Fréttablaðið - 19.04.2007, Side 70

Fréttablaðið - 19.04.2007, Side 70
Fyrir kosningar er mikilvægt fyrir stjórnmálahreyfingar að listabókstafir þeirra séu jafn vel kynntir og heiti flokkanna. Sérstaklega er mikilvægt fyrir flokkana að þeir sem kjósa utan kjörstaða þekki listabók- staf þess flokks sem á að kjósa. Nær allir stafir í stafróf- inu hafa verið notaðir til að einkenna stjórnmálaflokka en bókstafirnir eru greinilega misá- hugaverðir fyrir flokkana. Eng- inn hefur til dæmis notað bók- stafina Ð, W, X, Y, Æ eða Ö. Þá er ekki hefð fyrir því að úthluta broddstöfum sem listabókstaf. Nær allir kjósendur vita nú fyrir hvað B, D, F, S og V stendur fyrir. En flokkar eins og Fram- sóknarflokkurinn og Sjálf- stæðisflokkurinn hafa ekki alltaf fengið þeim listabókstöfum úthlutað. Skýrist það meðal annars af því að fram til sumar- kosninga 1942 var einungis listakosn- ing í Reykjavík, en ekki í öðrum kjördæmum. Fram að þeim tíma var listabókstöf- um í Reykjavík úthlutað í staf- rófsröð eftir því hvaða stjórn- málaflokkar óskuðu fyrst eftir listabókstaf, en eftir 1942 komst meiri festa í úthlutun bókstafa. Það var ekki fyrr en með haust- kosningum 1959 sem listakosn- ing var í öllum kjördæmum, en frá 1942 til 1959 voru listakosn- ingar í Reykjavík og sex öðrum kjördæmum. Vegna þess að listabókstaf- ir festust ekki í sessi fyrr en 1942 hafa til dæmis Fram- sóknarflokkurinn, Kommún- istaflokkurinn og Íhaldsflokk- urinn allir verið merktir B. Þá hafa Sjálfstæðisflokkur, Sósíal- istaflokkur og Framsóknarflokk- ur verið merktir C í einhverjum kosningum. Alþýðuflokkurinn hefur setið einn að listabókstafn- um A fyrir alþingiskosningar. Sú breyting varð þó á árið 1991 að nafn flokksins var ekki leng- ur skráð Alþýðuflokkur, heldur Alþýðuflokkur - Jafnaðarmanna- flokkur Íslands. Síðast var boðið upp á listabókstafinn A í alþing- iskosningunum 1995, en fjórum árum síðar bauð Alþýðuflokkur- inn fram undir nafni Samfylking- ar. Þrátt fyrir að Framsóknar- flokkurinn bjóði nú fram undir listabókstafnum B hafa fjórir aðrir flokkar haft þenn- an listabókstaf á síðustu áttatíu árum. Fyrstur var Borgarflokk- urinn sem bauð fram árið 1923. Þá þurfti að krossa við B til að kjósa Íhaldsflokkinn í kosning- unum 1927. Næstur með lista- bókstafinn B var Kommúnista- flokkurinn árið 1931. Árið 1934 var komið að Bændaflokknum að bjóða fram undir B-inu og loks var Framsóknarflokknum úthlut- að B-inu árið 1942. Auk þessara fimm B-lista var boðið upp á BB-lista í Norður- landskjördæmi vestra í kosn- ingunum 1983, þegar fram kom sérframboð framsóknarmanna í kjördæminu. Bókstafurinn C er lítið notað- ur í íslensku, en fimm stjórn- málaöfl hafa notast við þennan listabókstaf. Þannig eiga Fram- sóknarflokkur, Sjálfstæðisflokk- ur, Sameiningarflokkur alþýðu - sósíalistaflokkur, Bandalag jafnaðarmanna og Frjálslyndi flokkurinn (hinn fyrri) það sam- eiginlegt að bjóða fram undir þessum listabókstaf. Fram til 1942 voru ekki fastar skorður á því hvaða listabókstaf stjórnmálahreyfingunum var úthlutað, heldur var það frem- ur eftir „fyrstur kemur, fyrst- ur fær“ reglunni. Eftir 1942 var það Sameiningarflokkur alþýðu - sósíalistaflokkur sem hlaut C-ið, allt til kosninganna 1953. Þrjátíu árum síðar kom listabókstafur- inn C svo í hlut Bandalags jafn- aðarmanna. Aðeins tvær stjórnmálahreyf- ingar hafa verið einkenndar með bókstafnum D. Fyrst var það Sjálfstæðisflokkurinn sem hlaut D-ið í kosningunum 1931. Í kosn- ingunum 1934 til og með kosn- inganna 1937 varð Kommúnista- flokkurinn hins vegar á undan að óska eftir listabókstaf og hlaut D, á meðan Sjálfstæðisflokkurinn var þá einkenndur með E. Sjálfstæðisflokkurinn var svo aftur merktur D í alþingiskosn- ingum um sumarið 1942 og hefur haldið listabókstafnum síðan. Engin stjórnmálahreyfing hefur boðið fram