Fréttablaðið - 26.04.2007, Síða 12

Fréttablaðið - 26.04.2007, Síða 12
 Í fyrsta sinn hafa stjörnu- fræðingar uppgötvað plánetu utan okkar sólkerfis sem hefur svipað hitastig og er á jörðinni og er því mögulega byggileg. „Þetta er þýð- ingarmikið skref í leitinni að mögulegu lífi í alheiminum,“ sagði stjörnufræðingur við háskólann í Genf, Michel Mayor, sem er einn vísindamannanna er uppgötvuðu plánetuna. Plánetan, sem hefur verið nefnd 581c, er í 193 billjón kílómetra fjarlægð, sem jafngildir 20,5 ljósárum, sem telst tiltölulega nálægt. Er hún svipuð jörðinni að stærð og möguleiki talinn á að þar geti verið vatn í fljótandi formi, sem er forsenda lífs. Mars fellur einnig í flokkinn yfir plánetur sem gætu verið byggilegar þar sem Mars er af svipaðri stærð og jörðin og vatn getur verið þar í fljótandi formi miðað við hitastig. En aldrei fyrr hefur slík pláneta fundist utan sólkerfis okkar. Plánetan er á sporbaug í kring- um rauðu dvergstjörnuna Gliese 581 sem er miklu minni, dekkri og kaldari en sólin okkar. Slíkir „rauðir dvergar“ eru orkulitlar örsmáar stjörnur. Frá þeim stafar dökkri rauðri birtu og þær lifa lengur en stjörnur á borð við sól- ina okkar. Það var ekki fyrr en fyrir fáum árum að stjörnufræð- ingar fóru að rannsaka hvort mögulegt væri að byggilegar plá- netur gætu verið á sporbaug um slíkar stjörnur. Um áttatíu prósent stjarna í nágrenni jarðar eru rauðir dverg- ar og uppgötvunin nú mun eflaust setja aukinn kraft í rannsóknir á fylgihnöttum þeirra. Kenningin gerir ráð fyrir að andrúmsloft sé að finna á 581c en óljóst er hvað er í því andrúms- lofti. Ef það er of þykkt gæti það orsakað of mikinn hita á yfirborði plánetunnar, að sögn Mayor. Hins vegar telja vísindamennirnir að meðalhitinn sé á bilinu 32 til 140 gráður á Celsíus. Þeirri niður- stöðu var ákaft fagnað meðal stjörnufræðinga þar sem „Gull- brárvandinn hefur fylgt öllum plánetum utan sólkerfis okkar sem rannsakaðar hafa verið hing- að til, þær hafa allar verið of heit- ar, of kaldar, of stórar og þar fram eftir götunum“. Nýja plánetan uppfyllir öll skilyrði – eftir því sem næst verður komist. Mögulega líf í öðru sólkerfi Vísindamenn hafa í fyrsta skipti fundið plánetu utan okkar sólkerfis sem er mögulega byggileg. Plánetan er talin svipuð jörðinni að stærð og með líkt hitastig. Flutningaskipið Wilson Muuga, sem strandaði í Hvalsnes- fjöru í desember, hefur verið selt til Líbanon. Guðmundur Ásgeirs- son, stjórnarformaður Nesskipa, segir að skipið verði notað til stórflutninga í Svartahafi, Miðjarðarhafi og jafnvel Rauða- hafi. Kaupverðið er trúnaðarmál. „Það var aldrei búist við háu kaupverði þannig að þetta var bara spurning um nokkrar krónur,“ segir Guðmundur og býst við að siglt verði utan með skipið í vor þegar búið verði að taka upp átta tonn af olíu sem hafi verið hirt úr lestinni, koma björgunar- bátum fyrir og þrífa. Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að hætta að nota orðalagið „stríð gegn hryðjuverkum“, orða- lag sem George W. Bush Banda- ríkjaforseti og þeir sem fylgja honum að málum hafa notað. „Við notum ekki orðalagið „stríð gegn hryðjuverkum“ vegna þess að við getum ekki sigrað með hernaðaraðgerðum einum saman, og vegna þess að við stöndum ekki andspænis einum óvini sem er skipulagður, með skýra sjálfs- mynd og samstillt markmið,“ sagði Hilary Benn, ráðherra alþjóðlegra þróunarmála í ríkis- stjórn Tonys Blair. „Þarna stendur meirihluti alls fólks í heiminum, af öllum þjóð- ernum og trúarbrögðum, gegn fáum lauslega tengdum, síbreyti- legum og ólíkum hópum sem eiga frekar lítið sameiginlegt fyrir utan samkennd með öðrum sem deila með þeim bjagaðri heims- mynd og hugmynd um að vera hluti af einhverju stærra,“ sagði Benn enn fremur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.