Fréttablaðið - 12.04.2007, Síða 86
Eins og komið hefur fram í fjöl-
miðlum hyggst stórsveitin Síðan
skein sól koma saman á nýjan leik
síðasta vetrardag, 18. apríl, og
leika mörg af sínum bestu lögum
í Borgarleikhúsinu. Samkvæmt Ís-
leifi B. Þórhallssyni, framkvæmda-
stjóra Concert, er þegar uppselt á
fyrri tónleikana og hefur því öðrum
verið bætt við seinna um kvöldið.
Hljómsveitin verður þó ekki ein á
sviðinu því sannkallað landslið tón-
listarmanna mun leggja þeim lið.
Þá munu gamlir vinir og nýir reka
inn nefið en meðal þeirra eru sjálf
Silvía Nótt, KK og Björn Jörundur.
Þegar Fréttablaðið náði tali af
Helga Björnssyni
var ekki annað að
heyra á honum
en hann væri
spenntur
fyrir
þessum gestum. „Ég nefndi það við
Silvíu að hún myndi
syngja Nostalgíu,
lagið sem Ingi-
björg Stefánsdótt-
ir söng með okkur
á sínum tíma,“ segir
Helgi.
Þeir KK og Björn Jör-
undur eru hins vegar
sveitinni að
góðu kunn-
ir. Og upp-
lýsir Helgi
meðal ann-
ars að KK
hafi spilað með þeim á plötunni
Einmanna sem kom út árið 1999.
„Ætli við reynum ekki að fá hann
til að spila með okkur eitt eða tvö
lög af þeirri plötu,“ segir Helgi.
Björn Jörundur hefur einnig komið
töluvert við sögu sveitarinnar. Var
reyndar í harðri baráttu við Síðan
skein sól á sveitaballamarkaðin-
um með Ný dönsk á sínum tíma en
gróf síðan stríðsöxina og tók smá
túr með sveitinni þegar bassaleik-
arinn Jakob Smári var í fríi. „Ætli
við tökum ekki saman Þú ert ekk-
ert betri en ég, það ætti að vera við
hæfi,“ segir Helgi og hlær.
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
„Ég borða yfirleitt hafragraut.“
Gamlir vinir Sólarinnar og nýir
Eins og fram kom í Fréttablaðinu í júlí
á síðasta ári var Óttar Guðnason ráð-
inn sem kvikmyndatökumaður í nýjustu
kvikmynd Jan De Bont, Stopping Power.
Þá stóð til að tökur hæfust í september
en yrði síðan lokið í október. Eitthvert
bakslag kom í málið, nýir fjárfestar tóku
við kvikmyndinni og nýir leikarar voru
ráðnir til verksins. Óttar hélt hins vegar
sinni stöðu og skömmu fyrir páskahelg-
ina barst honum tölvupóstur frá leik-
stjóranum þar sem hann bað Óttar um
að fara að gera ferðatöskurnar klárar.
„Það á allt saman að skýrast öðru hvor-
um megin við helgina hvenær ég fer út
og núna er þetta svona áttatíu prósent að
þetta fari allt að rúlla,“ segir Óttar, sem
var í langþráðu páskafríi á Spáni þegar
Fréttablaðið náði tali af honum.
Myndin verður tekin upp í Berlín og á
svæðinu þar í kring. Óttar sagðist ekki
vita hvaða leikarar hefðu verið ráðnir í
staðinn fyrir þá gömlu en verið væri að
hnýta síðustu hnútana á þeim bænum.
Um er ræða spennumynd sem fjall-
ar um orrustuflugmann sem fer í frí
til Evrópu á húsbíl. Í för með honum er
dóttir hans og kærasta en þegar húsbíln-
um er rænt með stúlkunni hans innan-
borðs hefst æsilegur eltingaleikur. Og
þetta mun því krefjast mikillar útsjón-
arsemi hjá kvikmyndatökumanninum ís-
lenska að festa kappakstra
og annað tengt því á filmu.
