Fréttablaðið - 19.04.2007, Síða 76

Fréttablaðið - 19.04.2007, Síða 76
„Í rauninni er ég fremur jarðbundinn maður, en ég á tvo árganga af Populær Mekanik, sem ég skoða oft í einverunni á kvöldin og rakst þar á þessa bráðsnjöllu teikningu af vængjum sem ég svo smíðaði úr naumum efniviði. Dálítið síðan smíðinni lauk, en það var ekki fyrr en í haust að ég fór að nota þá að ráði.“ Á þessum orðum hefst smásagan Vængmaður eftir Gyrði Elíasson (úr safninu Bréfbátarigningin). Þetta er eins snjallt upphaf á smásögu og hugsast getur og hefur alla kosti formsins – smásagan hefur ekki tíma til að breiða úr sér eða draga upp mikla sviðsmynd og raða þar niður persónum, hún verður að grípa lesandann strax og koma sér að efninu. Í þessum tveimur málsgrein- um höfum við kynnst bæði sögumanni og aðstæðum svo vel að okkur kemur ekki á óvart að frétta það í framhaldinu að það sé engin holl- usta að fljúga eftir kvöldmat eða að vængmaðurinn kjósi helst að hafa Stjörnufræði Björns Jenssonar Latínuskólakennara með sér á fluginu. Maxim Biller, merkilegasti núlifandi smásagnahöfundur Þjóðverja, segir í nýlegri grein að helsti kostur smásögunnar sé sá að hún taki les- andann alvarlega. Hún þykist ekki ætla að veita honum endurmenntun í mannkynssögu eða hagfræði eða birta honum heilan heim. Eitt tilsvar hér, höfuðhneiging þar, ein kæruleysisleg handahreyfing og ímyndun- arafl lesandans hrekkur í gang. Strangt til tekið veit lesandinn eftir lestur smásögu minna en áður, ef eitthvað er, hún er enginn kvöldskóli. En góð smásaga er eins og leiftur, eitt andartak vitrast okkur örlög- in einsog þegar tvinna er kippt í gegnum nálarauga svo notuð sé líking frá Kafka, og við vitum að lífið er eintóm örvænting eða bara gleði og hamingja, allt eftir því hvernig sagan hittir okkur fyrir. Smásagan hefur vissulega ekki notið sannmælis á bókamarkaðn- um. Útgefendur hafa litið hana hornauga, ef eitthvað er, smásagna- höfundur er í þeirra huga heftur skáldsagnahöfundur, smásagan inni- stæðulaus ávísun á heim sem eftir er að skapa. En í raun er þessu öfugt farið. Smásagan er óútfyllt ávísun á sagnabanka lesandans. Heming- way sagði eitt sinn að besta verk hans væri þessi smásaga: „Til sölu: Smábarnaskór, aldrei notaðir.“ Lesandinn býr til söguna, smásagna- höfundurinn réttir honum bara kompás og sendir hann út í heim, án þess að segja honum frá segulskekkjunni. Blaðið Guardian bað núna í vor nokkra höfunda að semja sögu í anda Hemingways og mátti hafa gaman af sumum tillögunum, einsog hjá David Lodge: „„Epli?“ „Nei.“ „Smakkaðu!“ „ADAM?“ „Ó Guð.““ Þetta eru æfingar, en grundvallarreglan er sú sama, lesandinn á leik. Biller segir að uppáhaldssaga sín sé eftir Charles Bukowski: George liggur drukkinn og órakaður í húsvagninum sínum og Constance kemur inn og segist hafa yfirgefið sinn prúða eiginmann, af því hann vildi aldrei horfa á hana nakta hvort sem er. George er almennileg- ur við hana í smástund, en lemur hana svo og leggur síðan lúinn höfuð hennar í kjöltu sér. Þegar hann er sofnaður fer hún aftur til prúða eig- inmannsins og segir: Saknaðirðu mín, baby? Smásagan læst ekki vera heill heimur, en hún hefur allan heiminn að baksviði og við sjáum hann í leiftri hennar. Við höldum af stað með vængmanninum, glerhiminninn tekur á móti okkur og það er gott að hafa stjörnufræðina í lúnum spjöldum til að glöggva sig á sjöstirninu og blaka vængjunum ofurhægt. Að fluginu loknu brjótum við vængina snyrtilega saman ofan í leðurkassa. Og getum alltaf tekið þá upp aftur og haldið af stað. Lof smásögunnar 16 17 18 19 20 21 22 Draumalandið eftir Andra Snæ Magnason Strandgata 50, Hafnarfirði. Miðasala í síma 555 2222 og á www.midi.is Frumsýning 16.mars föstudagur kl. 20:00 22.mars fimmtud. 2.sýn kl. 20:00 23.mars föstud. 3.sýn kl. 20:00 24.mars laugard. 4.sýn kl. 20:00 „ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“ GRETTIR Miðasala 568 8000 www.borgarleikhús.is grettir.blog. is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.