Fréttablaðið - 19.04.2007, Page 68

Fréttablaðið - 19.04.2007, Page 68
U mboðsmenn Grob- ans passa greini- lega vel upp á skjól- stæðing sinn því beita þurfti nokkr- um brögðum til að ná sambandi við söngvarann. Að endingu hafðist það og söngvar- inn reyndist vera spenntur fyrir komu sinni hingað til lands. Gro- ban sagðist ætla að dveljast hér á landi í nokkra daga til að venjast tímamismuninum en hann kemur fram ásamt Gospelkór Reykjavík- ur og sinfóníuhljómsveit. Groban ákvað að hefja heimsferð sína á Ís- landi vegna allra þeirra góðu hluta sem hann hafði heyrt um landið hjá fólki í tónlistarbransanum. Og hann segist vera auðmjúkur yfir því hversu hratt seldist upp á fyrri tónleikana. Groban býr einn í Englaborginni, á hvorki konu né börn en segist eiga hund. Það er erfitt fyrir hann að sinna fjölskyldulífi um þess- ar mundir en hann vonast þó til að eignast góða konu og börn fyrr en síðar. „Núna er ekki rétti tíminn,“ segir Groban. „Ég á sjálfur mjög góða foreldra sem hafa stutt vel við bakið á mér,“ bætir hann við en faðir hans er sonur pólskra og rússneskra innflytjenda en móðir hans af norskum ættum. „Það er hins vegar ekki ómögulegt að eiga fjölskyldulíf í þeirri stöðu sem ég er. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að það að eiga fjölskyldu skipt- ir miklu máli fyrir manns eigin hamingju,“ segir Groban. „Og ég vonast til að sá tími renni upp, fyrr eða síðar.“ Söngvarinn hefur heimsreisu sína hér á Íslandi. Við taka svo löng ferðalög á landi sem og láði, fjarri vinum og ættingjum þar sem oftar en ekki er dvalist á misgóðum hótelum. Groban seg- ist hins vegar njóta þess að vera á ferðalagi, hann sé á þeim aldri þar sem ævintýrin eru rétt hand- an við hornið. „Ég byrjaði á þess- um tónleikaferðalögum mínum fyrir þremur eða fjórum árum síðan en það var ekkert sjálfgefið að mér líkaði þetta líferni. Ég von- aðist hins vegar til þess enda eru ferðalög í kringum heiminn mikil guðsgjöf,“ segir Groban. „Ferða- lögin víkka út sjóndeildarhring- inn og ég er 26 ára þannig að þetta er akkúrat það sem mann á mínum aldri dreymir um að gera,“ bætir hann við og segist aldrei hafa velt því fyrir sér af hverju í ósköpun- um hann er að þessu á annað borð þegar hann hvílir lúin bein á hót- elherbergi. „Það getur gengið á ýmsu, bæði fyrir tónleika og eftir tónleika, en á þessum tveimur tímum sem ég stend á sviðinu er eins og allar áhyggjur séu á bak og burt,“ útskýrir Groban. „Skjól mitt á þessum ferðalögum er sviðið og þá tilfinningu sem maður fær við það að standa fyrir framan áhorf- endur er ekki hægt að toppa. Hún er algjörlega einstök og allt verð- ur þess virði.“ Groban var orðinn fjórtán ára þegar hann uppgötvaði að hann gæti sungið. Hinar illviðráðanlegu mútur voru þá að baki. „Strákar verða að bíða þar til unglingsárin eru að baki,“ grínast Groban með. „Ég komst síðan í kynni við David Foster sautján ára gamall og eftir það gerðust hlutirnir frekar hratt,“ segir Groban. „Þetta hefur verið mikið ævintýri en vonandi er fram- tíðin bara björt því mér finnst eins og ég eigi mikið eftir ógert í list- inni,“ segir Groban. Hann viður- kennir að hann hafi alltaf dreymt um að standa á sviði en aldrei þorað að vona að sá draumur yrði að veruleika. „Þegar maður fær tækifærið grípur maður það. Og ég er ótrúlega þakklátur því fólki sem hefur veitt mér mín tæki- færi,“ bætir hann við. Þótt Groban hafi selt plötur í milljónum eintaka og verið