Fréttablaðið - 26.04.2007, Síða 13

Fréttablaðið - 26.04.2007, Síða 13
Tveir karlmenn, annar tvítugur og hinn á þrítugsaldri, hafa verið ákærðir fyrir Héraðs- dómi Reykjavíkur fyrir tilraun til stórfellds smygls á e-töflum hingað til lands í ágóðaskyni. Það er ríkissaksóknari sem sækir málið. Eldri manninum er gefið að sök að hafa skipulagt innflutning á 834 e-töflum frá Hollandi til Íslands. Maðurinn fór utan í október á síð- asta ári. Þar fékk hann ónafn- greindan mann til að senda töfl- urnar með hraðpóstsendingu á heimilisfang yngri mannsins í Reykjavík. Hafði sá síðarnefndi samþykkt þá tilhögun. Yngri maðurinn tók á móti sendingunni sem hann taldi inni- halda fíkniefnin á heimili sínu föstudaginn 17. nóvember í fyrra. Síðan tilkynnti hann eldri mann- inum að hún væri komin. Hann mætti á staðinn sama dag og tók umbúðir sem hann taldi innihalda fíkniefni úr pakkanum. Lögregl- an hafði þá fjarlægt fíkniefnin og sett gerviefni í staðinn. Þegar eldri maðurinn varð þess áskynja að átt hafði verið við sendinguna henti hann henni frá sér og hljóp af vettvangi. Mennirnir eru báðir af erlend- um uppruna en búsettir í Reykja- vík. Stórfellt smygl á e-töflum Þjóðarsorg var lýst yfir í Bosníu-Hersegóvínu í gær þegar fimm börn sem létust í eldsvoða á munaðarleysingja- hæli í höfuðborginni Sarajevó voru jarðsett. Börnin sem létust voru á aldrinum eins til sjö mánaða og var dánarorsök þeirra köfnun vegna reyks. Eldurinn braust út á sunnu- dagsmorgun og slösuðust sautján börn auk nunnu sem reyndi að bjarga börnunum sem létust. Alls voru 120 börn á munaðar- leysingjahælinu þegar eldurinn braust út. Fimm börn lét- ust í eldsvoða Í tilefni komandi kosninga til Alþingis hefur Persónuvernd minnt á álit frá 2002 um meðferð kjörskráa. Taldi Persónuvernd að fulltrúum framboðslista væri heimilt að vera í kjördeildum og að merkja við þá sem komu að kjósa. Hins vegar væri þeim óheimilt að miðla þeim upplýsingum út úr kjördeild nema slíkt væri nauðsynlegt til þess að hafa eftirlit með því að kosning færi löglega fram. Til dæmis til þess að tryggja að þeir einir sem væru á kjörskrá greiddu atkvæði og að enginn kysi oftar en einu sinni. Flokksfulltrúar mega krossa við www.xf.is Skeifan 7 | Reykjavík | sími 553-6061 Magnús Þór Hafsteinsson, alþingismaður, leiðir framboðslista Frjálslyndaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður. - Sanngjarnara samfélag þar sem tekjulágir, öryrkjar og aldraðir fá loks að njóta umbóta í skatta- kerfinu. - Lækkum skuldir heimilanna, burt með verðtrygginguna. - Stórátak í samgöngumálum. Leysum umferðarhnútana, flýtum Sundabraut, bætum strax öryggi á Vesturlandsvegi, tvöföldum vegi til og frá borginni. Flugvöllinn áfram á sínum stað. - Höfum stjórn á innflutningi erlends vinnuafls öllum til góðs. - Breytum fiskveiðistjórnunarkerfinu til hagsbóta fyrir byggðirnar og lífríkið. Reynsla, þekking og kraftur Magnúsar Þórs nýtist okkur best á Alþingi. Magnús er varaformaður Frjálslynda flokksins, fiskifræðingur að mennt og með víðtæka reynslu úr atvinnulífinu hér á landi og erlendis. Hann hefur vakið athygli fyrir eljusemi, skýran og skeleggan málflutning á Alþingi þar sem hann hefur starfað ötullega að ótal málaflokkum. http://magnusthor.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.