Fréttablaðið - 19.04.2007, Side 88

Fréttablaðið - 19.04.2007, Side 88
SMS LEIKUR BESTI PLAYSTATION 2 LEIKUR ALLRA TÍMA 11. HVER VINNUR! V in n in g ar v er ð a af h en d ir h já B T Sm ár al in d. K ó p av o g i. M eð þ ví a ð t ak a þ át t er tu k o m in n í SM S kl ú b b. 1 49 k r/ sk ey ti ð . SENDU SMS BTC FGW Á 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! VINNINGAR ERU: GOD OF W AR 2 DVD MYNDIR, FULLT AF PEP SI, AÐRIR TÖLVULEIKIR OG MARGT FLEIRA STRANGLEGA BANNAÐUR INNAN 18 ÁRA! LENDIR 26. APR ÍL Í BT! Nýr David Winnie á leið upp á Skaga? Alþjóðaleikar ungmenna fara fram hér á landi í sumar. Um er að ræða fimm daga keppni frá 20. júní til 25. júní. Leikarnir eru fjölmennasti al- þjóðlegi íþróttaviðburður sem haldinn hefur verið á Íslandi og skipuleggjendur ætla hvergi að spara í því að gera þá sem glæsi- legasta. Von er á um 1.200 keppend- um hingað til lands og með þeim kemur fjöldi þjálfara og foreldra. Stærstur hluti leikanna fer fram í Laugardal en keppt verð- ur í frjálsum, knattspyrnu, hand- bolta, sundi, badminton, júdó og golfi. Í gær var ritað undir samn- inga við Kaupþing og Símann sem verða aðalstyrktaraðilar mótsins. Von á um 1.200 keppendum Barcelona vann öruggan sigur á Getafe, 5-2, í fyrri leik lið- anna í spænsku bikarkeppninni. Leiksins verður fyrst og fremst minnst fyrir annað markið sem Argentínumaðurinn Lionel Messi skoraði. Hann fékk þá boltann fyrir aftan miðju, sólaði hvern varnarmann Getafe af öðrum, síðan markvörðinn og lagði bolt- ann í netið. Ótrúlegt mark sem þegar er byrjað að tala um í sömu andrá og mark Maradona gegn Englandi á HM 1986. Eiður Smári var loksins í byrj- unarliði Barcelona og hann nýtti tækifærið sitt vel og skoraði eitt marka Barcelona með góðu skoti í teignum. Langþráð mark hjá Eiði Smára Enska úrvalsdeildin: Spænski bikarinn: Ítalska úrvalsdeildin: Þýski handboltinn: Chelsea heldur áfram að anda ofan í hálsmálið á Manchest- er United og gefur nákvæmlega ekkert eftir í kapphlaupinu um enska meistaratitilinn. Meist- ararnir lögðu Íslendingafélagið West Ham í gær, 1-4, á Upton Park og staða Eggerts og félaga mjög slæm. Leikur Lundúnaliðanna í gær var bráðfjörugur frá upphafi. Phillips skoraði tvö frábær mörk í fyrri hálfeik. Carlos Tevez jafnaði í millitíðinni með laglegu marki en Phillips átti flottustu tilþrifin með seinna markinu sínu. West Ham fékk tvö ágæt færi til að jafna í upphafi síðari hálf- leiks en hafði ekki heppnina með sér. Chelsea nýtti sín færi aftur á móti betur og fagnaði því örugg- um sigri og þrem stigum. „Tilfinningin að hafa skorað þessi mörk er yndisleg en ég verð að tileinka félögum mínum mörk- in en þeir hafa aldrei tapað trúnni á mér,“ sagði Wright-Phillips sem hefur ekki þótt standa undir vænt- ingum frá því hann var keyptur á 21 milljón punda frá Manchester City. „Það er ósköp eðlilegt að maður verði sterkari eftir því sem maður leikur fleiri leiki og hlutirnir eru loksins að koma hjá mér. Við viss- um annars vel hvað við yrðum að gera í þessum leik. Við verðum að vinna hvern einasta leik til að setja pressu á Man. Utd. Þetta var enn ein brúin sem við þurftum að fara yfir og viljinn í þessu liði er hreint ótrúlegur,“ sagði Phillips að lokum. Félagi hans, Frank Lampard, fékk óblíðar móttökur eins og venjulega á Upton Park þó sex ár séu síðan hann yfirgaf West Ham. „Þetta truflar mig ekki neitt. Þvert á móti hvetja baulin mig áfram. Ég þrífst í svona umhverfi. Það voru nokkur vel valin orð látin fjúka en ég er ekkert að erfa það.“ Toppbaráttan í ensku úrvalsdeildinni er enn æsispennandi eftir að Chelsea minnkaði forskot Man. Utd niður í þrjú stig á ný er liðið lagði West Ham, 1-4, á Upton Park. Staða Hamranna er mjög alvarleg og fátt annað en fall blasir við. Ársþing Hanknatt- leikssambands Íslands, HSÍ, fór fram í gær og lauk ekki fyrr en seint í gærkvöldi. Að venju biðu þingsins nokkrar áhugaverðar tillögur. Sú sem vakti mesta athygli var tillaga Hafnarfjarðarliðanna Hauka og FH sem lögðu fram til- lögu um fjölgun liða með úrslita- keppni sem var felld út fyrir ári síðan. Tillagan var dregin til baka. „Mótinu verður engu að síður breytt á þá leið að áfram verð- ur átta liða deild en nú með fjór- um umferðum í stað þriggja,“ sagði Einar Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri HSÍ. „Tillaga um umgjörð leikja var einnig sam- þykkt og svo verður breyting á deildarbikarnum. Sú keppni verður spiluð á milli jóla og nýars á einni helgi. HSÍ mun halda utan um þá helgi. Tillaga um ferðajöfnunarsjóð var ekki samþykkt en mælt hafði verið með hækkun.“ Guðmundur Ágúst Ingvarsson var endurkjörinn formaður HSÍ en hann var einn í framboði. Haukar og FH drógu tillögu sína til baka

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.