Fréttablaðið - 19.04.2007, Síða 94

Fréttablaðið - 19.04.2007, Síða 94
Bræðurnir Tolli og Bubbi Morthens halda til Lúxemborgar í byrjun maí, þar sem þeir verða með listviðburði á vegum Kaupþings. „Ég er að fara að halda sýningu í einhverju menn- ingarsetri þarna, sem mig minnir að heiti Le Moulin. Þetta er gamalt klaustur sem var síðar notað sem fangelsi. Þarna eru miklir salir og mikið pláss, og flottur tónleikasal- ur sem Bubbi heldur tónleika í,“ út- skýrði Tolli. Verkin sem hann sýnir hafa áður verið til sýningar í Maga- sin du Nord, en hafa enn ekki komið fyrir augu almennings hér heima. Sýning hans og tónleikar Bubba eru hluti af árlegum viðburði sem bankinn stendur fyrir, að sögn Tolla. „Um helgina eru þeir með golfmót sem íslenskum viðskipta- vinum er boðið á. Þá labba menn um grænar grundir, berja kúlur og ræða málin eins og menn á þessum vettvangi gera iðulega,“ sagði Tolli. Eftir helgina tekur listin svo við. „Við verðum þarna annan maí,“ út- skýrði Tolli. Bræðurnir hafa ekki unnið saman að verkefni á borð við þetta í lengri tíma. „Við gerum eitt og annað saman þegar þannig stendur á, en það er langt síðan við höfum gert eitthvað af þessari stærðargráðu saman,“ sagði Tolli. Aðspurður hvort það hafi þá þurft banka til að sam- eina bræðurna hlær Tolli við. „Ja, einu sinni gengum við saman undir rauðum fána fyrsta maí. Nú göng- um við saman undir merkjum Kaup- þings,“ sagði hann sposkur. 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Þetta er rétt og þessi samstaða er vægast stórkostleg,“ segir Randver Þorláksson, formaður Félags íslenskra leikara, en sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þó nokkuð margir ungir leik- arar hafnað hlutverkum í sjón- varpsþáttaröðinni Pressu vegna ósættis um launamál. Meðal þeirra sem hafa hafnað hlutverk- um eru þeir Gísli Pétur Hinriks- son og Jóhannes Haukur Jóhann- esson auk annarra og hafa þeir fengið mikinn stuðning í þess- ari kjarabaráttu frá leikurum af eldri kynslóðinni í tölvupósti. „Launaumhverfi leikara breytt- ist mjög mikið fyrir nokkrum árum þegar verktakasamning- ar voru teknir upp en þá reyndist það erfiðara fyrir félagið að fylgj- ast með,“ segir Randver. „En það hefur alltaf verið krafa hjá FÍL að staðið sé við gerða samninga,“ segir Randver og ljóst að leikar- ar ætli ekki lengur að láta undir- bjóða sig. Pressa er hugarfóstur þeirra Óskars Jónassonar og Sigurjóns Kjartanssonar en það er Saga Film sem framleiðir þættina fyrir Stöð 2. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hafa nokkrir leik- arar þegar skrifað undir samn- inga og ætla sér að standa við þá. Aðrir íhuga að rifta þeim sökum þessarar miklu undiröldu meðal leikarastéttarinnar en þættirn- ir þykja bjóða upp á skemmtileg og bitastæð hlutverk. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fékk Leikfélag Hafnarfjarðar síðan bréf frá Saga Film þar sem fram- leiðslufyrirtækið óskaði eftir að fá að koma á fund félagsins og halda prufur. Þór Freysson, framleiðandi þáttanna, kannaðist vissulega við þennan óróa en sagði ekki um neitt upphlaup að ræða. „Við erum langleiðina komnir með að ráða í hlutverk þannig að þetta hefur ekki verið vandamál. Og satt að segja kemur þetta okkur spánskt fyrir sjónir,“ segir Þór en Saga Film hefur framleitt þætti á borð við Stelpurnar og nú síð- ast Næturvaktina. „Það er miðað við annað verð fyrir svona lokað- ar stöðvar en fyrir til dæmis RÚV sem hefur breiðari áhorfenda- hóp,“ útskýrir Þór. „Og eftir því sem okkur skilst eru samningar FÍL við SÍK, Sambands íslenskra kvikmyndagerðarmanna, útrunnir auk þess sem félagið hefur ekki haft neinn samning við Stöð 2 eins og háttur- inn er hafður á í öðrum löndum,“ bætir hann við. „Ég hef nú lagt það í vana minn að fá mér hafragraut með brytjuðum banönum og lýsi í eftirrétt. Það fer síðan allt eftir því hvenær ég vakna hvað þessi morgunmatur dugar mér. Bubbi og Tolli undir merkjum Kaupþings Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum Fréttablaðsins hefur Kristj- án Hreinsson Skerjafjarðarskáld unnið fullnaðarsigur í deilu sinni og Sveins Rúnars Sigurðsonar vegna Eurovsion-lagsins Valent- ine‘s Lost. Málavextir voru þeir að Kristj- án samdi íslenskan texta við lag Sveins Rúnars, Ég les í lófa þínum, sem Eiríkur Hauksson flutti til sigurs. Og höfðu þeir bundist fastmælum um að ef lagið sigr- aði myndi enskur texti Kristjáns vera notaður í Helsinki. Eftir að sigurvíman hafði runnið af þeim kom í ljós að Sveinn Rúnar hafði gengið á bak orða sinna, fengið Eurovision-skáldið Peter Fenner til að semja enskan texta og skil- ið Kristján eftir í sárum. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum undi Kristján því ekki en hefur þó enn ekki viljað tjá sig um það sem fram hefur farið á bak við tjöld- in. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hefur þó mikið gengið á og mun Sveinn Rúnar meðal ann- ars hafa reynt að beita lygum. En hreyfing komst á málið þegar Sveinn Rúnar hugðist gefa út geisladisk með íslenskri út- gáfu sigurlagsins og enskri út- gáfu með texta Fenners og Kristj- áns auk annars lags sem Skerja- fjarðarskáldið samdi texta við. Og Kristján krafðist þess að lög- bann yrði sett á útgáfuna vegna þess að ekki hafði fengist leyfi fyrir einum texta sem átti að fara á plötuna. Til að liðka fyrir út- gáfunni neyddist Sveinn því til að fallast á alla skilmála Kristj- áns; að hann fengi hlut í höfund- arverkinu auk þess sem Sveinn greiðir honum laun fyrir þá vinnu sem Kristján innti af hendi við gerð enska textans sem ekki verð- ur notaður. Og ku Kristján vera alsæll með þessa niðurstöðu þótt hann vildi ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið að svo stöddu. Fullnaðarsigur Skerjafjarðarskáldsins FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.