Tíminn - 30.01.1980, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.01.1980, Blaðsíða 1
Miðvikudagur30. janúar 1980 24. tölublað—64. árgangur. Skattmat Bls. 8-9 : Síðumúla 15 ¦ Pósthólf 370 • Reykjavik • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 ¦ Afgreiðsla og askrift 86300 '• Kvöldsímar 86387 & 86392 íhald og kratar komnir af stað: Ný „viðreisn" í f æðingu? Fram eftir degi í gær benti flesttil þess i Alþingishúsinu a6 ný „viðreisnarstjórn" Sjálf- stæöisflokksins og Alþýöu- flokksins væri i fæoingu. Stóðu miklar viðræður yfir milli flokk- anna um stjórnarmyndun, en á mánudagskvöldið hafði það komið f ljós i skoðanakönnun i þingflokki Alþýðuflokksins að meirihlutinn taldi nýtt „við- reisnarsamstarf" æskilegasta kostinn. Þessi skoðanakönnun mun hafa veriö óformleg og var gerð. i beinu framhaldi af því að hinar nýju tillögur Alþýðuf lokksins höfðu náð tilætluðum árangri með því að breikka bilið veru- lega milli Alþýöuflokksins og framsóknarmanna. Að visu mun meirihluti alþýðu- flokksmanna ekki vilja þver- taka fyrir „þjóðstjórnarsam- starf", en miklar athugasemdir og vantni kom fram á þeim möguleika. Innan Sjálfstæðisflokksins er sagt, að Geir Hallgrimsson hafi nU tekið upþ „alveg nýjar vinnuaðferðir". Hann er sagður hættur að biða og hlusta og taka tillit til allra sjónarmiða, en er farinn að knýja fram vilja sinn með hótunum. Sumum sjálf- stæðisþingmönnum fellur þetta velm en öðrum stórlega miður, einkum dr. Gunnari Thorodd- sen. Alþýðubandalagsmenn hafa verið á fullri ferð I þinghúsinu allangærdaginnmeð tilboðl all- ar áttir um „þjóðstjdrnarsam- vinnu". Er sagt að þeim hrjdsi hugur við þvl að einangrast með öllu eftir framkomu þeirra sjálfra, en ástandið f alþjóða- málum þeim orðið mjög öfug- snúið. Sj alf stæðismenn munu sam- taka um það eitt að koma i veg fyrir myndun utanþingsstjórn- ar. Er talið að Sjálfstæðisflokk- urinn sé tilbúinn til að mynda minnihlutastjórn úr eigin röö- um, sem stærsti flokkur þings- ins, ef alvarleg „hætta" mynd- ast á þvi að forseti íslands taki frumkvæðið Ur höndum flokk- anna. I gær fóru viðræður flokkanna fram samkvæmt þvi að enginn einn flokksleiðtogi hafi umboð forsetans, en öllum sé þeim rétt og skylt að kanna alla hugsan- lega möguleika. í samræmi við þetta hafa viðræður Alþýðu- flokksog Sjálfstæðisflokks farið fram i hálfgerðum feluleikjum. Nýrri „viðreisn" verður mik- ill vandi á höndum vegna þess að hún myndi ekki njóta meiri- hluta efri deild Alþingis. Var I gær talið að það myndi verða til þess að stjórnin færi með lönd- um i efnahagsmálum fyrsta kastið, en gripi siðan til kjör- dæmamálsins tilað knýja fram kosningar um önnur málefni þegar liöur að sumri. Formenn flokkanna munu hittast fyrir hddegið 1 dag til að ræða stöðuna. Ef tir hádegiö hef- ur forseti íslands boöað þá til sin, og hefur hann látið I ljós þá ósk, að úrslit fáist um næstu helgi. ¦:;;:;:;.;. . '¦:< Tveir á tali. 1. des. 19781979: Ibúum á landinu fjölgaðium 1.08% Myndin er frá Hauganesi, en þaðan er fyrirhugað að leggja sæstreng yfir til Grenivfkur. Rafstrengur yfir Eyjafjörð Áætlaður kostnaður riflega 230 milljónir JSS— 1 fimm ára framkvæmda- áætlun Rafmagnsveitu rikisins er gert ráð fyrir lagningu sæstrengs milli Hauganess og Grenivíkur. Kristján Jónsson rafveitustjdri sagði I samtali við Tlmann, að þarna væri um að ræða tengingu milliflutningskerfisins vestan Eyjafjarðar, frá Akureyri til Hjalteyrar og Dalvikur og tengdist strengurinn endanum á Svalbarösstrandarlínu, sem lægi með Eyjafirði austanverðum, Þessi framkvæmd væri nauðsyn- leg vegna