Fréttablaðið - 12.04.2007, Side 34

Fréttablaðið - 12.04.2007, Side 34
Hjónin Sólrún Sveinbergsdóttir og Sigurjón Helgason á Dalvík safna beljum. „Ég er einmitt að taka upp úr kassa með yfir hundrað nýjum hlutum sem við pöntuðum af e- Bay,“ segir Sólrún Sveinbergs- dóttir á Dalvík en hún og eigin- maður hennar, Sigurjón Helga- son, eiga stórt og mikið safn af alls kyns kúm. Hjónin hafa safn- að beljunum í tuttugu ár og hafa þurft að stækka við hús sitt til að koma þeim öllum fyrir. „Fyrsti hluturinn var gjöf til mannsins míns frá mömmu minni en hann starfaði á þeim tíma sem bústjóri á Einangrunarstöðinni í Hrísey. Þegar mamma dó tóku aðrir til við að færa okkur eina og eina kú sem fólk rakst á á ferðalögum. Nú er ótrúlegasta fólk að gefa okkur þetta,“ segir Sólrún og bætir við að þau sjálf kaupi allar þær kýr sem þau rekist á. „Þetta hefur heldur betur undið upp á sig og maður er farinn að spá hvort það sé nokkuð til meðferð við þessu,“ segir Sól- rún hlæjandi. „Við höfum komið öllu dótinu í varanlegt húsnæði en við smíðuðum sólstofu út frá hús- inu og getum haft dótið uppi allt árið um kring. Áður vorum við með það ofan í kössum yfir vetur- inn.“ Sólrún segist ekki búast við að hætta söfnuninni í framtíðinni. „Ef kýrnar eru farnar að þrengja að þá reynum við bara að hagræða í hillunum.“ Safna kúm af öllum gerðum www . u n i k a . i s Fákafeni 9 Sími: 568 6700 mán-fös. 10-18 og laug. 11-16

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.