Fréttablaðið - 19.04.2007, Side 90
Knattspyrnusamband
Evrópu, UEFA, greindi í gær frá
því hvar úrslitakeppni Evrópu-
mótsins árið 2012 yrði haldin.
Flestir bjuggust við því að Ítalía
fengi keppnina og ef ekki Ítalía þá
Króatía og Ungverjaland.
Það kom því talsvert á óvart
þegar Michel Platini, forseti
UEFA, tilkynnti að Pólland og Úkr-
aína fengju að halda keppnina.
„Þessar þjóðir eru verðugir sig-
urvegarar en það tapaði enginn.
Allar umsóknirnar voru góðar en
hlutu bara ekki náð fyrir okkar
augum í þetta skiptið. Ég get
ekki talað nógu vel um hversu
mikið þjóðirnar allar lögðu á sig
í umsóknarferlinu. Það var mik-
ill metnaður í öllum umsóknum,“
sagði Platini.
Formenn knattspyrnusam-
banda Póllands og Úkraínu voru
að vonum himinlifandi. „Það bíða
núna 85 milljónir knattspyrnu-
unnenda eftir þessum stóra við-
burði. Vinskapurinn á milli þess-
ara tveggja þjóða á sér langa sögu
og þetta mót er stór hluti af sögu
beggja þjóða,“ sagði Michal List-
kiewicz, formaður pólska sam-
bandsins.
Vandræðin í kringum ítalska
boltann síðustu ár er talin vera
ástæðan fyrir því af hverju land-
ið fékk ekki mótið.
Pólland og Úkraína tekin fram yfir Ítalíu
Íslenska knattspyrnu-
landsliðið heldur áfram að falla
niður FIFA-listann. Í þetta skiptið
um ellefu sæti en Ísland situr nú í
97. sæti listans ásamt Bólivíu. Kú-
veit, Eþíópía og Kanada eru fyrir
framan okkur sem og Miðbaugs-
Gíneu sem stekkur upp um ein 20
sæti í það 87.
Næstu lið fyrir neðan eru Guy-
ana, Bahrain og Botsvana.
Ítalir stökkva aftur á toppinn á
nýja listanum og Argentína fær-
ist við það í annað sætið. Brasilía
situr svo í því þriðja.
Í frjálsu falli á
FIFA-listanum
Peter Hill-Wood, stjórn-
arformaður Arsenal, hefur gert
bandaríska milljarðamæringnum
Stan Kroenke það ljóst að ekki
komi til greina að selja meirihluta
í félaginu.
Kroenke keypti 9,9 prósenta
hlut í Arsenal á dögunum og bætti
svo við sig með að kaupa hluta
af Danny Fiszman sem er einn af
stærstu hluthöfum félagsins.
„Hluthafarnir vilja frekar stýra
félaginu áfram í stað þess að selja
það óþekktum manni. Okkur líkar
ekki vel við tilhugsunina að eign-
arhluturinn í félaginu fari yfir
Atlantshafið,“ sagði Hill-Wood.
Engin yfirtaka
hjá Arsenal
Real Madrid gaf í gær út
yfirlýsingu þar sem félagið neit-
ar því að hafa boðið Rafael Ben-
itez, stjóra Liverpool, starf knatt-
spyrnustjóra hjá félaginu.
Benitez greindi frá því á dög-
unum að hann hefði hafnað mjög
freistandi tilboði frá spænska ris-
anum. Það hefði fært honum betri
laun að fara til Madrid en það
skipti hann ekki máli.
Real segir að félagið treysti á
hinn ítalska þjálfara sinn, Fabio
Capello, sem enn á eftir tvö ár af
samningi sínum við félagið.
Fjölmiðlar ytra hafa verið upp-
fullir af fréttum þess efnis að
hann verði rekinn eigi síðar en í
sumar. Mögulegir arftakar sem
hafa verið nefndir eru Benitez,
José Mourinho og Bernd Schust-
er.
Buðum ekki
Benitez vinnu
EFNISMIKIÐ
Kynntu þér frábær áskriftarkjör í síma á eða sendu okkur póst á
D
Y
N
A
M
O
R
EY
K
JA
V
ÍK
Heragi dómsmálaráðherrans – Íslensk erfðagreining í öldudal
– Stiklað á fréttum – Ómar Ragnarsson í yfirheyrslu – Könnun
á fylgi flokkanna – Erlendar fréttastiklur – Eldfimt samband
Bandaríkjamanna og Ísraela – Mikilvægast í lífinu – Mannlífið,
hverjir voru hvar og hvers vegna? – Fasteignir á Fróni – Suðrið
í sárum – Flottustu græjurnar – Hver var Adolf Hitler? –
Starfið mitt – Kaffihúsaspekingurinn
Ráðherra undir
eigin heraga
Hættulegt samband
Fasteignir á fróni
Suðrið í sárum