undir bók- stafnum Ð. Nýtt framboð mun bjóða fram með listabókstafnum E í kosn- ingunum í ár. Það er framboð baráttusamtaka eldri borgara og öryrkja. Framboðið sóttist eftir listabókstafnum A, en ekki þótti nægjanlega langt síðan A var vendilega merkt Alþýðuflokkn- um og var þeirri ósk því hafnað. E hefur ekki verið valkostur í alþingiskosningum frá árinu 1991, þegar Verkamannaflokk- ur Íslands bauð fram undir þess- um listastaf. Þá var Lýðveldis- flokkurinn einkenndur með bók- stafnum í alþingiskosningunum 1953, Framsóknarmenn í Ár- nessýslu kusu E í kosningunum 1946 og bókstafurinn einkenndi flokk þjóðveldismanna í sumar- og haustkosningum 1942. Þá var Sjálfstæðisflokkurinn einkennd- ur með listabókstafnum í kosn- ingunum 1934 til og með 1937. er annar tveggja vinsælustu bókstafanna til að einkenna framboð til Alþingis. Nú tilheyr- ir hann Frjálslynda flokknum og hefur gert það frá árinu 1999. Fimm aðrar hreyfingar hafa áður notast við bókstafinn og voru þrjár þeirra frjálslynd- ar. Frjálslyndir voru einkenndir með F árið 1991 og Samtök frjáls- lyndra og vinstri manna í kosn- ingunum 1971 til og með 1978. Árið 1942 buðu hins vegar Frjáls- lyndir vinstrimenn fram undir F- inu. Þjóðvarnarflokkurinn fékk listabókstafinn í kosningunum 1953 til og með haustkosninga 1959 og Flokkur þjóðernissinna hafði listabókstafinn árið 1934. Líkt og Alþýðuflokkurinn með A-ið situr Alþýðubanda- lagið eitt að G-inu, reyndar undir tveimur heitum. Sem Alþýðu- bandalag, allt til kosninganna 1995, þegar boðið var fram undir heitinu Alþýðubandalag og óháð- ir. Bókstafurinn H er hinn tveggja vinsælustu listabók- stafanna og hafa sex framboð boðið fram með hann sem ein- kenni. Fyrst kom framboðið Utan flokka árið 1963, en einungis var hægt að kjósa það framboð í Aust- urlandskjördæmi. Þá stóð H fyrir Óháða lýðræðisflokkinn í kosn- ingum 1967 og Óháða kjósendur í Vestfjarðakjördæmi árið 1978. Ári síðar, 1979, var það grínfram- boðið Hinn flokkurinn sem bauð fram undir merki H-sins. Heima- stjórnarsamtökin voru svo ein- kennd með H árið 1991 og Húm- anistaflokkurinn árið 1999. er með óvinsælli listabókstöf- um og hefur einungis verið notað einu sinni til þessa; í kosn- ingunum 1967 þegar Utan flokka í Reykjavík bauð fram. Listabók- stafurinn I býðst þó aftur nú í maí þegar bókstafurinn stendur fyrir Íslandshreyfinguna. Tvisvar hefur J verið notað sem listabókstafur og ætti því að vera frekar auðvelt að fá þeim bókstaf úthlutað. Samtök um jafn- rétti og félagshyggju notuðu staf- inn fyrst árið 1987, en Þjóðvaki, með Jóhönnu Sigurðardóttur fremsta í flokki, bauð fram með þessum listabókstaf árið 1995. Fjórar stjórnmálahreyfing- ar hafa notast við listabók- stafinn K. Ekki geta það talist líkar hreyfingar, því þarna eru á ferðinni annars vegar kristilegar hreyfingar og hins vegar komm- únistar. Kommúnistasamtökin, marxistarnir - lenínistarnir buðu fram undir K-inu árið 1974, en breyttu svo nafninu fyrir kosn- ingarnar 1978 þegar boðið var fram undir heitinu Kommúnista- flokkur Íslands, marxistar - len- ínistar. Rúmum tuttugu árum síðar þýddi kross við K atkvæði greitt Kristilegu stjórnmála- hreyfingunni og fjórum árum síðar atkvæði til Kristilega lýð- ræðisflokksins. er greinilega listabókstafur óháðra frambjóðenda. Í kosn- ingunum 1978 voru það Óháðir kjósendur í Suðurlandskjördæmi sem buðu fram undir merkjum þess bókstafs. Ári síðar var þar enn sérframboð í Suðurlands- kjördæmi á ferðinni en hét þá Utan flokka. Þrjár hreyfingar hafa stuðst við listabókstafinn M. Tvær þeirra voru svæðisbundnar, Lýð- ræðisflokkurinn í Norðurlands- kjördæmi eystra árið 1974 og Vestfjarðalisti, samtök stuðnings- manna Péturs Bjarnasonar, árið 1995. Árið 1987 var kross við M stuðningur við Flokk mannsins. Framboðin sem merkt hafa verið N eru þrjú. Fyrstur