Fréttablaðið - 26.04.2007, Síða 8

Fréttablaðið - 26.04.2007, Síða 8
 Daníel Ægir Kristjánsson var á dögunum dæmdur í Héraðsdómi Suðurlands til 30.000 króna sektargreiðslu fyrir að „valda hneykslan og hættu á almannafæri“, með því að sitja uppi í afturrúðu bíls, sem lögreglan á Selfossi stöðvaði aðfaranótt 3. desem- ber. Þá var Daníel sextán ára. Að auki greiðir hann tæpar 200.000 krónur í málskostnað. Hann segist sjálfur hafa verið dæmdur „fyrir að vinka löggunni“. Hann hafi talið að málinu yrði vísað frá. „Við vorum að rúnta þegar löggan stoppaði okkur og sagði að við keyrðum ekki nógu varlega. Þegar við lögðum af stað aftur þá vinkaði ég út um gluggann. Þá var bíllinn stoppaður aftur og ég settur í fangaklefa.“ Félagar Daníels báru fyrir dómi að hann hefði ekki setið uppi í glugga bifreiðarinnar, en dómara þótti það fullsannað. Spurður hvort aldrei hafi komið til greina að gera sátt fyrir dómstólum segir Daníel að hann hafi ekki talið það koma til greina. Sækjandi hafi haft á orði að úr honum ætti að gera fordæmi. „Saksóknarinn var ekkert að fíla mig.“ Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, segir málið vissulega leiðinlegt fyrir drenginn, en betra en ef illa hefði farið. Hegðun hans hafi skapað hættu fyrir aðra farþega og ekki verið til eftirbreytni. Umferðarhegðun almennt séð þurfi að bæta, því hún geti verið stórhættuleg. Utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsríkjanna verða alls ekki uppiskroppa með umræðuefni á fundi sínum sem hefst í Ósló í dag. Harðir bardagar í Afganistan, vaxandi spenna í Kos- ovo og áform Bandaríkjamanna um að koma sér upp eldflaugavörnum í Evrópu eru allt saman málefni sem hart verður deilt um. Meginverkefni Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, verður að reyna að sannfæra Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, sem mætir þangað til viðræðna, um að fyrirhugað eldflaugavarnakerfi Bandaríkjanna sé kannski ekki alslæmt fyrir Rússland. Það gæti þó orðið þrautin þyngri því Rússar hafa harðlega gagnrýnt þessi áform. „Ef við verðum þess varir að öryggi Rússlands stafi hætta af þessum búnaði, þá munum við beina herafla okkar gegn honum,“ sagði Júrí Balujevskí, herforingi og yfir- maður rússneska herráðsins, á þriðjudaginn. Rússar hafa einnig gefið í skyn að þeir muni beita neitunarvaldi gegn tillögum Evrópusambandsins um framtíðarstöðu Kosovohéraðs, sem fjallað verður um í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna innan skamms. Nokkur bjartsýni virðist hins vegar ríkja varðandi herafla Nató í Afganistan, sem um þessar mundir býr sig undir harðnandi átök við sveitir talibana. Vandamál heimsins á dagskrá Yfirvöld lögðu hald á minna af fíkniefnum á fyrsta árs- fjórðungi þessa árs en á sama tíma í fyrra og í hittifyrra. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum um hald- lagt magn fíkniefna sem embætti ríkislögreglustjóra hefur tekið saman fyrir Fréttablaðið. Jóhann R. Benediktsson, lög- reglustjóri á Suðurnesjum, segir að alltaf hafi verið sveiflur milli ára og innan hvers árs í magni þeirra efna sem lagt er hald á. „Þetta er í sjálfu sér ekkert nýtt. Það hefur alltaf verið kapphlaup á milli smyglaðferðanna annars vegar og árangurs okkar hins vegar. Það var viðbúið að þessir menn myndu taka smyglaðferðir sínar til einhvers konar endurskoð- unar í ljósi gríðarlegs árangurs okkar á síðustu árum. En við leggj- um mjög hart að okkur við að bæta okkar aðferðir og þegar einhver bið verður á því að stór sending náist þá þýðir það bara eitt; að það styttist í næstu stóru haldlagningu.