Fréttablaðið - 19.04.2007, Síða 90

Fréttablaðið - 19.04.2007, Síða 90
 Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, greindi í gær frá því hvar úrslitakeppni Evrópu- mótsins árið 2012 yrði haldin. Flestir bjuggust við því að Ítalía fengi keppnina og ef ekki Ítalía þá Króatía og Ungverjaland. Það kom því talsvert á óvart þegar Michel Platini, forseti UEFA, tilkynnti að Pólland og Úkr- aína fengju að halda keppnina. „Þessar þjóðir eru verðugir sig- urvegarar en það tapaði enginn. Allar umsóknirnar voru góðar en hlutu bara ekki náð fyrir okkar augum í þetta skiptið. Ég get ekki talað nógu vel um hversu mikið þjóðirnar allar lögðu á sig í umsóknarferlinu. Það var mik- ill metnaður í öllum umsóknum,“ sagði Platini. Formenn knattspyrnusam- banda Póllands og Úkraínu voru að vonum himinlifandi. „Það bíða núna 85 milljónir knattspyrnu- unnenda eftir þessum stóra við- burði. Vinskapurinn á milli þess- ara tveggja þjóða á sér langa sögu og þetta mót er stór hluti af sögu beggja þjóða,“ sagði Michal List- kiewicz, formaður pólska sam- bandsins. Vandræðin í kringum ítalska boltann síðustu ár er talin vera ástæðan fyrir því af hverju land- ið fékk ekki mótið. Pólland og Úkraína tekin fram yfir Ítalíu Íslenska knattspyrnu- landsliðið heldur áfram að falla niður FIFA-listann. Í þetta skiptið um ellefu sæti en Ísland situr nú í 97. sæti listans ásamt Bólivíu. Kú- veit, Eþíópía og Kanada eru fyrir framan okkur sem og Miðbaugs- Gíneu sem stekkur upp um ein 20 sæti í það 87. Næstu lið fyrir neðan eru Guy- ana, Bahrain og Botsvana. Ítalir stökkva aftur á toppinn á nýja listanum og Argentína fær- ist við það í annað sætið. Brasilía situr svo í því þriðja. Í frjálsu falli á FIFA-listanum Peter Hill-Wood, stjórn- arformaður Arsenal, hefur gert bandaríska milljarðamæringnum Stan Kroenke það ljóst að ekki komi til greina að selja meirihluta í félaginu. Kroenke keypti 9,9 prósenta hlut í Arsenal á dögunum og bætti svo við sig með að kaupa hluta af Danny Fiszman sem er einn af stærstu hluthöfum félagsins. „Hluthafarnir vilja frekar stýra félaginu áfram í stað þess að selja það óþekktum manni. Okkur líkar ekki vel við tilhugsunina að eign- arhluturinn í félaginu fari yfir Atlantshafið,“ sagði Hill-Wood. Engin yfirtaka hjá Arsenal Real Madrid gaf í gær út yfirlýsingu þar sem félagið neit- ar því að hafa boðið Rafael Ben- itez, stjóra Liverpool, starf knatt- spyrnustjóra hjá félaginu. Benitez greindi frá því á dög- unum að hann hefði hafnað mjög freistandi tilboði frá spænska ris- anum. Það hefði fært honum betri laun að fara til Madrid en það skipti hann ekki máli. Real segir að félagið treysti á hinn ítalska þjálfara sinn, Fabio Capello, sem enn á eftir tvö ár af samningi sínum við félagið. Fjölmiðlar ytra hafa verið upp- fullir af fréttum þess efnis að hann verði rekinn eigi síðar en í sumar. Mögulegir arftakar sem hafa verið nefndir eru Benitez, José Mourinho og Bernd Schust- er. Buðum ekki Benitez vinnu EFNISMIKIÐ Kynntu þér frábær áskriftarkjör í síma á eða sendu okkur póst á D Y N A M O R EY K JA V ÍK Heragi dómsmálaráðherrans – Íslensk erfðagreining í öldudal – Stiklað á fréttum – Ómar Ragnarsson í yfirheyrslu – Könnun á fylgi flokkanna – Erlendar fréttastiklur – Eldfimt samband Bandaríkjamanna og Ísraela – Mikilvægast í lífinu – Mannlífið, hverjir voru hvar og hvers vegna? – Fasteignir á Fróni – Suðrið í sárum – Flottustu græjurnar – Hver var Adolf Hitler? – Starfið mitt – Kaffihúsaspekingurinn Ráðherra undir eigin heraga Hættulegt samband Fasteignir á fróni Suðrið í sárum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.