Fréttablaðið - 19.04.2007, Page 78

Fréttablaðið - 19.04.2007, Page 78
Fáar stofnanir eru jafn samofnar bandarísku þjóð- lífi og alríkislögreglan, FBI, og Hollywood hefur löngum hrifist af FBI þótt lítið sé um gagnrýni á hana. Kvikmyndin Breach sem frumsýnd verður um helgina fjallar um föður- landssvik innan FBI og þær eru ekki margar sem draga slík mál fram í dagsljósið. J. Edgar Hoover sem stofnaði FBI vissi sem var að kvik- myndirnar voru handhægt hjálp- artæki til að viðhalda góðri ímynd FBI. Og má segja að sá árangur lifir enn góðu lífi í Hollywood. Hoover hefur löngum þótt kynleg- ur kvistur í bandarískri sögu og gerði Bob Hoskins honum skemmti- leg skil í kvikmyndinni um Richard Nixon þar sem forstjórinn birtist í líki hnýsins og afbrigðilegs manns. Hoover ákvað að færa út kvíarnar og gera á stofnuninni veigamiklar breytingar þegar Bandaríkin hófu hið svokallaða stríð gegn glæpum í upphafi fjórða áratugar síð- ustu aldar. Stofnuninni tókst að elta uppi og drepa marga af frægustu glæpamönnum Bandaríkjanna, þeirra á meðal John Dillinger, Baby Face Nelson og George „Machine Gun“ Kelly. Þegar seinni heimsstyrjöldin braust út fékk stofnunin síðar meir það hlutverk að koma í veg fyrir skemmdarverk óvildarmanna stórveldisins og hafði FBI meðal annars hendur í hári sex nasista sem hugðust fremja hryðju- verk á bandarískri grund. Þegar Kalda stríðið skall á var það síðan hlutverk FBI að elta uppi njósnara og sjá til þess að ekki lækju út mikil- vægar trúnaðarupplýsingar til óvin- anna í austri. Hoover var ákaflega hrifinn af kvikmyndum og sökum valda sinna gat hann óspart beitt áhrifum sínum til þess að gera ímynd FBI jákvæða út á við. Hoover vildi nefnilega tryggja að bíómyndirnar drægju upp hetjuímynd af starfsmönnunn- um til að laða að unga drengi og að skilaboðin væru skýr: glæpir borg- uðu sig aldrei. Sama ár og FBI varð að raunveru- leika birtist James Cagney í kvik- myndinni G-Men en þar má glöggt sjá þessi áhrif FBI. Þótt glæpa- mennir töldu sig hafna yfir lögin voru G-Men (starfs- menn FBI) reiðubúnir til að fórna lífi sínu og limum til að halda landinu öruggu og glæpa- lausu. Talið er að G-Men hugtakið sé komið frá sjálfum Machine Gun Kelly sem FBI náði undir lokin. En Hollywood náði sem betur fer að skjóta sér undan áhrifum FBI þótt vissulega séu þær vandfundnar myndirnar þar sem stofnunin verð- ur fyrir harðri gagnrýni. Árið 1988 börðust þeir Willem Dafoe og Gene Hackman við Ku Klux Klan í Miss- issippi Burning en þar mátti glöggt sjá hversu mikið álit Bandaríkja- menn hafa á þessari stofnun, þrátt fyrir allt; Dafoe og Hackman voru reiðubúnir til að hætta starfsferli sínum ef það væri það sem þyrfti til að ná morðingjunum. Frægasti óvin- ur FBI er þó án nokkurs vafa sjálf- ur Hannibal Lecter sem Anthony Hopkins skapaði árið 1991 þegar hann lék sér að Clarice Starling eins og litlu lambi. FBI lifir enn hinu ljúfa lífi í Holly- wood þótt blikur séu á lofti um að það kunni að breytast. Stofnuninni hefur verið kennt um andvaraleysi í aðdraganda árásanna á Tvíbura- turnana 2001 og kannski er það tím- anna tákn að fyrst núna skuli í kvik- myndahúsum vera sýnd mynd sem fjallar um föðurlandssvik innan þessarar al-amerísku stofnunar. Vill endurgera Home Alone 2 með Corky

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.