætli þetta sé ekki hugsunarleysi I fólkir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.