Fréttablaðið - 19.04.2007, Side 26

Fréttablaðið - 19.04.2007, Side 26
[Hlutabréf] Hátt gengi krónunnar skýrist fyrst og fremst af ofmati á gengi hennar gagnvart Bandaríkjadal. Raungengi gagnvart bandaríkja- dal er nálægt sjö ára jafnvægis- gildi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningardeildar Kaup- þings banka. Á fundi greiningadeildarinn- ar í gærmorgun kynntu Þóra Helgadóttir og Ásdís Kristjáns- dóttir, sérfræðingar deildarinn- ar, úttekt sína á stöðu krónunnar. Þar kemur fram að viðskiptahalli verði viðvarandi næstu árin í ljósi vaxandi ójafnvægis þáttatekna, en undir þær falla laun, vextir og arðgreiðslur. „Slíkt ójafnvægi skýrist fyrst og fremst af erlendri skuldasöfnun íslenskra útrásar- fyrirtækja. Hins vegar má velta fyrir sér hvort slíkt ójafnvægi sé áhyggjuefni sér í lagi ef litið er til íslensku krónunnar. Hátt raun- gengi krónunnar nú um stundir skýrist fyrst og fremst af ofmati íslensku krónunnar gagnvart doll- ara. Raungengi krónu gagnvart evru er hins vegar í kringum jafn- vægi,“ segir í ritinu. Haraldur Yngvi Pétursson, sér- fræðingur greiningadeildar Kaup- þings, fór yfir þróun og horfur í Kauphöllinni á morgunverðar- fundi með fagfjárfestum í fyrra- dag. Hér hefur vöxturinn verið mestur, 20,7 prósent það sem af er árinu, en næst á eftir kæmi sænska kauphöllin með 10,1 pró- sents vöxt. „Enn er töluvert rúm fyrir hækkun á úrvalsvísitölunni og teljum við að hún endi kringum 8.500 stig í lok árs,“ segir hann. Í fyrri spá bankans var gert ráð fyrir að vísitalan færi í 8.000 stig. Hann segir þó ekki ólíklegt að ein- hverjar sveiflur kunni að verða. Góð uppgjör fjármálafyrirtækja og ytri vöxtur er það sem grein- ingardeildin segir að styðji við hækkun markaðarins. Þannig spáir greiningadeildin 75 prósenta hagnaðaraukningu á fyrsta ársfjórðungi þessa árs frá sama tímabili í fyrra hjá þeim fé- lögum sem afkomuspár bankans ná til og að hagnaður fjármálafyr- irtækja aukist um 65 prósent. Greiningadeildin er með þrjú félög í yfirvogun í umfjöllun sinni, en það eru Mosaic Fashions, Lands- bankinn og Bakkavör. Spáð er 11 og 10 prósenta hækkun á gengi bréfa Bakkavarar og Landsbankans til tólf mánaða og 20,5 prósenta hækk- un á gengi Mosaic Fashions. Þar spili inn í jákvæðar fréttir af bresk- um smásölumarkaði sem greining- ardeildin telur að komi félaginu mjög til góða. Krónan er ofmetin og viðskiptahalli verður við- varandi næstu ár. Á sama tíma árar vel fyrir hluta- bréfamarkað, segir greiningadeild Kaupþings. Peter S. Gitmark, þingmaður Hægriflokksins á norska Stór- þinginu og situr auk þess í fjár- laganefnd þingsins, hefur skrifað Kristinu Halvorsen, fjármálaráð- herra Noregs og leiðtoga Sósíal- istaflokksins, bréf og krafið hana um ástæður þess að Kredittilsy- net, norska fjármálaeftirlitið, vari við því að Kaupþing eignist meira en fimmtungshlut í norska fjár- málafyrirtækinu Storebrand. Í bréfinu vísar Gitmark til skýrslu Fjármálaeftirlitsins sem lak til norska dagblaðsins Dagens Næringsliv í síðustu viku en þar kemur fram að Kaupþing skorti reynslu af tryggingarekstri, skorti eigið fé, sé of áhættusækið og við- kvæmt fyrir skakkaföllum í brot- hættu íslensku hagkerfi til að fara með meirihluta hlutafjár í Store- brand. „Er þetta stefna ríkisstjórnar- innar?“ spyr Gitmark í bréfinu og gagnrýnir Björn Skorgstad Aamo, forstjóra eftirlitsins harðlega fyrir afstöðu eftirlitsins. Ríkisstjórn- in fór að tilmælum eftirlitsins og setti þak á viðskipti Kaupþings við 20 prósenta hlut í Storebrand þrátt fyrir að bankinn hefði óskað eftir því að fá að fara með fjórðungs- hlut í fjármálafyrirtækinu. Bank- inn fer nú með rétt rúman sautján prósenta hlut í Storebrand og er stærsti hluthafi félagsins. Dagens Næringsliv segir í gær að Halvorsen muni svara bréfi þingmannsins eftir viku. Kaupþing rætt á stórþinginu Tveir af stærstu sparisjóðum landsins, SPRON og BYR spari- sjóður, hafa sagt skilið við hina sparisjóðina í sameiginlegum markaðsmálum undir heitinu „sparisjóðurinn“. Samanlagt eru sparisjóðirnir tveir með um sex- tíu prósent af umsvifum spari- sjóðanna. SPRON hefur reyndar unnið undir eigin merkjum markaðs- lega séð um nokkurra ára skeið og BYR sparisjóður ætlar frá og með næstu áramótum að fara eigin leiðir þótt ekki liggi fyrir hvort það verði alfarið út úr markaðs- málum eða eingöngu auglýsinga- þættinum. Guðjón Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra sparisjóða, segir að þetta sé að vissu leyti eðileg þróun þegar til verða jafn stórar einingar og Byr sem varð til með samruna SPH og SPV. Þeir sparisjóðir sem eftir verða ætla að þjappa sér saman að sögn Guðjóns. „Það er jafnöruggt að þeir sparisjóðir sem eru fyrir utan þessa tvo munu enn þá frek- ar herða samstarfið markaðslega. Auðvitað má gera ráð fyrir að minni peningar fari í þessi mál í heildina.“ Hann bendir á að sam- eiginlega ráði þeir sparisjóðir sem eftir verða nálægt tíu prósentum af einstaklingsviðskiptum í land- inu þannig að mikill kraftur á að vera til staðar. Enn vinna sparisjóðirnir saman á mörgum sviðum. „Það er mik- ilvægt að átta sig á því að allir sparisjóðir í landinu eru aðilar að Sambandi sparisjóða og vinna náið saman að stórum og smáum hags- munamálum, til dæmis aðlögun og innleiðingu Basel 2, sem er flókið bankaverkefni, og fræðslumálum sparisjóðanna,“ segir Guðjón. Láta af samstarfinu Peningaskápurinn...

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.