Fréttablaðið - 12.04.2007, Blaðsíða 77
„Verulega ljótt og ærumeiðandi er að
bendla menn að ósekju við svo alvarleg-
an glæp. Lögreglan lítur þetta alvarlegum
augum og segir mig verða að spyrna við
fótum,“ segir Ásgeir Davíðsson, sem betur
er þekktur sem Geiri á Goldfinger.
Vísir birti 19. mars síðastliðinn frétt
undir fyrirsögninni „Geiri Goldfinger
kærður fyrir líkamsárás“. Í fréttinni segir
ónefndur leigubílstjóri Geira hafa misst
stjórn á sér, hótað sér og kýlt ítrekað í and-
litið.
Lögmaður Geira, Brynjar Níelsson hrl.,
leggur fram kæruna í nafni Geira en hún
er tvíþætt. Í fyrsta lagi er leigubílstjór-
inn Jón Halldórsson kærður fyrir rangar
sakargiftir. Í öðru lagi er farið fram á að
gefið verði upp hver sá er sem kallar sig
GunnarBest hjá Vísi.is og setti fram at-
hugasemd við fréttina á Vísi. Sá segir af
grunsemdum sínum þess efnis að Geiri sé
viðriðinn hvarf Valgeirs Víðissonar sem
saknað var árið 1994 og hefur ekki fundist.
Geiri segir þetta út í hött en lítur ásakanir
um kjaftshöggið alvarlegri augum. „Ég er
ekki vanur að ganga um og kýla menn. Ég
er alinn upp hjá góðu fólki og var kennt að
hvorki ljúga né stela. Hvað þá kýla menn.
Þetta fólk myndi snúa sér við í gröfinni ef
það vissi hvað væri í gangi núna.“
Þórir Guðmundsson, ritstjóri Vísis, segir
fyrirliggjandi að ef dómstólar vilji fá að
vita hver standi á bak við nöfn á spjallþráð-
um og á athugasemdakerfum muni Vísir
gera sitt besta til að veita þær upplýsingar.
„Hins vegar er ekki víst að hægt sé að
finna viðkomandi. Menn skrá sig þarna inn
og eru ekki endilega að gefa upp nöfn og
kennitölur þannig að hægt sé að rekja það,“
segir Þórir.
„Ég óttast ekki þessa kæru hans,“ segir
Jón leigubílstjóri og stendur við framburð
sinn, þann sem Vísir birti. Jón segir að
rannsókn á kæru sinni sé ekki lokið og hann
hafi enn frest til að leggja fram bótakröfu.
Jón segist jafnframt hafa undir höndum
áverkavottorð.
Aðspurður hvernig á þessum ýfingum
standi segir Jón þær tengjast vini sínum,
Viðari Má Friðfinnssyni, fyrrverandi starfs-
manni Geira á Goldfinger. Hann hafi verið
rekinn af Goldfinger fyrir að vera í sam-
bandi við súludansmey, en tekið við sem
framkvæmdastjóri á súlustaðnum Bóhem.
Á hann verið ráðist af tveimur grímuklædd-
um mönnum á síðasta ári og telur Jón Geira
tengjast þeirri árás. Geiri hafnar því hins
vegar alfarið og segist hafa þá verið í New
York með konu sinni.
Eftir að Fréttablaðið talaði við Vísismenn
vegna vinnslu þessarar fréttar var svo búið
að taka niður athugasemdir við veffréttina.
Geiri á Goldfinger ósáttur og kærir á móti
Breska leikkonan Keira Knightley
lifir í ótta þessa dagana því fimm
karlmenn ofsækja hana og elta
hvert sem hún fer. „Ég er ótrú-
lega hrædd,“ segir Keira enda veit
hún ekkert um hversu hættulegir
þessir óðu aðdáendur hennar eru.
„Fimm menn elta mig og ég veit
ekki hvort þeir eru nauðgarar eða
eitthvað annað. Ég er dauðhrædd
á hverjum degi.“
Keira hrædd
um líf sitt
Paris Hilton virðist eiga ákaflega
bágt með að haldast á vinum en
nýjasta vinkona
hennar á það
kannski sameig-
inlegt með Paris
að vera ekki við
eina fjölina
felld … hvað
starf varð-
ar. Paris sást
nefnilega í
hrókasam-
ræðum við
klámmynda-
leikkonuna
Jennu Jameson
í afmæli þeirr-
ar síðarnefndu
á hóteli í Las
Vegas.
Hvort Hilt-
on-erfinginn
hafi verið að þiggja góð
ráð frá Jameson skal
ósagt látið en fyrirsæt-
an varð fyrir því óláni
að kynlífsmyndband
hennar og Rick Sol-
omon lak út á netið
og skákaði meðal
annars öllu því nýj-
asta í klámiðnaðin-
um þá í smásölu.
Breska blað-
ið The Sun birt-
ir myndir úr af-
mælinu og má þar
meðal annars sjá
Lukas Rossi í góðu
stuði með Jennu
en hann ættu Ís-
lendingar að kann-
ast vel við úr sjón-
varpsþáttunum
Rock Star: Supernova
þar sem Magni „okkar“
Ásgeirsson sló í gegn.
Jenna ný vin-
kona Parísar
UNGFRÚ REYKJAVÍK
2007
Í BEINNI ÚTSENDINGU Í KVÖLD
KL. 22.00 Á SKJÁEINUM