Tíminn - 20.01.1980, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.01.1980, Blaðsíða 8
8 Sunnudagur 20. janúar 1980 r (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigur&sson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur ólafsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gfslason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Sf&u- múta 15. Sfmi 86300. — Kvöldsfmar bla&amanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Ver& i lausasölu kr. 230.- Askriftargjald kr. 4.500 á mánu&i. Bla&aprent. Byltíngaráratugur Enn halda menn áfram að ræða um áttunda ára- tuginn og þróun mála, sem þá varð jafnt innanlands sem erlendis. í mánaðarritinu Sjávarfréttir birtist t.d. nýlega grein um þetta undir fyrirsögninni: Byltingaráratugurinn, þar sem rætt er um þróun i málefnum sjávarútvegs og fiskiðnaðarins. í grein þessari er dregin upp allglögg mynd af þessari þró- un og þykir þvi rétt að endurprenta hana hér. „Attundi áratugurinn er nú að renna sitt skeið, — áratugur umróts, athafna og framfara á íslandi, ekki sist i sjávarútveginum, en þar væri sanni nær að kalla þennan áratug byltingaráratuginn. Byltingin hefur orðið á fleiru en einu sviði, en samt sem áður vegur allra mest útfærsla landhelginnar, fyrst i 50 milur og siðan i 200 milur. Með þeim að- gerðum var f sland stækkað og búið betur i haginn fyrir framtiðarkynslóðimar i landinu, en auðvelt er að gera sér grein fyrir i fjótu bragði. Með útfærsl- unni urðu Islendingar loks nær einráðir yfir fiski- miðunum umhverfis landið, en slikt var draumur, sem lengi var búinn að vera fjarlægur, og það jafn- vel i byrjun áratugsins. Sú barátta, sem háð var fyrir þessu markmiði var hetjuleg, bæði á stjórn- málasviðinu og úti á miðunum, svo hetjuleg, að vert er að hafa hana vel i minni. Hún verður i framtið- inni veigamikill kafli i íslandssögunni. Otfærslan hefur einnig gert okkur mögulegt að koma við meiri stjórnun i veiðum okkar sjálfra en ella hefði verið mögulegt. Sjálfsagt greinir menn á um þær leiðir og þær aðgerðir, sem gripið hefur verið til við þessa stjórnun, en það er augljóst hverjum sem um málið hugsar, að ávinningamir eru meiri en þeir hags- munir, sem ef til vill hafa verið skertir um stundar- sakir. Sá skilningur, sem hefur verið fyrir hendi á þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til, hefur lika verið aðdáunarverður og sýnir að Islendingum er það öllum vel ljóst, að hér er um framtiðarhags- munamál þjóðarinnar að ræða — og tefla. Áttundi áratugurinn gæti lika kallast skuttogara- öldin. Með þessum nýju fiskiskipum hefur orðið at- vinnuleg bylting viða um land og þeirri þróun sem staðið hefur lengi, að fólk flytti frá landsbyggðinni til þéttbýlissvæðisins við Faxaflóa hefur verið snúið við. Kannski höfum við verið heldur stórtækir við fjárfestingar i þessum stórvirku veiðiskipum, og endurnýjun flotans ekki verið i samræmi við af- kastagetu miðanna, en slikt mun framtiðin þó vænt- anlega fyrirgefa okkur. Breytingarnar hafa orðið á mörgum fleiri svið- um, nefna má þá gifurlegu framþróun sem orðið hefur á búnaði frystihúsa og einnig aðbúnaði fólks- ins sem þar starfar. En á þessu sviði er þó margt ó- unnið, og verður það ef til vill aðalverkefni niunda áratugsins, svo og að treysta markaðsstöðu okkar bæði vestan hafs, i Evrópu og i löndum þriðja heimsins. Þrátt fyrir allt verður ekki annað sagt en að islenska þjóðin sé vel á vegi stödd i upphafi hins nýja áratugs. Aðalvaldi okkar er heimatilbúin verðbólga og á henni getum við sigrast með sam- eiginlegu átaki eins og öllu öðru, — það verður hlut- verk stjórnmálamannanna að leiða þjóðina út úr þeim vanda — megi þeir gera það á eins farsælan hátt og þeim tókst að stækka ísland á áttunda ára- tugnum.” Hér lýkur grein Sjávarfrétta og skal rækilega tek- ið undir þá ósk, sem borin er fram i greinarlokin. Þ.