þess að núverandi Sval- barðsstrandarlina hefði langt frá þvl næga flutningsgetu til að anna álagi á viðkomandi stöðum. Fram tíl þessa hefði orðið að tak- marka notkun á þessu svæði og neita mönnum t.d. um rafhitun. „ísamanburði sem við gerðum áaðferðum til að leysa þetta mál, kom I ljós að sæstrengur yfir Eyjafjörðinn er mun ódýrari heldur en sá kostur að endur- byggja alla llnuna frá Akur- eyri", sagði Kristján. „Eins höfum viðskoðað þá lausn, að setja upp og keyra dieselstöð á Grenivik og I ljós kom.að saman- borið við það myndi sæstrengur- inn borga sig á tveim árum." Þá sagði Kristján, að Rafmagnsveitur rikisins hefðu gerttillöguum, að þessi strengur yrði lagður I sumar og yrði til- búinn til tengingar I haust. Lengur mættu framkvæmdir ekki dragast. Hins vegar væri ekki búið að taka neinar ákvarðanir um fjárlög, en framkvæmdir væru að sjálfsögu haðar þeim. En til þess að hafa allt tilbUið, ef framkvæmdin yröi samþykkt, væri nú farið að leita tilboða í sllkan streng, með aöurgreindum fyrirvara. En áætlaðaðkostnaður við lagningu sæstrengsins næmi um 230 miiljónum króna. Forsetakosningarnar: Alma gefur út yfir lýsingu á morgun FRI — Alma Þórarinsson læknir mun gefa yfirlýsingu um það hvort hiln muni verða I framboði til forsetaembættisins eða ekki á morgun. Ef hiin ákveður að gefa kost á sér þá er það I f yrsta sinn I sögu lýðveldisins sem kona er I framboði tíl forsetaembættisins. Almaerfæddl2ágUst 1922. Hún hefur starfað undanfarin ár' I leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Hún'er gift Hjalta Þórarinssyni lækni og þau eiga fimm börn. Alma Þörarinsson. JSS — Samkvæmt bráða- birgðatölum frá Hagstofu Islands var fjöldi ibua á landinu samtals 226.339 manns l.desembersl. Þar af voru 114.152 karlar og 112.187 konur. Ibiiafjöldinn á sama tlma I fyrra var samtals 223.917 manns. Islendingum hefur því f jölgað um 2.422 á siöasta ári eða um 1.08%. Af einstökum landshlutum fjölgaði ibúum I nágrannasveit- arfélögum Reykjavikur, þ.e. Seltjarnarnesi, Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ hlutfalls- lega mest eða um 2.38% Vestur- land var næst 1 röðinni, en þar fjölgaði IbUum um 328 eöa 2.31%. Hlutfallslega minnst varð IbUa- fjölgunin i Reykjavik, 273 manns eða 0.33%. Voru IbUar þar sam- tals 83.365 þann 1. des sl. en 83.092 1. des. 1978. Mannflesta sýslan á landinu var Arnessýsla með 6.595 IbUa. Þar af voru 3502 karlar og 3093 konur. Fæstir reyndust IbUarnir vera i' Austur-Barðastrandar- sýslu, samtals 436 manns. Mann- fæsti hreppurinn var MUla- hreppurisömu sýslumeö 15 IbUa. Mannflesti hreppurinn var Mos- fellshreppur með 2.703 ibúa. Ráðgert að auka loðnu- veiðikvótann nú um 60-80 þúsund tonn AM — I gær átti sjávarUtvegsráð- herra fund með fulltruum hags- munaaðila um loðnuveiðar og Hafrannsóknastofnuninni, þar sem rædd voru þau viðhorf sem nú blasa við að lokinni könnun á markaöshorfum fyrir frysta loðnu og loðnuhrogn I Japan. Eru horfurnar slðri en vonast hafði verið til. Blaðið ræddi I gær viö Þórð Asgeirsson hjá SjávarUtvegs- ráðuneyti og sagði hann að I ráði væri að flytja 60-80 þúsund tonnaf þeirri veiði sem áætlað hefði verið að veiða á hrognatimabilinu I mars fram á timabilið nU. A veiðitímabili sem nU stendur var ætlunin að veiða 100 þUsuijd tonn, en 180þUsund tonn á seinna tima- bilinu I mars, svo segja má að dæminu sé snuið við og 160-180 þUsund tonn veidd nU og 100 þUs- und tohn I mars. Seölabankinn sleipur í vioskiptum: Tekur 70% vexti af skuldum en greiðir 25% á innistæður BIs. 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.