Fréttablaðið - 19.04.2007, Síða 2

Fréttablaðið - 19.04.2007, Síða 2
 Á fyrsta fjórðungi ársins voru að meðaltali 3.500 manns án vinnu og í atvinnuleit. Eru það tvö prósent vinnuafls, tæpu hálfu prósenti minna en á sama tíma á síðasta ári. Athugan- ir Hagstofunnar leiða þetta í ljós. Atvinnuleysi nú mælist mest hjá ungu fólki. Fjöldi starfandi á fyrsta ársfjórðungi var 172.800 og fjölgaði um 9.300 frá 2006. Fram kemur að meðalfjöldi vinnustunda fólks í fullu starfi var rúmar 47 klukkustundir á viku, heldur fleiri hjá körlum en konum. 3.500 án vinnu og í atvinnuleit Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráð- herra mun á næstu dögum leggja til að tekin verði upp „eðlileg samskipti“ við heimastjórn Palestínu- manna. „Ég tel að myndun heimastjórnarinnar sé jákvætt skref og ég er þeirrar skoðunar að við eigum að taka upp eðlileg samskipti við stjórn sem er kosin í lýð- ræðislegum kosningum,“ segir Valgerður. Norðmenn hafa lengst þjóða gengið í að rjúfa alþjóðlega einangrun stjórnar Fatah-hreyfingarinn- ar og Hamas-samtakanna. Í síðasta mánuði sagði norska stjórnin að eðlilegu stjórnmála- og viðskipta- sambandi við palestínsku stjórnina yrði komið á. Aðrar Evrópuþjóðir hafa ekki stigið þetta skref enn. Valgerður vill þó leggja ríka áherslu á kröfur Kvartettsins svokallaða, fjóreyki Sameinuðu þjóðanna, Bandaríkjanna, ESB og Rússlands. Ráðherra nefnir sérstaklega að heimastjórnin eigi að viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis. „Á það hafa Norðmenn lagt áherslu líka og við munum halda þeim skilyrðum á lofti. Það má túlka orð Hamas-samtakanna þannig að þau séu að verða jákvæðari í garð þessara skilyrða. Öllum má líka vera ljóst að stjórnleysi á þessu svæði hjálpar hvorki Palestínumönnum né Ísraelsmönnum,“ segir utanríkisráðherra. Tveir menn um þrí- tugt, búsettir á höfuðborgarsvæð- inu, hafa verið handteknir vegna rökstudds gruns um að þeir hafi átt viðskipti við erlendan barna- klámhring. Þetta staðfesti Björg- vin Björgvinsson, yfirmaður kyn- ferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Mennirnir sem um ræðir voru handteknir í lok síðustu viku eftir að tilkynning um tengsl klám- hringsins hingað til lands barst frá Europol til embættis ríkislögreglu- stjóra, sem vísaði málinu áfram til lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Um var að ræða allstórt samvinnu- verkefni. Í kjölfar handtökunnar var gerð húsleit heima hjá mönnunum og samtals sjö tölvur gerðar upptæk- ar. Þær eru nú til rannsóknar hjá tölvudeild lögreglunnar. Að sögn Björgvins komst upp um klámhringinn eftir að ítalskur karlmaður hafði verið handtekinn í heimalandi sínu. Ljóst þykir að barnaklámhringurinn eigi upptök sín á Ítalíu, en hafi síðan teygt anga sína til fleiri Evrópulanda, þar á meðal Íslands. Rökstuddur grunur leikur á því að Íslending- arnir tveir séu meðal þeirra sem keypt hafa barnaklámefni með þessum hætti. Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins er enn ekki komið í ljós hvað tölvur tvímenninganna hafa að geyma, enda skammt liðið frá því að þær komust í hendur lög- reglu. Mönnunum var sleppt að yfirheyrslu lokinni, en lögreglan vinnur að rannsókn á máli þeirra. Björgvin segir að nær stöðugt sé verið að koma upp um alþjóðlega barnaklámhringi. Frá því að kyn- ferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hóf starf sitt um áramót hafa 8-10 Íslendingar komið við sögu lögreglu í slíkum málum á ofangreindu tímabili, annaðhvort eftir að þeir höfðu hlaðið barnaklámi inn á tölvur sínar eða fest kaup á því. Ekki er langt síðan fimm manns voru handteknir hér á landi vegna gruns um tengsl við umfangsmikinn alþjóðlegan barnaklámhring, sem rakinn var til Austurríkis. Mál þeirra hafa verið til rannsóknar hjá lögreglu. Tveir grunaðir um kaup á barnaklámi Tveir menn voru handteknir í síðustu viku vegna gruns um viðskipti við erlend- an barnaklámhring. Sjö tölvur í eigu mannanna eru til rannsóknar. Handtakan átti sér stað í kjölfar tilkynningar Europol um tengls klámhringsins til Íslands. Bókverkakonan Áslaug Jónsdóttir hlaut Barna- bókaverðlaun menntaráðs Reykjavíkurborgar annað árið í röð. