Fréttablaðið - 12.04.2007, Page 61

Fréttablaðið - 12.04.2007, Page 61
í farveg þar sem verður einhver gildisauki á honum,“ sagði Björn. Á Bláfjallasvæðinu má ekki nota tilbúinn áburð, svo Gróður fyrir fólk hefur notast við garða- úrgang. „Við höfum tekið við því sem fellur til af grænum svæðum borgarinnar, svo sem Hljómskála- garðinum. Vinnuskólahóparnir hafa dreift því yfir brekkur og sáð í, með góðum árangri,“ sagði Björn. Eftir uppgræðslu festir snjó betur í brekkunum, að sögn Björns. „Þar fyrir utan er svæðið ekki lengur þessi hrjóstruga urð þegar það kemur undan snjó.“ Þar með er einkunnarorðum félags- ins náð. „Gróður fyrir fólk vinn- ur út frá þeirri forsendu að gróð- ursæl svæði séu vistlegri fyrir okkur mannfólkið en auðnir og uppblásnir melar.“ Samtökin vinna einnig að upp- græðslu með hrossataði á bökk- um Kleifarvatns. „Menn velta því fyrir sér hvort að aukinn gróð- ur og lífmagn í næsta nágrenni við vatnið hafi jákvæð áhrif á líf- ríki þess. Í því skyni erum við í samstarfi við Náttúrufræðistofur bæði í Kópavogi og á Reykjanesi um að fylgjast með breytingum á vatninu. Þetta er fyrsta rann- sókn sinnar tegundar á landinu og mjög spennandi,“ sagði Björn. Sonny Bono verður borgarstjóri Námskeið á vegum Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni, þriðju- daginn 17. apríl frá kl. 12:30 til kl. 16:00. Dagskrá: Fyrirlestur um heyrn og heyrnarskerðingu. Lög og reglugerðir. Hvað er niðurgreitt og hversu oft? Heyrnartæki. Mismunandi tegundir kynntar. Hvað þarf að stilla og af hverju? Önnur hjálpartæki fyrir heyrnarskerta. Umhirða og viðhald heyrnartækja. Sýnikennsla í minni hópum um umhirðu og viðhald heyrnartækja. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vinna með einstaklingum og/eða eiga aðstandendur sem nota heyrnartæki. Þátttökugjald er 3.500 kr. Skráning fer fram á hti@hti.is og í síma 581 3855. Heyrnar- og talmeinastöð Íslands annast þjónustu við heyrnarlausa og heyrnarskerta og þá sem eru með heyrnar- og talmein. Stofnunin sér um að útvega hjálpartæki og veitir viðeigandi fræðslu og þjálfun vegna þeirra. Heyrnartæki og hvað svo? Háaleitisbraut 1, 105 Reykjavík Sími: 581 3855 hti@hti.is www.hti.is Portúgalski knapinn og reiðkennarinn Júlio Borba heldur kennslusýningu á vegum Félags tamninga- manna í Ölfushöllinni í kvöld. Þar sýnir hann þjálf- unaraðferðir og hvernig gera má góðan hest betri. Júlio Borba hefur unnið með margvísleg hesta- kyn. Hann telur íslenska hestinn skemmtilegan að vinna með, sökum vinnu- semi og vilja. Borba hefur áður komið hingað til lands á vegum einkaaðila til að kenna fagfólki í reið- mennsku, en að þessu sinni stendur öllum hestamönnum til boða að bergja af þekkingarbrunni hans. Júlio hóf feril sinn í hesta- mennsku aðeins sex ára gam- all þegar hann fór í fyrstu kennslustundina hjá föður sínum og alnafna. Hann hefur numið hjá mörgum þekktum reiðkennurum, meðal annars dr. Guilherme Borba. Fyrstu ár sín sem atvinnu- maður í hestamennsku reið hann í reiðsýningum og keppni en síðustu fimm ár hefur hann ferðast um heiminn til að kenna aðferðir sínar. Hann hefur kennt á námskeiðum í Bandaríkjunum, Englandi og Svíþjóð. Kennslusýningin hefst klukkan 18.00 í Ölfushöllinni en sala að- göngumiða fer fram við inngang. Reiðkennari í Ölfushöll

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.