Fréttablaðið - 19.04.2007, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 19.04.2007, Blaðsíða 84
We Were Dead Before the Ship Even Sank − hér getur ekki verið um að ræða nokkra aðra sveit en Modest Mouse. Fyrsta lagið, March Into the Sea, er líka eins Modest Mouse-legt og lag getur hugsast orðið. Annað lagið, Dash- board, er síðan kennimerki hinn- ar nýju Modest Mouse sem er allt í einu farin að semja slagara sem fá ofspilun í útvarpi. Flott upphaf á plötu og sannar strax að Modest Mouse er eðalsveit. En síðan kárn- ar gamanið. Platan á augljóslega að fylgja eftir vinsældum síðustu plötu, Good News For People Who Love Bad News, sem var óvæntur hitt- ari og líklegast poppaðasta plata Modest Mouse til þessa. Þessi plata verður því miður að teljast sem slakur eftirbátur síðustu plötu. Innkoma Johnnys Marr (fyrrver- andi gítarleikara The Smiths og 80’s hetja) gerir lítið fyrir sveit- ina og ummerki hans eru ekki auð- sjáanleg. Í fyrsta skiptið á ferlin- um virðist Modest Mouse vera að reyna eitthvað og mistekst þannig. Ég get samt ímyndað mér að Mod- est Mouse hafi reynt ýmsa hluti áður en þá hljómuðu tónarnir svo áreynslulausir, svo yfirgengilega rökréttir þrátt fyrir ringlureiðina. Lög eins Fly Trapped In a Jar, Fire It Up og Education eru öll ekkert nema skugginn af sjálfum sér, hið síðastnefnda líklegast eitt versta lag sem komið hefur úr smiðju hljómsveitarinnar. Plúsarnir við plötuna eru þó blessunarlega fleiri en mínus- arnir enda eins framúrskarandi góð hljómsveit á borð við Modest Mouse vandfundin. We’ve Got Ev- erything er líklegur slagari, Miss- ed the Boat er melódísk ballaða, Florida er Modest Mouse á sínum besta degi og Steam Engine af- slappað stuðlag. Þessi lög sanna að Modest Mouse hefur þetta enn alveg í sér og textar Isaacs Brock halda sveitinni ennþá í fremstu röð. Ég get samt ekki að því gert að platan We Were Dead Before the Ship Even Sank veldur von- brigðum og er sísta plata Modest Mouse til þessa, ekki versta, því Modest Mouse er ófær um að gera lélegar plötur. Gott en slæmt plata Modest Mouse til þessa en samt sem áður margslungin og heldur Modest Mouse enn í fremstu röð. Hljómsveitirnar Reykjavík!, Ultra Mega Technobandið Stefán, Retro Stefson og <3 Svanhvít! spila á tónleikum á Grand Rokk í kvöld. Útvarpsþátturinn Frank á X-inu stendur fyrir tónleikunum til að fagna sumardeginum fyrsta sem og 450 daga afmæli þáttarins. Reykjavík!, Ultra Mega Techno- bandið Stefán og Retro Stefson eru allt hljómsveitir sem hafa vakið athygli upp á síðkastið fyrir frumlega og skemmtilega tónlist og afar líflega sviðsframkomu. Hljómsveitin <3 Svanhvít! er ellefu manna band sem varð í öðru sæti í síðustu Músíktilraunum. Sveitin vakti mikla athygli fyrir líflega sviðsframkomu og frum- lega hljóðfæraskipan þar sem meðal annars var leikið á ryksugu, potta og töfragítar. Tónleikarnir hefjast kl. 22 og það kostar 1.000 krónur inn. Sumargleði á Grandrokk Tónleikaferð þeirra Ólafar Arnalds, Lay Low og Péturs Ben um landið hefst í kvöld. Fyrstu tónleikarnir eru á Egilsstöðum. „Ég er mjög spennt yfir þessu öllu saman því það er lengi búið að vera draumur hjá mér að fara í svona tónleikaferð um landið. Ég hef spilað úti á landi aður en aldrei farið á svona túr,“ segir Ólöf Arn- alds tónlistarkona sem ásamt þeim Pétri Ben og Lay Low mun gleðja eyru landsmanna á tónleikaferð hringinn í kringum landið. Þau munu spila á Egilsstöðum, Akur- eyri, Hrísey, Stokkseyri, Bolung- arvík, Akranesi og enda svo á því að spila í Reykjavík. „Ég hef komið á alla staðina nema Hrísey og hlakka mikið til að koma þangað. Staðurinn sem við spilum á þar er pínulítill og það verður ábyggilega bara fólk- ið sem býr þarna sem kemur og kannski nokkrir ferðamenn. Ann- ars verður þetta örugglega allt mjög skemmtilegt.“ Það er Rás 2 sem er bakhjarl ferðarinnar og tilgangur hennar er að að gefa tónlistaráhugafólki á landsbyggðinni tækifæri til að sjá og heyra fremsta tónlistar- fólk landsins af yngri kynslóðinni í heimabyggð. Bæði Pétur Ben og Lay Low spila með hljómsveitum sínum en Ólöf verður ein með kassagítar. Öll hafa þau vakið mikla athygli fyrir nýútkomnar plötur sínar og þykja afar skemmtileg á tónleik- um. Því er það mikill happafeng- ur fyrir landsbyggðarbúa að eiga þess kost að sjá þau spila á tón- leikum. Nánari upplýsingar um tíma- setningar og tónleikastaði má finna á heimasíðu Rásar 2, www. ruv.is/poppland. Þá er viðtal við Ólöfu Arnalds í tengslum við nýútkomna plötu hennar Við og við í Fréttablaðinu á laugardaginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.