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Höfða í gær. Verðlaunin fær Áslaug fyrir bókina Stór skrímsli gráta ekki sem hún samdi og myndskreytti ásamt Svíanum Kalle Güettler og Rakel Helms- dal frá Færeyj- um. Í fyrra hlaut Áslaug verðlaunin fyrir bók sína Gott kvöld. Verðlaun fyrir bestu þýðingu barnabókar 2007 fær Rúnar Helgi Vignisson rithöfundur fyrir Sólvæng eftir kanadíska rithöf- undinn Kenneth Oppel. Verðlaunuð í annað sinn Samskipti við Palestínustjórn Fjögurra manna fjölskylda slasaðist í alvarlegu umferðarslysi í Langadal um klukkan sjö í gærmorgun. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti þrjá á Blönduós. Einn var fluttur með sjúkrabíl á sjúkra- húsið á Akureyri með minni háttar áverka á brjóstholi. Bílstjórinn, maður um þrítugt, er ekki alvarlega slasaður samkvæmt upplýsingum Landspítala. Móðir hans slasaðist, er handleggs- og mjaðmagrindarbrotin og fjórði maðurinn beinbrotnaði í andliti, öxlum og hrygg en mun ekki hafa lamast. Alvarlegt slys í Langadal Fjórar stórar sprengjur voru sprengdar í hverfum sjía- múslíma í Bagdad í gær. Spreng- ingarnar drógu að minnsta kosti 164 menn til dauða og enn fleiri særðust. Þetta voru mannskæð- ustu árásirnar á einum degi frá því írösk öryggismálayfirvöld hers og lögreglu, auk bandaríska herliðsins, efndu til átaks í að koma á friði í höfuðborginni fyrir tveimur mánuðum. Flestir fórust þegar bílsprengja var sprengd inni í hópi verka- manna á Sadriyah-markaðnum í miðri Bagdad. Minnst 116 dóu og 145 særðust, að sögn talsmanns Al- Kindi-sjúkrahússins, þangað sem flest fórnarlömbin voru flutt. Minnst 164 far- ast í Bagdad Ókunnir árásarmenn myrtu í gær þrjá starfsmenn hjá kristinni bókaútgáfu í borginni Malatya í Tyrklandi. Fólkið var bundið á höndum og fótum og skorið á háls þegar að var komið. Einn var þá enn með lífsmarki, en dó á sjúkrahúsi skömmu síðar, að sögn lögreglu. Eitt fórnar- lambanna kann að hafa verið Þjóðverji, en ekkert fékkst staðfest að svo komnu máli um þjóðerni hinna myrtu. Fjórði maðurinn komst undan árásarmönnunum með því að stökkva út um glugga. Hann var á sjúkrahúsi með höfuðáverka og önnur meiðsl, en ekki í lífshættu. Lögregla handtók fjóra menn, grunaða um að hafa framið árásina. Hún rannsakaði einnig hvort verið gæti að maðurinn sem stökk út um gluggann hefði verið í hópi árásarmannanna. Öfgaþjóðernissinnar í Tyrklandi hafa áður beint spjótum sínum að Zirve-útgáfunni í Malatya, sem meðal annars hefur dreift Biblíum. Saka þeir útgáfuna um að reka áróður fyrir trúskiptum, sem þeir álíta örgustu goðgá í landi þar sem 99 prósent íbúanna eru múslímar. Yfir helmingur veitingahúsa og sjötíu prósent mötuneyta lækkuðu ekki verð eftir 1. mars þegar virðisauka- skattur á matvæli lækkaði. Þetta kemur fram í skýrslu sem Neytendastofa hefur tekið saman. Í 54 prósentum tilvika var verðið óbreytt eða hærra eftir 1. mars. Ábendingum frá almenningi var fylgt eftir með bréfum til veitinga- og kaffihúsa. 47 prósent svöruðu og sögðust hafa lækkað. Í 53 prósentum tilvika bárust ekki svör eða þau kváðust ekki ætla að lækka. Aðeins tólf mötuneyti lækkuðu hjá sér verð eftir 1. mars. Minnihluti lækkaði verð Björn, er þetta enn ein eftir- herman?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.