var Lýðræðisflokkurinn í Reykjavík árið 1974. Síðan leið hálf öld áður en bókstafurinn var aftur nýttur, þá undir merkjum Náttúrulaga- flokks Íslands. Síðasta stjórn- málahreyfingin til að bjóða fram undir listabókstafnum N var Nýtt afl í kosningunum 2003. hefur einungis einu sinni verið notað, það var þegar Framboðsflokkurinn bauð fram árið 1971. Bókstafurinn P hefur einn- ig aðeins einu sinni verið val- kostur í alþingiskosningum og það bara í Reykjaneskjördæmi þegar Lýðræðisflokkurinn bauð fram árið 1974. Grínframboðið Sólskins- flokkurinn var stórhuga árið 1979 og vildi meðal annars draga landið suður á bóginn í sólina ef nægjanlega margir krossuðu við bókstafinn Q. Bókstafurinn R hefur tvisv- ar staðið fyrir Fylkinguna í alþingiskosningum. Í fyrra sinn- ið var það árið 1974 þegar Fylk- ingin - baráttusamtök sósíalsista bauð fram 1974. Í tveim kosning- um þar á eftir, 1978 og 1979, var það Fylking byltingarsinnaðra kommúnista sem bauð fram með listabókstafinn R. Listabókstafurinn S hefur fjór- um sinnum verið í boði, fyrst árið 1978 þegar stjórnmálahreyf- ing undir því skýra nafni Stjórn- málaflokkur bauð fram. Ári síðar var listabókstafnum úthlutað til hreyfingar utan flokka í Norður- landskjördæmi eystra. Borgara- flokkurinn hlaut S í kosningunum 1987 og kross við S var einungis mögulegur í Suðurlandskjördæmi árið 1995, þegar Suðurlandslisti, listi utan flokka á Suðurlandi, bauð fram. Frá árinu 1999 hefur listabókstafurinn S hins vegar til- heyrt Samfylkingunni. Í þrígang hefur verið hægt að kjósa T, en ekki í öllum kjör- dæmum. Utan flokka, sérfram- boð sjálfstæðra í Vestfjarðakjör- dæmi, hlaut listabókstafinn í kosningunum 1983. Annað sjálf- stætt framboð notaðist við T í síð- ustu alþingiskosningum þegar sjálfstæðismaðurinn Kristján Pálsson bauð fram undir nafn- inu Framboð óháðra í Suðurkjör- dæmi. Hann hafði óskað eftir að fá að bjóða fram undir listabók- stöfunum DD, en fékk ekki. Árið 1991 tilheyrði T hins vegar Öfga- sinnuðum jafnaðarmönnum. hefur einungis verið úthlutað Vinstrihreyfingunni - grænu framboði, sem nú býður fram undir listabókstafnum V. Árið 1978 gátu Óháðir kjós- endur í Reykjaneskjördæmi krossað við V. Fyrir kosningarnar 1983 tilheyrði V hins vegar Sam- tökum um kvennalista og gerði til og með alþingiskosninganna 1995. Þetta árið mun Vinstrihreyfingin – grænt framboð notast við þenn- an bókstaf. Ekkert framboð hefur komið fram með listabókstafinn W. Enginn hefur boðið fram með listabókstafinn X, þó að slag- orðið „X við X“ hljómi freistandi. Einsýnt þykir að X yrði aldrei út- hlutað sem listabókstaf. Enginn hefur boðið fram með listabókstafinn Y. Eftir að Z var úthýst úr ís- lenskri stafsetningu hafa tvær stjórnmálahreyfingar notast við þann bókstaf sem listabókstaf. Fyrsta græna framboðinu, sem hét einungis Grænt framboð og bauð fram árið 1991, var úthlut- að zetunni. Þá var hægt að kjósa Anarkista á Íslandi með því að krossa við Z árið 1999. er eini íslenski stafurinn sem hefur verið úthlutað sem lista- bókstaf. Árið 1987 var Þ úthlutað Þjóðarflokknum. Í kosningunum 1991 hét framboðið svo Þjóðar- flokkur - Flokkur mannsins. Listabókstafurinn Æ hefur ekki verið notaður í alþing- iskosningum. Nær allir bókstafir stafrófsins hafa verið notaðir til að einkenna lista stjórnmálahreyfinga fyrir al- þingiskosningar frá árinu 1923. Nokkrar undantekningar eru þó. Ekki er hefð fyrir broddstöfum. Þá hefur enginn viljað notað stafina Ð, W, X, Y, Æ og Ö. Þar til nú hafa bókstafirnir F og H verið notaðir til að einkenna flestar hreyfingar, eða sex. Svanborg Sigmarsdóttir leit yfir stafróf stjórn- málahreyfinga og sá meðal annars að Framsóknarflokkurinn, Sósíalistaflokkurinn og Sjálfstæðis- flokkurinn hafa allir notað sama listabókstaf.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.