Tíminn - 20.01.1980, Blaðsíða 13

Tíminn - 20.01.1980, Blaðsíða 13
Sunnudagur 20. janúar 1980 13 mig undir þetta. Þegar ég er til- búin þá kemur til mln ung vera og ég svif með henni út úr lik- amanum — á staö þar sem eru yndislegar byggingar. Þegar á leiðarenda er komið spyr veran mig við hvern ég vilji ræða og þá bið ég venjulega um mina nánustu eöa læknana sem ég stend i sambandi við. „Margir eru hrelldir, sem frá jörðinni koma" — Mundir þú segja að þetta væri himnariki sem þú ert I? — A þessum stað eru fagrar byggingar og fagurt landslag. Alltaf sól og birta og svo eru notuð þar sjúkrahús og skólar alveg eins og hér á jörðinni, en á allt öðru sviði. Ég veit að mörg- um kemur til með að finnast þetta skrýtið að þarna séu sjúkrahús, en staöreyndin er bara sú að það eru svo margir hrelldir sem koma héðan af jörðinni, að þeir þurfa mikillar aðhlynningar við. Þetta á sér- staklega við um þá sem tekið hafa lifið af sér sjálfir. Þeir hafa áttógurlega erfitt fyrst I stað og þá hafa þeir oft leitað til min og beðiö mig um að hjálpa sér. — Hefur þaö tekist? — Já ég hef siðar fengiö svör við þvi að þeir hafi séð ljósið. — Dreymir þig aldrei fyrir hlutum? — Það er ekki mikið um drauma, en það kemur fyrir að til min komi verur sem biðja mig fyrir skilaboð til að sinna nánustu hér á jörðinni. Ég hef orðiö við þessu og þvi hefur verið tekið með þökkum. — Þig dreymir þá ekkert fyrir náttúruhamförum eða slysum? — Nei, yfirleitt ekki, en það kemur oft til min fólk sem lent hefur i þessum slysum og dáið og biður mig fyrir skilaboð. Þetta fólk á oft mjög erfitt með að átta sig á hvað gerst hefur og það er indælt að geta hjálpað þvi eitthvað. „Þessu fólki fer fækk- andi" ekni um þetta líf hefur verið og áður en flugvélin hvarf á braut þá mælti hann þessa visu: Heiiir og sælir heldri menn við höfum á ykkur gætur þið eruð að rifast áfram enn alla daga og nætur... — Visan var að visu nokkuð lengri, en niðurlagið man ég þvi miður ekki i augnablikinu, en ég og annað á þetta allt saman skrifaö niður einhvers staðar. „Svíf út úr líkamanum" — Þú heldur e.t.v. að það væri ráð fyrir stjórnmálamennina að fára á miðilsfund til þess að ráða fram úr vandanum? — Þeir myndu hafa gott af þvi, en ég býst ekki við þvi að þeir hafi mikinn áhuga á þess- um málum. — Þú ert sem sagt ekki ánægð með þróun mála? — Nei og ég held að þetta stafi bara af illum hvötum, sem þurfi að kveða niður áður en ástandið versnar enn. — Eru mennirnir að versna? — Ég held að ástæðan sé fyrst og fremst sú að trúin sé að minnka. Börnum er ekki kennt að trúa eins og hér áður fyrr og nú er svo komið að trúin er bara oröin eins og gamlar kerlinga- bækur i augum margra. Hættan væri minni ef trúin væri notuð eins og áður. — Nú ferð þú sálförum, þ.e.a.s. ferð út fyrir likamann. Hvernig gerist það? — Venjulega er búið að hafa samband við mig áður og búa — Er mikið um að fólk sjái svona sýnir eins og þú? — Það hygg ég, en ég held að þeim fari fækkandi með árun- um. Eins held ég að margir vilji ekkert um þetta tala og þar hef- ur orðið mikil breyting á þvi að þegar ég kom fyrst til Reykja- vikur. — Hefur þú nokkra tölu yfir þá sem þú hefur hjálpað á þessum árum