Þ. Erlent yfirlit Þá lýkur 2500 ára langri keisarastjóm Bani-Sadr aö halda ræ&u. NÆSTA FÖSTUDAG munu um tuttugu milljónir iranskra kjósenda velja rflúnu forseta i fyrsta sinn. Þegar hann sezt i forsetastólinn, ver&ur endan- lega lokiö keisarastjórn i Iran, en 2500 ára afmælis hennar var nýlega minnzt i Iran me& óhóf- legra og ibur&armeira hátí&a- haldi en sennilega er dæmi um fyrr og siöar. Ef til vill hefur þaö óhóf or&iö Iranskeisara meira til falls ennokkur einn at- buröur annar. Irönskum al- menningi fannst aö vonum, a& þar væri illa variö oliugró&an- um og notuöu andstæöingar keisarans sér það óspart. Forsetakjöriö fer fram sam- kvæmt hinni nýju stjórnarskrá, sem hefur veriö sett aö ráöi Khomeinis og nýlega var staö- fest meö þjóöaratkvæða- greiöslu. Samkvæmt henni fær Iran bæði þjóökjörinnforseta og þjóðkjöriö þing. En valdi forset- ans og þingsins eru takmörk sett. Æöstur og valdamestur allra manna veröur trúarleiötoginn eöa verndari islömsku bylting- arinnar, einsog þaö mun oröað I stjórnarskránni. Hann veröur útnefndur af klerkastéttinni. Hann tilnefnir yfirmenn hersins og hann einn getur lýst yfir styrjöld. Hann getur beitt neit- unarvaldi, ef honum falla ekki geröir forsetans og þingsins. Þetta embætti hefur Khomeini ætlað sér og raunar hefur hann þetta vald nú þegar. Meöan Khomeini lifir er því ekki ástæöa til aö reikna meö miklum breytingum á stjórnar- farinu, þótt forseti veröi kosinn og þing komist á laggirnar. Þetta geturþófariö nokkuö eftir þvi, hvernig sambúð forsetans og Khomeinis veröur háttaö. SAMKVÆMT frásögnum Khomeinis og ráðunauta hans hafa Bandarikjamenn ekki get- aölátið þaö vera aö skipta sér af forsetakosningunum. A& sjálf- sögöu eru þau afskipti til ills. Afskipti þeirra eða nánara til- tekið CIA eru sögö þau, aö CIA hefurfengiö fjölda manna til aö bjóöasigf ram viö forsetakjöriö. Frambjóöendurmunuekki vera færri en 124. Þetta hefur CIA gert til að dreifa atkvæöunum og villa um fyrir kjósendum. En Khomeini og félagar hans hafa látiö koma krók á móti bragði. Ekki nema 10 af fram- bjóðendunum munu fá aögang aö hljóövarpi eöa sjónvarpi til aö kynna sig og stefnu sina. Þessir ti'u, sem veröa valdir af Khomeini eöa aöstoöarmönnum hans, veröa hinir raunverulegu frambjóöendur. Hin forsetaefnin, sem veröa útilokuö frá hljóövarpi og sjón- varpi, fá aö visu aö kynna sig á annan hátt, en geta þeirra til þess er svo takmörkuð, aö þeir, Khomeini veröur áfram valdamestur. sem geta kynnt sig i áöurnefnd- um fjölmiðlum, hafa svo miklu betri aðstöðu,að naumast munu aörir koma til greina hjá kjós- endum en þeir. Meðal annars mun litiö svo á, aö aðrir njóti ekki velþóknunar Khomeinis. Þó munu þeir útskúfuðu, ef þannig mætti oröa þaö, setja sinn svip á kosningabaráttuna. Viða i borgum hafa þeir skreytt stóra húsveggi með myndum af sér og vigoröum um markmiö sin. Þar kennir mjög ólikra grasa. 1 mörgum tilfellum virö- istumaöræöa menn,sem erfitt er aö taka alvarlega. Einn telur sig vera sérstaklega vel undir forsetaembættiö búinn, þvi aö eiginkona hans hafi misþyrmt honum i 10 ár, og hann hlotið mikilsverða andlega og likam- lega reynslu á þann hátt. Khomeini hefur mælt svo fyr- ir, aö trúarleiötogar gæfu ekki kost á sér viö forsetakjöriö, þtítt þaö sé ekki bannaö i stjórnar- skránni. Hann telur, að trúar- leiðtogarnir eigi aö láta þaö af- skiptalaust, þvi aö völd þeirra séu tryggö á annan hátt. Hann hefur ekki látiö i ljós stuöning viö neitt forsetaefnanna. Hins vegar hefur talsmaður hans látiö orö liggja að þvi, aö kosningin kunni að veröa endur- tekin, ef úrslit verði óglögg. Þess vegna hafi veriö prentaöir 40 milljónir atkvæöaseölar, þótt ekki sé þörf fyrir fleiri en 20 milljónir vegna kosninganna, sem fara fram á föstudaginn. AF ÞEIM tiu, sem geta kynnt sig i hljóövarpi og sjónvarpi, virðist athyglin einkum beinast aö tveimur og þeir þykja einna Uklegastir. Þessir eru Abol- hasson Bani-Sadr efnahags- málaráðherra og utanrikisráð- herra um skeið, og Jalaleddin Farsi, sem er frambjóöandi is- lamska lýðveldisflokksins, en hann hefur átt mikið fylgi hjá klerkastéttinni. Báðir hafa þeir Bani-Sadr og Farsi látið mikiö á sér bera i kosningabaráttunni, en Bani-Sadr þó meira. Frétta- skýrendur segja, aö hann heyi hana i frönskum stil, en hann hefur dvalizt lengi I Frakklandi. Bani-Sadr nýtur þess, að hann er miklu meira þekktur. Styrk- ur Farsi er hins vegar sá, að flokkur hans hefur fylgi sitt hjá klerkastéttinni, sem getur ráöiö miklu, ef hún beitir sér. Hins vegar má hann heita óþekktur. Hann er rithöfundur að starfi og hefur einkum skrifað trúfræöi- leg rit. Fylgismenn hans segja, aö hann hafi lengi beitt sér gegn keisarastjórninni. Aörir frambjóöendur, sem geta komiö til greina, eru Sadeq ‘ Ghotbzadeh utanrikisráðherra og Ahmad Madani, fyrrum flotamálaráöherra. Liklegra er þó taliö, aö annar hvor þeirra veröi forsætisráðherra. Kommúnistaflokkurinn og Tudeh-flokkurinn, sem einnig er róttækur, bjóöa ekki fram, en starfsemi þeirra hefur verið leyfð. Þ.Þ. Iranir kjósa forseta á föstudaginn kemur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.