Hinn hollenski Jan De Bont
hóf sjálfur störf sem kvik-
myndatökumaður en hefur að
undanförnu aðallega fengist við
leikstjórn og gerði meðal ann-
ars Speed og fyrstu Löru Croft-
myndina.
Óttar gerir sig kláran í bátana
Krummi Björgvinsson í Mínus fer
með hlutverk Jesú Krists í upp-
færslu Vesturports á söngleikn-
um Jesus Christ Superstar. „Jesús
Kristur var og er enn þekktasta
stjarna og rokkstjarna heims-
ins. Auðvitað vill maður leika
aðal fyrst,“ sagði Krummi, sem
fetar þannig fyrstu skref sín á
leiklistarsviðinu.
„Ég hef náttúrlega oft spilað á
leiksviði, sem tónlistarmaður,“
benti hann réttilega á. „Þetta er
heldur ekki svo langt frá því sem
ég hef verið að gera frá því að ég
var lítill krakki, að syngja rokk-
músík á sviði. En þetta er öðru-
vísi tjáning. Ég þarf að tjá karakt-
er og sögu, sem er svolítil áskor-
un, og líka það skemmtilegasta við
þetta,“ sagði Krummi.
Hann kvaðst ekki stressaður
yfir að leika sjálfan Jesú Krist.
„Nei, nei. Ég er kaþólikki og var
í kaþólskum skóla. Trú hefur allt-
af verið mikill partur af mínu lífi,
þó ég sé kannski ekki að fara að
skrifta hvern einasta dag,“ sagði
hann. „Þetta verður líka svolítið nú-
tímalegri uppsetning, Jesús Krist-
ur með tattú og attitjúd,“ bætti
hann við. „Það er kominn tími til
að hrista upp í þessu og gera þetta
að ótrúlega flottu rokksjóvi. Ég er
allavega hundleiður á að horfa á
sömu uppsetningu á þessu fram og
til baka,“ sagði hann.
Krummi segir Jesus Christ
Superstar vera einn besta söng-
leik allra tíma. „Tónlistin er meiri
háttar, og það hafa líka frábærir
söngvarar sungið þetta. Ian Gillan
úr Deep Purple og Ted Neely, sem
gerði þetta rosalega vel í kvik-
myndinni,“ sagði hann. „Ég geri
þetta að mínu eigin. Ég er
ekkert að fara að
setja klemmur á
eistun á mér til að
ná háa séi, sko,“
sagði hann sposk-
ur.
Með honum á
sviðinu verða
aðrir reynd-
ir tónlistarmenn, því Jens Ólafson,
betur þekktur sem Jenni úr Brain
Police, og Bjarni Hall úr Jeff Who?
fara með hlutverk Júdasar og Pét-
urs. Pontíus Pílatus verður í hönd-
um Ingvars E. Sigurðssonar, Ólaf-
ur Darri Ólafsson leikur Kaífas,
Heródes verður Ólafur Egill Ól-
afsson og Lára Sveinsdóttir leikur
Maríu Magdalenu.
Félagar Krumma úr Mínus, þeir
Bjössi og Bjarni, verða honum
til halds og trausts í hljómsveit-
inni. „Það er rosalega gott, enda
eru þeir þéttasta tempótvíeyki
sem Ísland hefur séð, að mínu
mati,“ sagði Krummi. Karl Sig-
urðsson úr Baggalúti verður kór-
stjóri, og halda hann og leikstjór-
inn Björn Hlynur Haraldsson kór-
prufur annað kvöld. Þeir sem vilja
spreyta sig á þeim og syngja í kapp
við Krumma í sumar geta látið vita
af sér á rakel@artbox.is.
Handrit er að sögn Krumma enn
í vinnslu, en frumsýningin verður
væntanlega um mitt sumar.
FYRSTUR
MEÐ
FRÉTTIRNAR
www.visir.is