Fréttablaðið - 19.04.2007, Síða 28

Fréttablaðið - 19.04.2007, Síða 28
Danir eru hugsandi yfir horfum á fasteignamarkaði þessa dagana en sjaldan hafa jafn margar íbúð- ir verið til sölu. Spáð hefur verið verðlækkunum, sem þegar eru orðnar að veruleika, ekki síst á Stór-Kaupmannahafnarsvæðinu. Margir fasteignasalar hafa tekið upp bandarískar aðferðir til að að selja fasteignir víðs vegar um landið. Danska viðskiptablaðið Börsen bendir á að sala á íbúðamarkaði hafi dregist saman á svæðinu og sé af sem áður var þar eð margir haldi að sér höndum. Í ljósi þessa hafi fasteigna- félög á borð við Corell Ejend- omme hætt við að auglýsa 42 nýjar leiguíbúðir með kauprétt- arákvæði. Margir veigri sér við því að festa sér fasteign af ótta við að markaðsverðmæti eigna þeirra eigi eftir að falla. Blaðið segir marga fasteigna- sala í Danmörku hafa gripið til ýmissa ráða til að hleypa lífi í fasteignamarkaðinn. Þannig bjóði sumir flatskjái eða bifreið- ar í kaupbæti með íbúðum eða húsum auk þess sem ýmiss ann- ars konar góðgæti fylgir með kaupum á fasteignum svo sem líkamsræktarkort og utanlands- ferðir. Bent er á að þessi aðferð sé vel þekkt í Bandaríkjunum en það var fyrst í ár sem löglegt varð að freista neytenda með þessum hætti í Danmörku. Fasteignasalar gegn samdrætti Breska kauphöllin í Lundúnum (LSE) er sögð hafa hug á samstarfi við þýsku kauphöllina í Frank- furt og samnorrænu kauphall- arsamstæðuna OMX, sem rekur kauphallir í Eystrasaltslöndun- um og á Norðurlöndunum, þar á meðal hér. Ólíklegt er að af sam- starfi LSE verði í bráð því stjórn bandaríska hlutabréfamarkaðar- ins Nasdaq er sögð ætla að gera allt sem í hennar valdi standi til að koma í veg fyrir samstarf LSE við hlutabréfamarkaði á alþjóð- legum vettvangi. Ástæðan fyrir þessu er and- staða Cörlu Furse, forstjóra LSE, gegn yfirtökutilboði Nasdaq á síðasta ári og í byrjun þessa árs. Furse fékk mikið lof fyrir af- stöðu sína. Það virðist koma í bak hennar nú því Nasdaq tryggði sér tæpan 30 prósenta hlut í breska markaðnum á meðan yfirtökutil- raununum stóð og mun nýta eignastöðuna til að hefna sín, að sögn breska blaðsins Financial Mail. Nasdaq hefur leitað eftir sam- starfi við kauphallir á meginlandi Evrópu síðastliðin tvö ár og er sagt hafa gert tilboð í OMX upp á 23 milljarða sænskra króna, jafnvirði 221 milljarðs íslenskra króna, í síðustu viku. Talsmaður OMX vísaði orðróminum á bug og sagði stjórnina eiga í viðræð- um við nokkrar kauphallir um samstarf á ýmsum sviðum. Nasdaq hefnir sín á LSE Micheal O‘Leary, forstjóri írska lág- gjaldaflugfélagsins Ryanair, er sagður velta því alvarlega fyrir sér að stofna lággjaldaflugfé- lag sem muni sinna flugi á milli Evrópu og Bandaríkjanna á næsta ári. Ástæðan er samningur á milli Bandaríkjanna og Evrópusambands- ins um auknar heim- ildir flugfélaga til að fljúga álfanna á milli. Mörg flugfélög sjá fram á verð- stríð á flugleiðunum og spá því að farmiðaverð yfir hafið muni hríð- lækka í kjölfarið. Breska fréttastofan Sky segir að flugfélagið sem O‘Leary íhug- ar að setja á laggirnar muni ekki fljúga undir merkj- um Ryanair. Haft hefur verið eftir O‘Leary, að verðmiðinn geti farið allt niður í sjö pund, jafnvirði rétt rúmra 900 króna. Markaðsaðilar telja verðið alltof lágt. Talsverð samkeppni liggur þegar í loftinu því annað breskt flug- félag, Zoom Airlines, hefur í bígerð að fljúga daglega á milli Gat- wick og John F. Kenn- edy flugvallarins í New York þegar samningur- inn tekur gildi á næsta ári. Gert er ráð fyrir því að fyrstu vélar Zoom Airlines fari í loftið undir lok júní á næsta ári og mun farmiðaverð liggja í 129 pund- um, tæpum 17 þúsund íslenskum krónum. Ryanair stofnar félag Allt fyrir bílinn – á afbragðsverði aðeins í dag kl. 12–16 rýmingarsala Kíktu á Klettháls 9 og gríptu tækifærið: Alls kyns aukahlutir í fjölmargar tegundir bíla – á hreint einstöku rýmingarverði. 50 til 80% afsláttur: Loftsíur Vindskeiðar Lexusljós Bassabox Rúðuþurrkur Hátalarabox Álfelgur Perur Sport-stýri Aukaljós Spoiler Kit Króm-stútar ÁG Mótorsport – Kletthálsi 9
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.