til- nefndur til Grammy-verðlauna hafa engu að síður ófáir horn í síðu söngvarans. Segja tónlistina væmna og sérsniðna handa mið- aldra konum. Groban segist vissu- lega hafa fundið fyrir því á upp- hafsárum sínum að konur á miðj- um aldri væru í meirihluta á tónleikum hans en í dag komi fólk á öllum aldri. „Ég veit ekki hvern- ig þetta verður á Íslandi en þegar við erum að spila á þessum stóru tónleikastöðum í Bandaríkjunum eru áhorfendur af báðum kynj- um,“ segir Groban en eilítið fát kemur á söngvarann og hann spyr af einskærri einlægni hvort það sé satt að bara konur hafi keypt miða á tónleikana hér á landi. Eftir að hafa verið fullvissaður um að þetta séu einungis gróusögur kref- ur hann blaðamann um tíu dollara ef einhverjir á hans aldri láti sjá sig í Laugardalshöllinni. Groban segist ekki vilja skilgreina tónlist sína sem sígilda. Og hefur aldrei reynt að brjóta sér leið inn í óperuheiminn en segir að sín tón- list sé einhvers staðar á milli popps og sígildrar tónlistar. „Ég ber mikla virðingu fyrir sígildri tónlist og geri mér grein fyrir því að þar er krafist mikillar hæfni og hæfi- leika, ólíkt því sem mörgum þykir vera í poppinu,“ útskýrir Groban. „Á hinn bóginn býður klassíkin ekki upp á þær tilraunir sem mig langar að gera. Ég er mikill aðdá- andi popptónlistar þegar hún er vel gerð og að því leytinu lýtur hún sömu lögmálum og aðrar listgrein- ar. Hið sama á við um klassíska tónlist, þar er alveg jafn marga lé- lega tónlistarmenn að finna eins og góða,“ segir Groban. Groban var í tilraunaham þegar hann hóf að vinna að sinni nýjustu plötu, Awake. Fékk til sín upptökustjóra sem hann hafði lengi langað til að vinna með, þeirra á meðal Glenn Baillard sem hefur unnið með Alanis Mor- risette og Dave Matthews Band, Herbie Hancock og Marius DeVr- ies en hann hefur meðal annars verið Björk okkar Guðmundsdótt- ur innan handar. „Þetta er fólk sem hefur verið að vinna í þeim hluta tónlistargeirans sem er mjög ólík- ur því sem ég hef verið að gera,” útskýrir Groban og hann er þeim innilega þakklátur fyrir að hafa tekið tíma til að vinna með sér. „Nýjasta platan mín er því góð blanda af því sem ég hef hingað til gert og einhverju sem fólk hefur ekki heyrt frá mér áður,“ segir Groban. „Hún er því nokkuð fjöl- breytt þó að auðvitað voni ég að hún hafi heildstæðan svip,“ bætir hann við. Tónleikagestir í Laugardalshöll geta átt von á því að fá mikið fyrir sinn snúð um miðjan maí. Gro- ban er annálaður fyrir mikla fag- mennsku á sviði og gagnrýnend- ur hafa hælt honum á hvert reipi fyrir frammistöðu sína á tónleik- um. „Sumir tónlistarmenn leggja ekki mikla rækt við aðdáendur sína og þeir um það. Mér finnst það hins vegar vera skylda mín að sinna þeim sem hafa gert mig að því sem ég er í dag og það eru að- dáendurnir. Mín tilfinning er sú að aðdáendur krefjast sífellt meira af sínum eftirlætistónlistarmönnum og mér finnst ekkert nema sjálf- sagt að bregðast við þeirra kröf- um.“ Syng ekki bara fyrir miðaldra konur Þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára hefur Josh Groban afrekað meira en margur. Hann hefur sungið í Vatíkaninu og dúetta með söngvurum á borð við Barböru Streisand og Celine Dion. Þrátt fyrir þessa afrekaskrá segist Gro- ban þó enn eiga sitt besta eftir. Freyr Gígja Gunnarsson lagði á sig krókaleið og hafði að endingu uppi á Groban á heimili hans í Los Angeles.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.