Fréttablaðið - 19.04.2007, Page 10

Fréttablaðið - 19.04.2007, Page 10
Nýr, fallegri og miklu betri Opel. 0 kr. í útborgun* 28.412* kr. á mánuði fyrir beinskiptan Opel Astra 1.6 ( Verð: 1.890.000 kr. ) 31.836* kr. á mánuði fyrir sjálfskiptan Opel Astra 1.8 ( Verð: 2.120.000 kr. ) Olíublautir fuglar sáust í Hvalsnesfjöru í gær, þar á meðal dauður fýll sem talið er að hafi drepist af öðrum orsökum. Helgi Jensson, verkefnisstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir að ekki sé um bráða hættu að ræða. Beðið verði með að hreinsa fjöruna þar til á morgun, föstudag, þar sem dagurinn í dag er frídagur. Ríkharður Friðriksson, starfs- maður Heilbrigðiseftirlits Suður- nesja, gekk fjörur í Sandgerði í gær að beiðni Umhverfisstofnun- ar til að kanna umfang olíumeng- unarinnar. Hann sagði að olíu- slikja lægi yfir en aðeins einn olíublautur fýll hefði fundist. Guðmundur Ásgeirsson, stjórn- arformaður Nesskipa, segir að smurolía hafi farið undan vélinni í sjóinn þegar Wilson Muuga var dreginn af strandstað í fyrrakvöld. Búast megi við að um nokkur tonn af smurolíu geti verið að ræða. Wilson Muuga liggur nú við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn. Guðmundur segir að hreinsa þurfi vélarbotninn og dæla upp smáveg- is af sjóblandaðri olíu. Meira verði ekki gert í bili. Mestar líkur séu á því að siglt verði með skipið til viðgerða eða niðurrifs á ódýrum stað austarlega við Svartahaf. „Ég á ekki von á því að strákarnir hérna geti ráðið við þetta,“ segir hann. Vinna við að ganga frá tækjum og björgunarbúnaði hófst á strand- stað í gær. Beðið með hreinsun

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.