“ Lögregla og tollgæsla lögðu hald á 913 grömm af kókaíni á fyrstu þremur mánuðum ársins, eða um hálfu kílói minna en á sama tíma- bili í fyrra. Þar munar mestu um tvær íslenskar konur á fimmtugs- aldri sem voru handteknar með tæp 700 grömm af kókaíni falin innvortis þrettánda febrúar síðast- liðinn, þegar þær komu saman með flugi frá Amsterdam. Á fyrsta ársfjórðungi var tekið tæpt kíló af amfetamíni samkvæmt bráðabirgðatölunum. Það er tölu- vert minna magn en á sama tíma í fyrra þegar yfirvöld tóku alls 9,5 kíló af amfetamíni. Þó ber að skoða allar þessar tölur með þeim fyrir- vara að mögulega eigi eftir að vigta hluta þeirra efna sem voru tekin í mars 2007. Árið í fyrra var metár hjá yfir- völdum við haldlagningu fíkniefna. Þá náðust um 12,8 kíló af kókaíni og 46,4 kíló af amfetamíni, sem var örlítið meira en náðst hafði saman- lagt á árunum 2000-2005. Mun meira er tekið af ofskynj- unarefnum en síðustu ár á undan. Lagt var hald á 211 stykki af LSD á fyrstu þremur mánuðum ársins í ár en við það bætast tæplega 700 skammtar sem karlmaður á þrí- tugsaldri var handtekinn með í Njarðvík í lok síðustu viku líkt og sagt var frá í Fréttablaðinu í gær. Einnig hefur verið tekið talsvert meira af ofskynjunarsveppum, eða um 300 grömm, en þeir hafa nánast ekki komið inn á borð yfirvalda síðastliðin tvö ár. Hald lagt á minna af fíkniefnum en í fyrra Löggæsla og tollgæsla lögðu hald á minna magn af fíkniefnum á fyrsta árs- fjórðungi í ár en á sama tíma í fyrra. Meira hefur fundist af ofskynjunarefnum. Alltaf hafa verið sveiflur, segir lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Økoren WC-hreinsir Seigfljótandi WC-hreinsir sem fjarlægir fljótt og vel kalk, ry› og óhreinindi ásamt flví a› koma í veg fyrir ólykt. Økoren Universal alhli›a hreinsiefni Alhli›a basískt hreinsiefni til daglegra nota á öllum flvottheldum flötum. Einnig kjöri› til flrifa á sápubornum og bónu›um gólfum. Økoren uppflvottalögur Økoren uppflvottalögur er hlutlaust hreinsiefni til handuppflvotta og hreinsunar á öllum flvottheldum flötum. Spartan umhverfisvænn ba›herbergishreinsir Umhverfisvænn ba›herbergishreinsir votta›ur af Green Seal í Bandaríkjunum. Er me› náttúrulegum s‡rum, sítrónus‡ru (8%) og flrífur vel sápuskánir, flurrkbletti og ry›smit af flísum, salernisskálum og vöskum. Ármúla 23 • Reykjavík Sími: 510 0000 Mi›ási 7 • Egilsstö›um Sími: 470 0000 Brekkustíg 39 • Njar›vík Sími: 420 0000 Grundargötu 61 • Grundarfir›i Sími: 430 0000 - hrein fagmennska! UMHVERFISVÆN EFNI FYRIR SUMARBÚSTA‹I Í bústa›num skiptir miklu máli hverskonar vörur eru nota›ar vi› flrifin. Röng efnanotkun getur au›veldlega heft ni›urbrot í rotflróm og valdi› stíflum. Umhverfisvæn hreinsiefni eru flví bæ›i betri og öruggari kostur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.