Fréttablaðið - 19.04.2007, Page 28

Fréttablaðið - 19.04.2007, Page 28
Danir eru hugsandi yfir horfum á fasteignamarkaði þessa dagana en sjaldan hafa jafn margar íbúð- ir verið til sölu. Spáð hefur verið verðlækkunum, sem þegar eru orðnar að veruleika, ekki síst á Stór-Kaupmannahafnarsvæðinu. Margir fasteignasalar hafa tekið upp bandarískar aðferðir til að að selja fasteignir víðs vegar um landið. Danska viðskiptablaðið Börsen bendir á að sala á íbúðamarkaði hafi dregist saman á svæðinu og sé af sem áður var þar eð margir haldi að sér höndum. Í ljósi þessa hafi fasteigna- félög á borð við Corell Ejend- omme hætt við að auglýsa 42 nýjar leiguíbúðir með kauprétt- arákvæði. Margir veigri sér við því að festa sér fasteign af ótta við að markaðsverðmæti eigna þeirra eigi eftir að falla. Blaðið segir marga fasteigna- sala í Danmörku hafa gripið til ýmissa ráða til að hleypa lífi í fasteignamarkaðinn. Þannig bjóði sumir flatskjái eða bifreið- ar í kaupbæti með íbúðum eða húsum auk þess sem ýmiss ann- ars konar góðgæti fylgir með kaupum á fasteignum svo sem líkamsræktarkort og utanlands- ferðir. Bent er á að þessi aðferð sé vel þekkt í Bandaríkjunum en það var fyrst í ár sem löglegt varð að freista neytenda með þessum hætti í Danmörku. Fasteignasalar gegn samdrætti Breska kauphöllin í Lundúnum (LSE) er sögð hafa hug á samstarfi við þýsku kauphöllina í Frank- furt og samnorrænu kauphall- arsamstæðuna OMX, sem rekur kauphallir í Eystrasaltslöndun- um og á Norðurlöndunum, þar á meðal hér. Ólíklegt er að af sam- starfi LSE verði í bráð því stjórn bandaríska hlutabréfamarkaðar- ins Nasdaq er sögð ætla að gera allt sem í hennar valdi standi til að koma í veg fyrir samstarf LSE við hlutabréfamarkaði á alþjóð- legum vettvangi. Ástæðan fyrir þessu er and- staða Cörlu Furse, forstjóra LSE, gegn yfirtökutilboði Nasdaq á síðasta ári og í byrjun þessa árs. Furse fékk mikið lof fyrir af- stöðu sína. Það virðist koma í bak hennar nú því Nasdaq tryggði sér tæpan 30 prósenta hlut í breska markaðnum á meðan yfirtökutil- raununum stóð og mun nýta eignastöðuna til að hefna sín, að sögn breska blaðsins Financial Mail. Nasdaq hefur leitað eftir sam- starfi við kauphallir á meginlandi Evrópu síðastliðin tvö ár og er sagt hafa gert tilboð í OMX upp á 23 milljarða sænskra króna, jafnvirði 221 milljarðs íslenskra króna, í síðustu viku. Talsmaður OMX vísaði orðróminum á bug og sagði stjórnina eiga í viðræð- um við nokkrar kauphallir um samstarf á ýmsum sviðum. Nasdaq hefnir sín á LSE Micheal O‘Leary, forstjóri írska lág- gjaldaflugfélagsins Ryanair, er sagður velta því alvarlega fyrir sér að stofna lággjaldaflugfé- lag sem muni sinna flugi á milli Evrópu og Bandaríkjanna á næsta ári. Ástæðan er samningur á milli Bandaríkjanna og Evrópusambands- ins um auknar heim- ildir flugfélaga til að fljúga álfanna á milli. Mörg flugfélög sjá fram á verð- stríð á flugleiðunum og spá því að farmiðaverð yfir hafið muni hríð- lækka í kjölfarið. Breska fréttastofan Sky segir að flugfélagið sem O‘Leary íhug- ar að setja á laggirnar muni ekki fljúga undir merkj- um Ryanair. Haft hefur verið eftir O‘Leary, að verðmiðinn geti farið allt niður í sjö pund, jafnvirði rétt rúmra 900 króna. Markaðsaðilar telja verðið alltof lágt. Talsverð samkeppni liggur þegar í loftinu því annað breskt flug- félag, Zoom Airlines, hefur í bígerð að fljúga daglega á milli Gat- wick og John F. Kenn- edy flugvallarins í New York þegar samningur- inn tekur gildi á næsta ári. Gert er ráð fyrir því að fyrstu vélar Zoom Airlines fari í loftið undir lok júní á næsta ári og mun farmiðaverð liggja í 129 pund- um, tæpum 17 þúsund íslenskum krónum. Ryanair stofnar félag Allt fyrir bílinn – á afbragðsverði aðeins í dag kl. 12–16 rýmingarsala Kíktu á Klettháls 9 og gríptu tækifærið: Alls kyns aukahlutir í fjölmargar tegundir bíla – á hreint einstöku rýmingarverði. 50 til 80% afsláttur: Loftsíur Vindskeiðar Lexusljós Bassabox Rúðuþurrkur Hátalarabox Álfelgur Perur Sport-stýri Aukaljós Spoiler Kit Króm-stútar ÁG Mótorsport – Kletthálsi 9

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.