sem þú hefur fengist við huglækningar? — Nei það hef ég ekki. Ég er heldur ekki ánægð með það hvernig fólk er i dag — það lætur mig ekki vita af þvi ef eitthvað bjátar á, sem er mjög slæmt þvi að það væri hægt aö gera miklu meira i þessum mál- um en nú er, ef fólk væri vak- andi fyrir þessum málum. „Rusl á flandri" — Segðu mér eru til draugar i dag? — Við megum ekki kalla það drauga, en það er alltof mikiö af alls konar rusli á flandri, sem vill gera og gerir fólki illt. Þetta er verst fyrir fólk sem ekkert sér, þvi að þá heldur það að það sé veikt og hleypur beint til lækna til þess að fá lyf sem er ekki óalgengt. Myndir: Róbert IU Hin táknræna mynd sem Hafsteinn miðill bað Sigurrós um að láta gera. — Hvað getur fóik gert til þess að losna við félagsskap slikra fyrirbæra? — Ef fólk vill losna við eitt- hvað lakara, þá verður það að snúa sér til þeirra sem geta hjálpað þvi. Ég hef haft þann háttinn á að ég hef setið með þessu fólki og haldið i hendurn- ar á þvi og hugsað eitthvað gott, þvi að þvi er þannig farið, að þaö sem er eitthvað misjafnt, það hræöist það sem gott er og góðar hugsanir. Oft dugar þetta til, en stundum veröur að gripa til annarra ráöa. Ég get nefnt þér sem dæmi að i fyrra kom hingað til min ungur maður sem var skyggn og það sótti mikið á hann. Hann kom til min viku- lega blessaður strákurinn og ég var að reyna að leiðbeina hon- um og hann var bara orðinn sæmilegur eftir nokkur skipti. Svo kemur hann til min dag einn og segir aö það sé ljótur maður sem hann sjái sem vilji gera sér svo hryllilega illt. Ég bið hann um að vera rólegan og segi hon- um að ég skuli hafa samband við mina stjórnendur — og nefni i þvi sambandi sérstaklega Haf- stein miðil — og biðja þá um að laga þetta. Tveim dögum seinna birtist Hafsteinn mér og segir að hann sé búinn að taka þetta frá piltinum og lætur þess getið að þetta hafi veriö alveg sér- staklega ill vera. Þegar piltur- inn kom til min næst, þá var hann alveg laus undan þessu og honum liður ágætlega i dag. Ég hitti hann fyrir nokkru og þá sagði hann: Það varst þú sem bjargaðir lifi minu, þvi að ég hefði ekki lifað þetta af. — En af þvi að þessi piltur sá, þá gat hann komið sér undan, annars hefði þetta getað gert honum mikið illt. „Ég kalla þetta djöfla" — Hvað kallar þú svona fyrir- brigöi ef þú kallar það ekki drauga? — Það verður náttúrulega að hafa eitthvað orð yfir þetta og ég vil bara kalla þetta djöfla. — Þú vilt e.t.v. meina að margir af þeim sem I daglegu tali eru kallaðir geðveikir, aö þeir séu ásóttir af djöflum? — Vitanlega og ég kalla þá ekkert annað en djöfla. — Að lokum Sigurrós. Er til himnariki og helvfti? — Það er auðvitað til bæöi illt og gott eins og manni var kennt það en ég vil ekkert segja annað en að þeir sem eru vondir — þeir þurfa ekki að halda aö þeir fari i neitt himnariki eftir dauöann. Sumir eru þannig gerðir að þeir trúa ekki á líf eftir þetta lif og vilja ekki um annað ræöa, en hvort sem menn trúa eða trúa ekki, þá ætti fólk að fara aö athuga sinn gang áður en það verður um seinan. —ESE „Þeir framliðnu hafa mikinn áhuga á þvi sem gerist hér á jörðinni”.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.